Uncategorized

Bush AWOL

Nú er komið mótspil gegn “Swift boat veterans for truth” sem voru einhverjir gaukar sem aldrei voru með John Kerry sem yfirmann en sögðust ekki treysta honum. Mótspilið er “Texans for truth” og þeir birta auglýsinguna George W. Bush: AWOL in Alabama.

Uncategorized

Teppa

Tvenns konar teppa hefur hrjáð mig í dag, sú fyrri var andarteppa í fyrsta fótboltatíma vetrarins. Astma-pústið reyndist útrunnið og því voru lungun við það að springa nokkrum sinnum. Ekki mín glæstasta frammistaða.

Seinni teppan var svo umferðarteppan, Sigurrós náði í mig við Háskólabíó og það voru þvílíkar biðraðir á Suðurgötu, Hringbraut og Miklubraut. Held að við höfum verið 10 mínútur á leiðinni frá hringtorginu við Þjóðminjasafnið og að ljósunum við BSÍ.

Uncategorized

Fegurð, nekt og tónlist

Þetta hefur aldrei verið leyndarmál, fólk með aðlaðandi andlitsdrætti (sem eru reyndar meðaltal allra andlita) nýtur líffræðilegs forskots.

Mér finnst nú helvíti hart að það sé hægt að fá allt að 2 ára fangelsisdóm fyrir að hlaupa (nakin) inn á fótboltavöll á meðan að á leik stendur. Hversu langa fangelsisdóma alvöru óþokkar fái þarna? Nauðgarar 30 ár og falsarar 10 ár?

Uppáhaldsútvarpsstöðin mín þessa dagana er annars Digitally Imported: DJ Mixes sem ég hlusta á í gegnum netið. DI.fm eru með nokkrar fleiri góðar stöðvar þarna, mæli með þeim.

Uncategorized

Gat gert í Clinton

Þeim sem hafa áhuga á heilsu Bill Clinton er bent á að kynna sér greinina Regaining the political beat sem lýsir nokkuð ítarlega en þó á einfaldan hátt aðgerðinni.

Frétt dagsins er svo Leitar eftir íslenskum prinsessum (höktandi myndbandið sem boðið er upp á þarna).

Uncategorized

Nákvæma fórnarlambið

S Delhi murder: Victim nails his killer with a clue

Uncategorized

Hundleiðinlegt Atkins

Já, svo virðist sem að fólk grennist í Atkins-kúrnum vegna þess að það hafi ekki lyst á því að borða það sem kúrinn býður upp á. Eins og fyrirsögnin segir: Spiceless Atkins diet ‘bores you thinner’.

Uncategorized

Engan ís takk

Sökum mjólkuróþolsins er liðið alllangt frá því að ég fékk mér rjómaís. Samkvæmt Eftirlitsverkefni um örveruástand íss 2004 er spurning hvort það sé ísinn sjálfur eða bara saurinn í kringum hann sem hafa valdið magaveseninu!?

Skýrslurnar fyrir 2003, 2002 og 2001 sýna að þetta hefur samt skánað milli ára.

Uncategorized

Datafountain

Datafountain eða upplýsingagosbrunnur er áhugaverð nálgun á að birta upplýsingar á óhefðbundin máta. Þetta er gosbrunnur sem sýnir gengisstöðu evru, dollars og yens.

Uncategorized

Borðið fundið

Jæja, borðið fannst. Það hafði lent í garðinum (3 hæðir niður) og var frekar aumlegt á að líta. Verð að fara með það í Sorpu við tækifæri.

Næst kaupum við veglegra borð eða geymum það eins og við höfum stundum gert, á hvolfi, á meðan það er ekki í notkun.

Uncategorized

Fljúgandi húsgögn

Í dag þegar ég kom heim frá vinnu var hífandi rok og nágrannakonan að færa barnavagnana af svölunum. Ég heyrði einhverja smelli frá okkar svölum og ákvað því að líta á grillið, bjóst nú við að allt væri með felldu enda komnar þrjár teygjur á það til að festa kyrfilega svo það tækist ekki aftur á loft (eins og gerðist um daginn).

Svo reyndist nú ekki alveg vera, teygjurnar höfðu færst til og lokið á grillinu small aftur og aftur og aftur og var á góðri leið með að brotna af. Því hoppaði ég út á svalir, safnaði saman teygjum og ábreiðu og færði grillið á annan stað á svölunum þar sem ég súrraði það kyrfilegar niður.

Í hamaganginum tók ég ekki eftir því að plastborðið sem var á svölunum var horfið.