Uncategorized

Things to do

Things to Do in Denver When You’re Dead var DVD mynd kvöldsins. Óvenjuleg og sniðug.

Uncategorized

Áhugamálin

Þau eru mörg og mismunandi áhugamálin. Mike Scheerens hefur til dæmis greinilega ótrúlegan áhuga á dótalestum, sjáið bara heimili hans þar sem lest keyrir allan hringinn.

Milljónir manna spila nú netleiki, þessi grein frá BBC er um sýningu sem er í gangi í Bretlandi þar sem ljósmyndari pældi aðeins í þessum heimi og tók myndir af fólkinu og þeim persónum sem það leikur á netinu. Mjög gaman að sjá að einn verulega góður leikmaður er lítill strákur sem nær ekki að anda sjálfur, á netinu fær hann tækifæri til að vera stór og sterkur og virtur fyrir afrek sín.

Uncategorized

Þingvaktin 2

Alþingi ályktar að fela heilbrigðisráðherra að skipa nefnd sem geri úttekt á kostum þess og göllum út frá læknisfræðilegu, siðfræðilegu og trúarlegu sjónarmiði að heimila nýtingu stofnfrumna úr fósturvísum manna til rannsókna og lækninga á alvarlegum sjúkdómum.

Eina sem ég er að spá í hérna er hvaða trúarbrögð á að hafa í huga? Verður það biskup Þjóðkirkjunnar eða munu fleiri trúarbragðahópar koma að málinu?

Uncategorized

Þingvaktin

Ríkisstjórn fólksins! Lækkar hátekjuskatt og í staðinn hækka skólagjöld námsmanna og komugjöld á heilsugæstlustöðvar. Skrítið að sækja pening frekar til efnaminna fólks en efnameira.

Nú svo auðvitað eiga spítalar að skera meira niður! Sniðugt að ríka fólkið verði hið eina sem mun hafa efni á heilsugæslu í framtíðinni með þessu fyrirkomulagi, þá getum við hin dáið drottni okkar og hætt að greiða atkvæði okkar óþægilegum mönnum og flokkum sem angra grey ríkisstjórn landsins.

Líst vel á þetta frumvarp og þetta frumvarp.

Uncategorized

Bulldal

Já, eitthvað er Halldór Blöndal að misskilja synjunarákvæðið. Hann telur synjunarvald forseta arfleið frá Loðvíki 14. eða álíka. Talar um að Alþingi sé æðsta stofnun þjóðarinnar en gleymir að þjóðin er æðri Alþingi. Segir meira að segja að þjóðaratkvæðagreiðsla hefði átt að fara fram en snýr sér svo í hringi og talar um prósentutölur og skort á lögum.

Mér finnst nokkuð djarft af manni sem er titlaður forseti Alþingis að reyna að varna því að lýðræði ríki í landinu nema á fjögurra ára fresti. Ef ekki eru Alþingiskosningar má þjóðin víst éta það sem úti frýs og ekki segja skoðun sína á því sem þingmenn gera.

Ef þingmenn ganga á bak orða sinna, brjóta stjórnarskrána og gera algjöran skandal, þá er það bara þjóðinni að kenna því að hún kaus þessa aumingja á þing nokkrum árum eða mánuðum áður. Hún verður bara að sætta sig við það að kjörnir þingmenn gangi á bak orða sinna, möglunarlaust.

Það held ég að þessi ríkisstjórn verði tekin fyrir í sögunni sem dæmi um siðlausa stjórn, efast um að Davíð og félagar nái að endurskrifa alla söguna þó þeir reyni sitt besta.

Gott að láta hugann aðeins reika frá þessum mannleysum á Alþingi og til fornra framtíðardrauma um farartæki í nútímanum og framtíð.

Uncategorized

Deilir

Áhugavert að lesa frásagnir þeirra sem lentu í áhlaupi lögreglunnar vegna skráardeilingar.

Fjölmiðlar duglegir að æpa á innsoginu alls konar staðreyndavillur og annað kjaftæði, sem endranær.

Uncategorized

Ngo si sui

Eftir kvöldmat á Eldsmiðjunni tókum við DVD myndina Ngo si sui. Jackie Chan með þokkalegasta móti þarna, standard í leik og öðru mun hærri en síðasta mynd sem við sáum, en samt ekki heimsklassa.

Það sem heillar þó er sem áður húmor, undrafimi og frumleiki Jackie Chans. Hann á engan sinn líka.

Uncategorized

Einkarekstur síðri ríkisrekstri

Ríkisrekstur er að mínu mati nauðsynlegur í mörgum tilfellum, einkum í heilbrigðisgeiranum. Heilög andakt vegna hluthafa og peninga þeirra mun alltaf bitna á þeim sem þurfa læknisaðstoð.

U.S. spends 300% more on health care administration

Canada’s public system is far more economic than American private care.

Sjá samantekt greinarinnar hér.

Behind false claims of efficiency lies a much uglier truth. Investor-owned care embodies a new value system that severs the community roots and Samaritan traditions of hospitals, makes physicians and nurses into instruments of investors, and views patients as commodities. Investor ownership marks the triumph of greed.

Þetta er frá leiðaranum The high costs of for-profit care.

Kaus annars þjóðarblómið í dag. Valdi Gleym-mér-ei.

Uncategorized

Mismunandi skilgreiningar

Varðandi Cat Stevens eða Yusuf Islam eða hvað hann heitir, þá studdi hann þennan sjóð en USA flokkar stuðning við hann sem hryðjuverkastuðning, þó hafa bresk yfirvöld rannsakað það mál og kveðið upp að það sé ekki rétt.

Bandaríkjamenn eru hins vegar tregari en andskotinn í þessu, þeir voru sjálfir gífurlega duglegir við að styðja starfsemi IRA og þykjast því þekkja hvaða sjóðir styðja hryðjuverk. Hræsni.

Þingmenn leggja sig fram þessa dagana um að brjóta stjórnarskrána, nýjasta útspil Framsóknar er ekkert smá vangefið svo maður orði það bara eins og fyrir liggur. Þingmenn eru eingöngu bundnir eigin sannfæringu en það hunsa flestir þingmenn stjórnarflokkanna og segjast vera í liði og þurfa að spila eftir því.

Vilhjálmur Egilsson sagði að hann væri að greiða atkvæði gegn eigin sannfæringu því að hann gerði það sem “liðið” hans ætlaðist til af honum. Dagný Jónsdóttir sagði að hún spilaði með liðinu og gerði eins og fyrirliðinn segði til um. Hvaða erindi svona liðleskjur og allar hinar sem gera hið sama, en játa það ekki frammi fyrir alþjóð, eiga á Alþingi veit ég ekki. Það er víst nóg úrval af já-fólki til þessa dagana.

Mér er spurn, er ekki hægt að lögsækja þingmenn fyrir að kjósa gegn eigin sannfæringu? Stjórnarskrárbrot af hálfu þingmanns er ekki alveg það sem ég myndi segja vera viðunandi, svo ég noti ekki sterkari orð.

Þingmenn skilgreina stjórnarskrána og sín eigin embætti öðruvísi en við hin.

Gleðilega þingsetningu, fólkið sem vantar bein í nefið (en otar því þó í hvers manns kopp) mætir loks til vinnu á morgun.

Uncategorized

Ökuníðingar

Það er nú orðið frekar leiðingjarnt að þusa vegna fífla í umferðinni en ökumaður jeppans SG 087 var einstaklega mikill fáviti í gær þegar hann svínaði fyrir okkur á beygjuakrein! Hann kannski tók ekki eftir skjannahvítum bíl okkar vegna þess að hann var önnum kafinn í símanum.

Á leiðinni heim var svo næstum alveg hliðstætt atvik þegar að bíll fór yfir á beygjuakrein, fór fram úr tveimur bílum og negldi sér svo inn án þess að hika beint fyrir framan mig þannig að ég þurfti að klossbremsa til að lenda ekki í árekstri.

Ótrúlega margir sem gera það annars, sjá metersbil á milli bíla (sem er eðlilegt) og stíma þangað á fullri ferð í von um að seinni bíllinn negli niður til að forðast árekstur.