“Ætli ég fari ekki”.
Að ofan má sjá spurningu og neitun, sem saman þýðir játun. (Ætli málfræðiheitin séu ekki aðeins öðruvísi… málfræðihugtakanotkun var mér aldrei töm… þó að málfræðin hafi oftast verið nokkuð fín hjá mér í “praxis”).
Hvernig útskýrir maður það fyrir erlendum íslenskunema að
“Ætli ég fari” þýði að maður fer líklega ekki, en að
“Ætli ég fari ekki” þýði að maður fer líklega?
Annað sem að hefur alltaf valdið mér heilabrotum eru vögguvísur, sem eru allflestar skuggalegar og ekki það sniðugasta til að láta grey börnin sofa vel. Guardian greinir frá nútíma vögguvísukeppni þar sem Tony Blair sem vondi kallinn varð sigursælast. Nokkrir breskir rithöfundar lögðu svo sitt til málanna með eigin vögguvísum. Börn hafa rétt á því að kynnast myrkri hliðum tilverunnar… en mér finnst að það ætti ekki að pota þeim að þeim þegar þau eru að fara að sofa!
Enn eitt úr Guardian, núna var að koma út Biblían á 100 mínútum, 57 síðna kilja með aðalatriðum Biblíunnar.
Wikipedia er ein mesta snilldin í sögu Internetsins, hvar annar staðar kæmist maður að því af hverju bærinn Dante í South Dakota ber þetta nafn og atburðarásina í kringum það?