Í dag voru mamma, pabbi og Ragna að hjálpa okkur, svo kom Haukur hennar Rögnu aðeins. Eldhúsið og gangurinn búin, bara eftir að fara eina umferð á baðherbergið og á eldhússkápana. Sigurrós skrapp svo með fyrstu kassana, þetta er allt að bresta á.
Rakst á þessa síðu á einhverju flakki í dag. Þetta er alltaf að verða betra og betra, nú geta litlu krakkarnir fengið SMS frá einhverjum stelpum sem eiga víst að vera voða “hot”. Það að SMS-in munu koma frá litlum sætum gagnagrunnum en ekki litlum sætum stelpum er auðvitað sjálfgefið.
Björn Bjarna kynnir krökkum í framhaldsskólum kosningarnar með því að setja áfengi í matvöruverslunum fram sem aðalmálið (til dæmis á fundi í FÁ). Það að þessir krakkar eru flestir undir lögaldri gerir þetta að mjög siðlausu athæfi, líklega lögbroti, þegar verið er að hvetja til áfengisneyslu ólögráða ungmenna. Það að þau drekka flest örugglega nú þegar skiptir ekki máli, heldur sú hvatning Björns að með því að kjósa hann verði það auðveldara fyrir þau að nálgast löglegt áfengi.
Ekki kynna menn nýja brettapalla fyrir eldri borgurum, og þeir kynna ekki ný elliheimili fyrir ungu barnafólki. Áróðri framboðanna er beint að markhópum, og yngstu kjósendunum er sýnd þessi mynd af bjór og brjóstum af hálfu D-listans.
Ef ég var nokkru sinni í vafa með hvern ætti að kjósa, þá eyddi þetta þeim vafa hvað D-listann varðar. Svona suddakosningabáratta þar sem að ungmenni eru plötuð til að krossa við D með því að veifa áfengisflösku og kvenmannsbrjóstum fyrir framan þau er ekki að mínu skapi.
Þetta er lýðræðið já, en voðalega svipað því sem gerðist í Rómarveldi forðum. Aldrei hef ég heyrt menn mæra það.