Monthly Archives: October 2005

Uncategorized

Meistari, hálf-fimmtugur, óheppinn, lítill púki og spaug!

Í gær fór ég í Fjallalindina þar sem meistaragráðu Vals var fagnað, því næst fór ég í Sæviðarsund og fagnaði þar 25 ára afmæli Daða (sem er í dag) og að lokum í Hraunbæ til að líta á tölvu óheppnasta tölvueiganda Íslands.

Þegar heim var komið horfði ég á Little Nicky sem reyndist ekki vera eins arfaslök og ég hef haldið undanfarin fimm ár, að henni óséðri.

Spaugstofan hins vegar toppaði allt, eini þátturinn sem ég hef séð með þeim í lengri tíma en náðu að útskýra Baugs-málið fyrir manni á skemmtilegan máta!

Uncategorized

Ljónadans og Wikipedia

Sá áðan Wong Chinese Lion Dancers í beinni útsendingu frá John F. Kennedy menningarmiðstöðinni eftir að Mike benti mér á það.

Tók aðeins til á ensku Wikipedia, lagaði til listann yfir íslenska knattspyrnumenn, bætti Willum þar við og í framhaldi af því setti ég inn Breiðablik og í framhaldi af því setti ég inn Sigurrós Þorgrímsdóttur. Að auki smá lagfæringar og leiðréttingar hér og þar.

Hef hins vegar ákveðið að henda mér ekki út í miklar Wikipediu-pælingar fyrr en á næsta ári í fyrsta lagi, vegna mikilla anna við önnur sjálfboðaverkefni!