Monthly Archives: July 2005

Uncategorized

Snögg upprifjun …

Já það hefur ýmislegt verið að gerast. Sigurrós var gæsuð, ég var steggjaður og eftir viku verðum við orðin herra og frú.

Síðustu mánuði hef ég verslað eitthvað af diskum. Greip diskinn hennar Emilíönu Torrini strax þegar hann kom út og fannst frábær sem fyrri. Því miður skarast tónleikar hennar hér á landi við brúðkaupsferðina þannig að það er ekki nema að bruna til Akureyrar sem maður gæti kíkt á hana!

Á einhvern óskiljanlegan hátt tókst Fatboy Slim að gefa út plötu sem ég hafði beðið eftir… án þess að ég tæki eftir því! Palookaville var versluð nýlega og er stórgóður gripur. Ég verslaði jafnframt nýja gripinn frá Coldplay sem og þeirra fyrsta disk, nýja Chemical Brothers og sitthvað fleira sem ég hef ekki verið nógu duglegur að bókfæra!

En það sem á hug minn hálfan þessa dagana (þetta tekur hinn helminginn) er það sem verður að finna í færslu morgundagsins!