Monthly Archives: August 2003

Uncategorized

Wild og S&M

Tja ekki hefði ég þolinmæði í að vera í Geeks Gone Wild!

Breskir fréttamenn vita fátt skemmtilegra en að búa til margræðar fyrirsagnir, sjá Wales want action over S&M abuse.

Fór í dag að versla bækur fyrir skólann, átti eina fyrir og því kostuðu þessar fjórar HNAUSÞYKKU bækur mig aðeins 22 þúsund staðgreitt.

Uncategorized

Kosningar og kynlíf

Nú eru mennirnir með Rotten.com (viðkvæmar sálir haldi sig fjarri þeim!) komnir með vefinn Am I Governor or Not (í anda Am I Hot or Not).

Wil Wheaton (Wesley Crusher úr Star Trek) sárnaði að vera orðinn neðar á listanum en sinn gamli erkifjandi William Shatner (James T. Kirk úr Star Trek) og sendi því út heróp og komst í bili ofar en hann (en ekki efstur). Arnold Schwarzenegger er á nokkrum myndum.

Klámmyndastjarnan (fyrir margt löngu!) Traci Lords hefur gefið út bók þar sem hún rekur lífshlaup sitt. Bókin þykir víst mjög fín. Hún var 15 ára þegar hún lék í fyrstu myndinni og 18-19 þegar henni var komið í meðferð.

Konur virðast annars vera mun fjölbreyttari en karlar þegar kemur að því að vekja kynferðislegar kenndir hjá þeim. Sjá þessa grein.

Það eru fleiri karlmenn en ég sem hafa prufað að lesa ástarsögur sem eru í uppáhaldi hjá kvenfólki. Ég reyndar gafst upp á númer tvö þar sem hún reyndist afrit af númer eitt.

Strunsaði víst framhjá Sverri Guðmundssyni í Kringlunni í dag. Úps.

Uncategorized

Vírusafjör

Jæja það var meira fjörið í dag. Netið virðist hafa verið að falla á hliðina þar sem Blaster, Welchia og Sobig F ollu gífurlegri traffík í dag.

Welchia er annars ormur sem að reynir að gera góðverk, hann lokar holunni sem Blaster notar og sparkar honum út. Hins vegar er þetta ekki talin sniðug aðferð.

Ekki opna skjöl sem enda á .pif eða .cmd eða .bat eða .com eða .exe !

Ekki opna reyndar nein skjöl sem þið áttuð ekki von á að fá nema að tékka rækilega á þeim.

Ég hitti gufusoðna afgreiðslustelpu á Subway í Skeifunni. Fer ekki þangað aftur, mér líkar betur við fólk sem tekur eftir í vinnunni sinni (sama hversu leiðinleg hún er).

Uncategorized

Hmmm

Grámyglulegir dagar láta mann alveg missa dampinn.

Uncategorized

Pallpartý

Fórum í dag á Selfoss til að halda upp á fjögurra ára afmæli Odds. Myndir síðar hjá Sigurrós.

Þarf að redda logsuðumanni núna til að koma sláttuvél hússins í gang.

Uncategorized

Árlega flugeldasýning Betrabóls

Já. Þetta bull með að einkarekstur tryggi betri meðferð peninga er enn algjört bull. Það eru stjórnendurnir sem skipta máli. Ef að stjórnendurnir eru vondir fara þeir illa með peningana, ótal mörg dæmi í einkarekstri og opinberum rekstri sem hægt er að benda á.

Vandamálið er bara flokkstregðan sem hindrar uppsagnir lélegra yfirmanna, bæði í einka- og opinberum rekstri. Svo er það auðvitað nýjasta æðið sem er að borga mönnum sem hafa staðið sig illa í starfi offjár fyrir að hætta.

Af hverju ætli mér hafi flogið þetta í hug einu sinni enn? Orkuveitan og flugeldarnir? Þú mátt geta. Þess má geta að þetta er eina skiptið á hverju ári sem við setjum peninga í flugelda (óbeint).

Tölvustuldir verða svakalegri.

Uncategorized

Viktorískar upphrópanir

Neil Gaiman bendir á tengil dagsins, Victorian Sex Cry Generator.

Fékk símtal í dag, Elín er heima þessa dagana sem er gleðiefni. Nú er að koma henni í gang með eigin vef áður en hún stingur aftur af.

Uncategorized

Afmæli aftur

2 ára dagbókarafmæli og þá um leið 28 ára afmæli mitt í dag.

Fór heim úr vinnunni um hádegið, frekar slappur en þó ekki jafn illa haldinn og grey faðir minn sem er víst illa farinn af einhverri pest.

Ósköp rólegur afmælisdagur því í dag. Bara kúrt heima.

Arnold Svakanaggur er með ekkert smá stórt númer hjá sér sem aðal ráðgjafa í efnahagsmálum. Næstríkasti maður heims, hann Warren Buffett mun ráðleggja Svakanaggnum. Warren Buffett er þekktasti fjárfestir í heimi og talinn alger gúrú.

Endum þetta á viðeigandi nótum, hvalaviðrekstur gerir vísindamenn steini lostna.

Uncategorized

Lógósmið vantar

Æ einhver veira að hrella mig núna? Búinn að vera með hausverk og leiðindi í dag.

Lógósmið vantar fyrir fjárvana (non-profit) félag (sem er reyndar skráð sem 501(3) félag í Michigan, USA sem þýðir að draga má vinnu fyrir það frá skatti). Vefurinn fær um 5000 gesti á dag þannig að lógóið mun fá einhverja sýn á hverjum degi. Áhugasamir hafi samband við mig (það má reyna).

Uncategorized

Salernin

Ég vil fá svona klósett. Kíkjum á þetta við tækifæri.

Kennslukona á eftirlaunum sem fór til Íraks sem “mannlegur skjöldur” hefur nú verið rukkuð um 10 þúsund dollara sem sekt. Hún neitar að borga og á von á hærri sekt og fangelsisdómi.