Monthly Archive: December 2002

Nú verða sagðar fréttir

Jólastúss í dag, gjafakaup, matarinnkaup og sendiferðir. Þá er ég búinn að ná að lesa pínulítið um hvað er að gerast í heiminum. Nú hefjast fréttir, þessi liður er víst sá vinsælasti á síðunni...

Bílamálin

Þá loksins getum við kjaftað frá nýjustu fréttum. Við höfum þagað yfir þessu undanfarið til að við gætum komið tengdó á óvart þegar hún heimsótti okkur í dag. Við höfum sumsé fest kaup á...

Tíminn flýgur

Tíminn flýgur svo hratt þessa dagana, nú er maður byrjaður að taka þátt í jólaundirbúningnum og lét meira að segja draga mig í Kringluna til að versla þar á mig og fyrir aðra. Skondnu...

Phoenix

Tengsl lyfjafyrirtækja og fótbolta eru reifuð stuttlega í þessari grein sem er skrifuð af blaðamanninum og Sheffield Wednesday-áhanganda Söruh Houlton. Lykilorð dagsins í dag er Phoenix.

Skilað

Mætti klukkan níu á mánudagsmorgun og í dag þriðjudag er ég að fara heim rétt rúmlega 18. Þessir 35 tímar liðu afar hratt við forritun og skýrslugerð. Á morgun er sýningin. Ég er farinn...

Síðustu droparnir

Verkefnisvinna á fullu, innan við sólarhringur í skil, ekki allt komið sem til þarf. Rétt get laumast í dagbækur annara, engan tíma til að skrifa í mína neitt nema meira fánýti en venjulega. Var...

*dæs*

*DÆÆÆÆS* Þreyttur mjög. Mikil vinna. Lítill svefn. Verkefni á bláþræði. Verður að reddast á morgun. Þriðja lögmál hópvinnu, greinið frá stöðunni eins og hún er. Ekki eins og hún ætti að vera.

*fnæs*

*FNÆS* In theory ættu hlutir að virka. In reality þá er fattlevell voðalega misjafn milli manna. In reality þá eru hlutirnir ekki að virka.

Vantar bara svarta köttinn

Jújú. Það er föstudagurinn þrettándi í dag og í þrjá tíma var þetta versti dagur ársins. Beta-skoðun leiddi í ljós alvarlega hönnunargalla og svo þurfti ég að labba heim í grenjandi rigningu með fartölvuna...

Maríjúana

Þessi frétt er nú með þeim ógeðslegustu sem ég hef lesið. Maður í Þýskalandi hefur sumsé verið handtekinn eftir að hafa… já… þeim lesendum sem ekki klígir við að lesa um morð og mannát...