Monthly Archive: December 2001

Jólafrí

Þá er jólafríið hafið, þetta eru víst nokkurs konar brandajól þannig að þetta verður 5 daga frí hjá mér, svo tveir vinnudagar, helgarfrí og unnið fyrir hádegi á gamlársdag.

Litlu jólin

Litlu jólin í hádeginu í dag í vinnunni. 3-4 jólalög sungin, matur etinn, eftirréttur, og svo sami jólabónus og áður: inneign í Kringlunni og rauðvín.

Hringadróttinssaga

Fórum í Smárabíó í fyrsta sinn, á forsýningu Hringadróttinssögu. Ljósu punktarnir voru þeir að sætin voru fín, poppið var ætt (ólíkt því sem það er í öðrum bíóum) og öll hönnun bíósins greinilega til...

Latin Translator

Mest lítið í dag, fann skemmtilegt tól þó á vefnum, Latin Translator, þýðir fleira einnig.

Hornið

Fórum á Hornið í kvöld með hópi úr Kennó sem var að fagna próflokum (allflestra en ekki allra þeirra). Núna vorum við niðri, umhverfið er svona sæmilega kósý en hátíðnisuðið í einhverjum kælum þarna...

Lífdagar Mözdunnar lengdir

Allur dagurinn fór í lífgunartilraunir á Mözdunni, hún er núna í betra formi en hún hefur verið í fleiri fleiri vikur, starfhæfir demparar komnir undir báðum megin að aftan, en slíkt hefur ekki verið...

Síðustu dagar Mözdunnar

Grey Mazdan mín 323 frá 1987 hefur verið minn þarfasti þjónn undanfarin 8 ár. Eftir að hafa glímt í 3 tíma við einn skrúfbolta sem að var fastur á versta stað komumst við pabbi...

En það er ekki föstudagurinn þrettándi…

Ekki var þetta glæsilegur föstudagur. Á leiðinni heim úr vinnunni heyrðist þessi þvílíki hvellur þegar ég beygði út af bílastæðinu, og ég keyrði löturhægt það sem eftir var heim, enda brakaði í öllum bílnum....

Dekurkvöld

Þessi endalausi akstur á Reykjanesbrautinni verður pínu þreytandi, stoppaði ekki nema kortér núna áður en ég hélt til baka, um 90 km akstur samtals fyrir kortérsvinnu… jæja. Sigurrós steikti handa okkur ungnautakjöt, við fengum...

Sænskustillingar

Er að festa sjónvarpsstöðvarnar inn í DVD/VHS-spilarann okkar, og þar sem að þessi þykki bæklingur sem fylgdi með er á sænsku, norsku, dönsku og finnsku. Sænskan er eiginlega langbest af þessum málum, þannig að...