Monthly Archives: October 2001

Uncategorized

Reynt að gera gagn

Fór í minn fyrsta World Class tíma í morgun, byrjaði rólega, labbaði rösklega, reyndi að skokka en hætti snarlega við það þegar beinhimnurnar í löppunum minntu á sig. Var þá í einhverja stund á tveimur svona stigvélum og tempraði mig svo niður með öðrum röskum labbitúr á hlaupabretti. Var svona aðallega að líta í kringum mig til að sjá hvernig þetta á að fara fram.

Ætla að hafa þetta svona í rólegri kantinum til að byrja með, byrja á því að byggja upp smá þol og koma smá brennslu í gang áður en maður fer að gera eitthvað eins og að lyfta lóðum og þess háttar. Fyrir tveim árum fór ég of geyst af stað eftir að hafa keypt árskort, enda hætti ég snarlega eftir aðeins 3 skipti að mig minnir. 8 þúsund krónur ferðin þar eða svo, takk fyrir.

Kvöldið fór svo í að reyna að aðstoða Elínu með því að lesa yfir B.A. ritgerðina hennar. Held ég hafi ekki gert mikinn skaða því að ég er aftur bókaður næsta kvöld, enda mikið verk að fara yfir.