Author Archives: Jóhannes Birgir

Æ æ æ æ æ

Hvað getur maður sagt um heiminn í dag annað en að hinar nýju myrku miðaldir sem ég tauta af og til um eru vissulega þegar hafnar.

Frá Ameríku berast þær vonandi jákvæðu fréttir að hæstiréttur sé að skoða hvort að viðbótin frá 1950 þar sem Guði var troðið inn í “Pledge of allegiance” sé brot á stjórnarskránni.

Þaðan koma líka þær fréttir að samkynhneigðir séu skotspónn enn og aftur:

is asking lawmakers to amend state law so the county can charge homosexuals with crimes against nature (src)

Brot gegn náttúrunni já!

Ísraelar gera svo venju fremur sitt besta til að hleypa öllu í bál og brand. Núna gerðu þeir eldflaugaárás á gamlan mann í hjólastól sem var vissulega herskár en svona fjöldaaftökur (alls dóu átta manns í árásinni að morgni til úti á götu) eru hrein geggjun, venju fremur heyrist ekki píp frá Dóra og Dabba.

Þeir pörupiltar hafa annars enn ekki svarað mér varðandi fyrirspurn mína um þau gögn sem þeir sáu réttlæta árásina í Írak.

Talandi um Írak þá er almenningur orðinn verulega þreyttur á að fá byssukjafta framan í sig hvar sem er og að lífið á götum úti sem og heima við sé verra en undir Saddam.

Botninn sláum við í þetta með því að rifja upp hræsni og fávisku ráðamanna vestan hafs í The Top Ten Conservative Idiots (No. 148).

Spennandi barbí

Þeim sem leiðist að gefa óspennandi barbídúkkur gætu fundið öðruvísi dúkkur hérna.

Nóg að gera, 30% ritgerð á fimmtudag, 3% heimadæmi föstudag, 13% forritunarverkefni á mánudag eftir viku, 40% forritunarverkefni á þriðjudaginn eftir viku.

Svo þarf víst að ná að lesa allt líka.

Árshátíð, górillan laus, prinsinn og prinsinn

Í gær var árshátíð Hlíðaskóla haldin í Akoges-salnum í Sóltúni. Aldrei vitað af þessum sal áður en hann virðist fínn. Upphitunardjammið var fínt, maturinn góður, skemmtiatriðin sniðug og fínir sessunautar. Hitti meira að segja fyrrum skólafélaga úr MK, minni hennar mínu fremra reyndar, sem og kunningja sameiginlegra kunningja úr Vesturbænum (Kópavogi… ekki Reykjavík).

Diskótekið Dísa var reyndar að spila tónlist sem er LANGT frá því að vera á mínu þó breiða áhugasviði í tónlistinni. Danssporin urðu ekki eins mörg og upphaflega var planað því miður. Eldra fólkið virtist þó vera til í tuskið enda tónlistin keimlík þeirri sem maður heyrði fyrir margt löngu, dansleikjum í 12 ára bekk og svona.

Hvað myndir þú gera ef að 170 kg górilluapi væri búinn að stinga 3 ára barninu þínu í kjaftinn á sér? Úff.

Foreldrar í Ameríkunni eru nú hneykslaðir á bókum fyrir 6 ára sem sýna að ekkert sé athugavert við samkynhneigð. Þar velur prinsinn sér annan prins en ekki eina af fjölmörgum prinsessum sem í boði voru.

Brotabrot

MR tapaði í gær. Árið 1994 og 1995 keppti ég í Gettu betur, það hafði verið draumur minn frá barnsaldri að vinna keppnina. Það fór nú ekki svo, hef rakið þessa sögu áður.

Maður sem ætlaði að fremja sjálfsmorð með því að negla sjálfan sig á kross verður líklega ekki ákærður. Hann hringdi í neyðarlínuna þegar hann fattaði að eftir að hafa neglt aðra hendina vantaði hann þá þriðju til að negla hina.

CSI-aðdáendur geta glaðst því enn ein útgáfan er á leiðinni, CSI: New York og mun Gary Sinise vera þar aðal.

Nú eru hægrimenn búnir að fatta að John Kerry ber víst mikla ábyrgð á hryðjuverkunum 11. september. Þeir eru alveg magnaðir í þessu.

Hugbúnaðargerð er ennþá mjög léleg og lang mestur hugbúnaður er hundlélegur. Ekki nýjar fréttir og ekki líklegt að þetta breytist í bráð. Takmarkanir stýrikerfa, forritunarmála og hugbúnaðs annara mun alltaf takmarka hvaða snilld svo sem fólk reynir að koma með.

Bullið um spænsku kosningarnar

Ég held að það væri hollt fyrir fólk eins og Davíð Guðjónsson sem skrifar greinar þar sem þeir segja að al-Qaeda hafi unnið spænsku kosningarnar að lesa greinar frá alvöru mönnum sem vita um hvað þeir tala. Prófessor Juan Cole rekur hér ítarlega hvílíkt bull þess lags “röksemdafærslur” eru. Eitt lítið dæmi:

There is no evidence at all that the Spanish public desires the new Socialist government to pull back from a counter-insurgency effort against al-Qaeda. The evidence is only that they became convinced that the war on Iraq had detracted from that effort rather than contributing to it. This is not a cowardly conclusion and it is not a victory for al-Qaeda. (src)

Ég mun kjósa gegn Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki í næstu kosningum, ekki vegna þess að ég er hræddur um hryðjuverk hér á landi heldur vegna þess að þeir hafa logið að okkur, neitað að gefa upp þau gögn sem þeir segja hafa farið eftir og að auki gert Ísland að árasaraðila í fyrsta sinn í sögunni.

Þess vegna eiga þeir ekki skilið að fá atkvæði okkar, vegna þeirra eigin gjörða sem eru keimlíkar gjörðum Aznars, Berlusconis, Blairs og Bush.

Annars styðja al-Qaeda menn víst Bush í kosningunum fyrir vestan þar sem að “not possible to find a leader more foolish than you (Bush), who deals with matters by force rather than with wisdom.”

Nota bæði heilahvelin

Eitt sem ég hef áhyggjur af er hversu margir verkfræðingar, tölvunarfræðingar og fólk úr svipuðum greinum er oft alveg fast í öðru heilahvelinu.

Þess vegna eru hlutir eins og þessi listaverkakeppni af hinu góða. Þarna þarf að nota bæði heilahvelin og myndirnar eru margar gullfallegar.

Verslaði í dag tvær skyrtur, ætti að vera fínn á árshátíðinni.

Tvíburasystir Jarðar?

Eftir að menn fundu 10. plánetu sólkerfisins (og skírðu Sedna) núna um daginn eru þvílíkar vangaveltur í gangi. Þegar maður les grein eins og þessa þar sem spöglerað er í því hvort að pláneta á stærð við Jörðina sé kannski enn utar í sólkerfinu þá áttar maður sig á því hve ofsalega geimurinn er stór og að við vitum akkúrat voða lítið um hluti sem eru á nefbroddinum á okkur á skala alheimsins.

Klámyrði og skráadreifing

Þetta er nú kannski ekki eins gróf færsla og titillinn gefur til kynna.

Var bent á þennan gjöranda sem býr til af handahófi slangur yfir sjálfsfróun. Nytsamlegt fyrir klámhöfunda býst ég við sem og unglingsstráka.

Rakst svo á áhugaverða hugmynd á Wired um að nota RSS og BitTorrent til að vera viss um að fá alltaf nýjustu skrárnar til sín. Þá gæti ég til dæmis búið til fleiri myndbönd, sett upplýsingar um þau nýjustu í RSS skrá og þá nær tölva einhvers félaga míns sjálfkrafa í þau án þess að hann þurfi að smella á takka. Svo þegar hann sest næst við tölvuna hafa skrárnar bara dúkkað upp í möppu hjá honum án fyrirhafnar hans.

Soldið spennandi.

Geimtölva, sígarettutíðindi og mögnuð lest

Vááááá. Þegar ég vinn í lottó og greiði upp lán og það allt og á pening afgangs fæ ég mér svona vél.

Tíðindi fyrir reykingamenn, sígarettur auka stress:

That means smokers are deficient in serotonin and therefore less able to cope with the everyday pressures of life, suffering high levels of stress. (nánar hér)

Sá á vef Popular Science merkilega grein um mögnuð mannvirki á teikniborðinu, ótrúlegust fannst mér þó lestin sem á að fara milli Ameríku og Evrópu með viðkomu á Íslandi. Ekki veit ég hvort ég legði í svona ferðalag.

Yfirlit frétta

Flestir kannast við leikinn sem var gífurlega vinsæll á netinu þar sem Ógurlegur snjómaður sló mörgæs, á þessari síðu er að finna yfirlit yfir margvíslegar útgáfur leiksins, þar á meðal það nýjasta sem er splatter útgáfa. Held ég sleppi þeirri útgáfu.

Næst þegar þið farið á hamborgarabúllu, spáið í því hvort að starfsfólkið fari í bað á staðnum eins og þessir guttar gerðu. Afturhvarf til bernsku?

Nekt barna er viðkvæmt mál, listakona í Bretlandi stendur nú í ströngu vegna myndaraðar af dóttur sinni frá fæðingu til fimm ára aldurs.

Rússarnir eiga bágt með að dýrka ekki æðstu menn sína, hægt er víst að finna alls kyns myndir af Pútín hangandi á flestum stöðum þessa dagana.

Góðu tíðindin eru þau að búið er að nappa líklega einhverja verstu spammera Internetsins, þrír feðgar í Kanada eru nú í varðhaldi vegna þessa.

Göngutúrar eru góðir, þetta var færsla dagsins.