Author Archives: Jóhannes Birgir

Löggan týnir sprengiefnum í farþegavél

Four days after police planted explosives in a suitcase, nobody knows where they went.

Já, mér finnst þetta nú helvíti tæpt reyndar að opna tösku einhvers farþega og stinga alvöru sprengiefni þar í og treysta svo á að finna það sjálfur.

Þessi farþegi gæti lent í þvílíkum vandræðum ef þetta uppgötvast annar staðar, til dæmis í Ameríku.

Það sem er fáránlegast er auðvitað að gera þetta OG týna þessu svo!

Spyware? Hvað með það? Eða Castro?

Áhugaverð grein í Wired, Spyware on My Machine? So What?, þar sem greinir frá því að fólk sé farið að vera ónæmt fyrir hættum svona njósnaforrita og sé búið að gefa upp á bátinn einhverja von um friðhelgi einkalífsins á netinu. Ekki alveg nógu gott.

It’s like Castro said: They don’t really like patents. They like medicine. Cuba’s drug pipeline is most interesting for what it lacks: grand-slam moneymakers, cures for baldness or impotence or wrinkles. It’s all cancer therapies, AIDS medications, and vaccines against tropical diseases.

That’s probably why US and European scientists have a soft spot for their Cuban counterparts. Everywhere north of the Florida Keys, once-magical biotech has become just another expression of venture-driven capitalism. Leave it to the Cubans to make it revolutionary again.

Þetta er úr annari áhugaverðri grein á Wired, The Cuban Biotech Revolution, frábært framtak hjá Castro hvað svo sem um hann má segja.

Skaust

Skaust á Selfoss í dag til að pikka upp konuna. Hún er alltaf að ráfa eitthvað í burtu 😉

Tengill dagsins: Navy Probes New Iraq Photos.

Lyktarmesti osturinn

Svaðalegir strengir núna eftir þó þessi litlu átök í ræktinni.

Í Bretlandi er annars búið að krýna lyktarmesta ostinn, Winner of the world’s smelliest cheese is not to be sniffed at.

The mind of Mr Nehru

Gleymdi að minnast á það fyrir tveim vikum eða svo að ég gluggaði í bókina “THE MIND OF MR NEHRU. An Interview with R.K. Karanjia.”

Þarna var semsagt efni margra viðtala við hann skeytt saman í eina litla bók. Spyrillinn var greinilega mikill aðdáandi og spurði oft frekar mikilla já-spurninga en Nehru lét hann nú fá meira en það og það sem hann sagði var margt mjög fróðlegt og gáfulegt.

Það er nú ekki smámál að koma hundruðum milljóna manna á tækniöldina á örfáum áratugum.

Bókin virðist annars vera illfáanleg og ég fann ekki einu einustu síðu um hana nema þar sem hún var auglýst til sölu (fyrir um $8). Kannski maður haldi þessari fyrir safnið.

Í formið

Umhyggjusamir aðilar ákváðu að draga mig í ræktina í dag. Fyrsta sinn í líklega tvö ár held ég, árskortin hafa hingað til verið afskaplega vannýtt.

En nú er bara að gera alvöru úr þessu og komast í góða þyngd fyrir þrítugt!

Stardust

Kláraði í dag að lesa Stardust eftir Neil Gaiman. Mjög fín bók, gamaldags ævintýri í nýjum búningi fyrir fullorðna.

Alltaf merki um góða bók þegar maður óskar þess að hún væri lengri.

Spammarar teknir á krók?

Lycos hefur lagt til atlögu við ruslpóst með því að búa til skjáhvílu (screensaver) sem að veldur bandvíddarnotkun á vefjum þeirra sem auglýsa með ruslpósti. Ætlunin er að reyna að gera ásóknina það mikla að reikningar þeirra sem auglýstu verði himinháir þannig að þeir láti af þessu athæfi. Ekki alveg viss hversu vel mér líst á þessa aðferð en þessi ruslpóstur er auðvitað hrikalegur.

Smá pælingar um stafsetningu í ensku hjá The Scotsman.

Afmælin

Mamma og pabbi bættu við sig sitthvoru árinu í dag líkt og fyrri ár. Það gerist víst á afmælisdögum.

Litum við í kaffi á báðum stöðum og hittum eitthvað af fólki sem maður sér yfirleitt bara við svona tilefni.

Híróglífur

Af þessari síðu fann ég tengil á hvernig nafnið mitt (Johannes, ó-ið virkar ekki) væri á egypsku híróglífri.