Monthly Archives: March 2002

Uncategorized

Kaupsamningur

Andríkið kvartar undan reglugerðarflóðinu og vorkennir grey Bretunum. Mig minnir endilega að Bretar eigi sína fulltrúa á þessari samkundu sem útdeilir þessu, þeir eiga Evrópuþingmenn eins og það er kallað og eru kosnir af Bretum sjálfum, sem og fulltrúa í ýmsustu nefndum. Hvað reglugerðirnar sjálfar varðar þá hef ég ekki kynnt mér þær þannig að ég felli ekki dóma um þær, þó Andríki geri það, líklega án þess að hafa lesið þær sjálfir. Fílabeinsturninn er alltaf jafn gáfulegur staður til að útdeila visku sinni.

Í öðrum fréttum þá skrifuðum við undir kaupsamninginn í dag, og erum því að verða heimiliseigendur. Ég er reyndar mjög vondur vegna þessara stimpilgjalda… voru stimplarnir svona helvíti stórir í gamla daga að það kostaði morðfúlgu að fá embættismenn til að lyfta þeim upp, dýfa í blek og stimpla? Auðvitað er skattakerfið svo ekkert uppfært…

Uncategorized

eMMeFFCé

Undirritunin vegna íbúðarkaupanna okkar frestast fram á morgun vegna tímaleysis fasteignasalans (sem að ég mæli annars með).

Kvöldið er allt búið að fara í MFC forritun vegna skilaverkefnisins, þetta hefur gengið hægar en maður vildi, 2 línur töfðu mig um eina 4 tíma áður en lausnin fékkst frá kennara á þessu undarlega vandamáli sem ég lenti í. Sem betur fer erum við 4 í þessu verkefni þannig að það er glæta að við náum þessu á réttum tíma.

Ljósi punkturinn í þessari dvöl í skólanum var sá að þarna hitti ég gamla vopnabræður frá fyrsta ári, sem eru núna flestir að klára þriðja árið. Helgi, Njörður og Óli Helgi voru þarna við sína verkefnavinnu. Það var fín stemmning í þessum hópi þegar við byrjuðum, verst að maður helltist úr lestinni vegna anna utan skóla.

Áhugavert:

  • Breiðbandið stækkar, og ég sem er að fara að flytja og missa það þar með!
  • Uncategorized

    Tannlæknir

    Skrapp til tannlæknisins í dag, skömmu eftir að ég pantaði tíma í venjulega skoðun brotnaði svo upp úr tönn hjá mér þannig að þetta hentaði ágætlega. Svo fræddi hann mig um að ástæðan fyrir því að neðri endajaxlarnir eru eiginlega stopp, rétt farið að sjást í þá, er sú að efri endajaxlarnir sáu sér leik á borði og tóku allt plássið.

    Hægri endajaxlinn var svo frekur að hann er nú það sem er kallað “siginn”, hann sumsé er orðinn lengri en hinir jaxlarnir, auk þess sem neðri jaxlinn kemst ekkert að vegna frekjunnar. Áður en efri endajaxlarnir verða teknir ætla ég hins vegar að láta líta á kjálkann á mér, undanfarið hef ég þrisvar sinnum hrokkið úr lið við smá geispa, og oft þarf ég að láta smella í kjálkanum til að losna við smá þrýsting. Ástæðan fyrir þessu er sú að vinstra megin eru liðamótin eitthvað laus í sér, sem veldur skriði og veseni. Þarf að panta tíma á morgun hjá sérfræðingstannlækni vegna þessa.

    Á föstudaginn er svo ónæmislæknirinn. Alltaf að koma fleiri og fleiri líkamlegir gallar í ljós… kannski ég láti screena sæðið mitt áður en við förum að eignast barn svo að allir þessir gallar sem eru að hrjá mig erfist ekki.

    Fasteignasalinn hringdi svo í dag, allt tilbúið til undirskriftar, göngum í það á morgun, náði líka í skjölin vegna lífeyrissjóðslánsins til VR, þarf að láta þinglýsa því og þá er önnur greiðslan okkar komin í reiðufé. Þá er ég líka orðinn skuldugur maður í eiginlega fyrsta sinn. Spurning hversu mörg ár það verður…

    Uncategorized

    Mánudagur svo um munar

    Þvílíkur mánudagur í dag. Einföld javascript gáfu mér undarlegustu villur í smá tíma áður en villurnar hurfu án neinna breytinga á kóðanum. Venjuleg Lotusscript prentuðu ekkert út í einhvern tíma áður en ég bætti við einni línu sem að prentaði einfaldlega út í console því sem ég var að reyna að prenta út annars staðar, þá small allt í gang. Talsverður tími sem fór í svona vitleysu.

    Hvers vegna mánudagar eru öðruvísi dagar fyrir tölvubúnað jafnt og fólk átta ég mig ekki á…

    Áhugavert:

  • Reikni”meistara”deildin
  • Barónessa Thatcher orðin snargeðveik
  • Uncategorized

    Sjálfsræsing

    Ég á ekki til orð. Var búinn að slökkva á tölvunni fyrir 20 mínútum síðan, svo þar sem ég sit og horfi á sjónvarpið byrjar hún allt í einu að ræsa sig sjálfa upp?

    Dagurinn í dag fór annars í ASP dútlið, grunnkröfur hafa verið uppfylltar, núna er það Konna og Geira að smella útliti á þetta sem og að fínísera aðeins til. Næst: MFC

    Uncategorized

    ASP

    Ætlaði að vakna frekar snemma og læra áður en ég hitti hina drengina sem eru með mér í 25% verkefni í skólanum. Hins vegar var hrikalega erfitt að draga sig framúr, tókst ekki fyrr en um 10. Þá var það sturta, andlitsrakstur og hárklipping, svona til þess að gera mann sætan fyrir afmælið seinna um daginn.

    Þegar í skólann var komið mætti Konni ekki, lá heima slappur eftir fyllerí. Ég ætla að setja hann í áfengisstraff þangað til að við höfum skilað af okkur verkefninu. Geiri lét hins vegar sjá sig þó vel þunnur væri. Við fórum aðeins í gegnum ASPið í svona rúma tvo tíma áður en ég hélt heim á leið.

    Heima var mér skipað að skipta um föt til þess að vera sómasamlegur í afmæli Guðbjargar, systur Sigurrósar, sem að hélt upp á þrítugsafmælið sitt hérna heima (hún þjófstartaði afmælinu, enn nokkrir dagar í það) með kaffiboði.

    Kaffiboðið var ágætt, og eftir það var það bara að reyna að gera sem mest í þessu ASP dæmi, ætlum að rumpa því af áður en að MFC-hlutinn verður tæklaður.

    Uncategorized

    LAN #4

    Fjórða VIT-lanið var haldið í kvöld. Vorum á milli 8-10 leikmenn að spila frá klukkan 18.00 til 01.00. Spiluðum sumsé hálftíma lengur en síðast, og maður fann fyrir því hvað maður var orðinn þreyttur þá.

    Tveir nýir sem spiluðu með okkur og stóðu sig vonum framar. Annar átti reyndar augnablik kvöldsins, var einn eftir úr sínu liði (gegn einum andstæðingi) og var að reyna að bjarga gísli, tókst ekki betur til við að hitta á “E”-takkann (sem að fær gíslinn til þess að fylgja manni) en svo að hann byrjaði á því að endurhlaða (“R”), tók því næst upp vasaljósið (“F”), henti frá sér byssunni (“G”) og stóð þá uppi vopnaður hnífi. Andstæðingur hans hafði nú runnið á lætin og byrjaði að skjóta á drenginn, sem að panikkaði nú svo að hnífurinn hófst á loft og hann stakk aumingja gíslinn til bana með nokkrum vel útilátnum stungum áður en andstæðingurinn gerði út af við hann. Óborganlegt að sjá þetta og aldrei verið jafn mikið hlegið á LANi hjá okkur held ég.

    Áhugavert:

  • The 101 Dumbest Moments in Business
  • Uncategorized

    Stafræn yfirfærsla

    Dreif mig loksins í það í gærkveldi að grafa upp snúru sem fylgdi með gömlu vélinni 1996. Hún kom sumsé með tveim hljóðkortum og snúru á milli. Núna er segulbandstæki ofan á fartölvunni (snúran er stutt) og ég er að taka upp á tölvuna efni af gömlum kasettum (sem eru orðnar margar mjög lúnar). Þá get ég ýmist brennt það á geisladiska eða gert að mp3-ur (og brennt þá).

    Margar minningar sem nú er verið að bjarga frá glötun. Næsta skref er að tengjast plötuspilara (þeir eru víst orðnir fáir eftir).

    Áhugavert:

  • Svöl vél
  • Uncategorized

    Ajax

    Mogginn í dag fræddi okkur um það að hernaðaraðgerðir Ísraela væru þær mestu í 20 ár, eða síðan að þeir háðu síðast stríð. Það eru farin að heyrast mjáróma píp frá ýmsum aðilum um að þetta sé kannski orðið svolítið gróft, en ennþá sé ég engar aðgerðir gegn vitfirrtri stjórn Ísraelsríkis. Allir horfa á Bandaríkin og bíða eftir tákni þaðan. Aumingjar allir saman.

    Eitt sem að alltaf má treysta á þegar að heimurinn er í skít upp fyrir haus, það er tónlistin í safninu mínu. Í dag er það Ajax (gömul tækniklassík) sem að hefur róað huga minn á meðan að ég smíða fyrirspurnir og töflur í Access (tenging við Oracle gengur illa í skólanum) og kóða í VBScript fyrir þetta blessaða 25% verkefni.

    Áhugavert:

  • Cardboard cards stop Russians drinking
  • Uncategorized

    Rassasleikjur og hryðjuverkamenn

    Hrikaleg forsíða Morgunblaðsins í dag. Bush “leiðtogi heimsins” umkringdur tindátum með fána, og kveður uppi dómsdag yfir hryðjuverkamönnum. Eins og við munum þá eru hryðjuverkamenn allir þeir sem ekki sleikja afturendann á Bandaríkjamönnum (either with us or against us). Blair er sá maður í heimi sem er í minnstri hættu með að vera stimplaður hryðjuverkamaður, meiri rassasleikja finnst ekki í alþjóðastjórnmálum. Reyndar dettur mér einn fræðimaður við Háskóla Íslands í hug… en best að hafa sem fæst orð um það.