LAN #4

Fjórða VIT-lanið var haldið í kvöld. Vorum á milli 8-10 leikmenn að spila frá klukkan 18.00 til 01.00. Spiluðum sumsé hálftíma lengur en síðast, og maður fann fyrir því hvað maður var orðinn þreyttur þá.

Tveir nýir sem spiluðu með okkur og stóðu sig vonum framar. Annar átti reyndar augnablik kvöldsins, var einn eftir úr sínu liði (gegn einum andstæðingi) og var að reyna að bjarga gísli, tókst ekki betur til við að hitta á “E”-takkann (sem að fær gíslinn til þess að fylgja manni) en svo að hann byrjaði á því að endurhlaða (“R”), tók því næst upp vasaljósið (“F”), henti frá sér byssunni (“G”) og stóð þá uppi vopnaður hnífi. Andstæðingur hans hafði nú runnið á lætin og byrjaði að skjóta á drenginn, sem að panikkaði nú svo að hnífurinn hófst á loft og hann stakk aumingja gíslinn til bana með nokkrum vel útilátnum stungum áður en andstæðingurinn gerði út af við hann. Óborganlegt að sjá þetta og aldrei verið jafn mikið hlegið á LANi hjá okkur held ég.

Áhugavert:

  • The 101 Dumbest Moments in Business
  • Comments are closed.