Monthly Archives: January 2005

Uncategorized

Ólympíuleikar klám?

Bandaríkjamenn slaga hátt upp í 300 milljónir og eru að auki enn margir í greipum púrítana sem voru hraktir frá Evrópu fyrir margt löngu. Því er svo sem varla hægt að undrast það þó að þar sé að finna fólk sem kvartar undan klámi á setningarhátíð Ólympíuleikanna.

Spurning hvenær Reuters kippir fréttinni af vefnum og læt því texta hennar fylgja hér með:

ATHENS (Reuters) – A clutch of complaints by U.S. viewers that the Athens Olympics opening ceremony featured lewd nudity has incensed the Games chief, who warned American regulators to back off from policing ancient Greek culture.

Gianna Angelopoulos warned the Federal Communications Commission watchdog, sensitive after a deluge of outrage when singer Janet Jackson’s breast was exposed at a Super Bowl game, not to punish NBC television that aired the Games.

Male nudity, a woman’s breast and simulated sex were the subjects of shrill complaints about the opening ceremony on August 13 which were posted by the FCC on its Web site.

“Far from being indecent, the opening ceremonies were beautiful, enlightening, uplifting and enjoyable,” Angelopoulos wrote in a weekend commentary in the Los Angeles Times titled “Since When is Greece’s Culture Obscene?”

“Greece does not wish to be drawn into an American culture war. Yet that is exactly what is happening,” she said.

Complaints focused on a parade of actors portraying naked statues. Among them were the Satyr and the nude Kouros male statues, both emblems of ancient Greece’s golden age.

Created by modern Greek dancer Dimitris Papaioannou and broadcast in the United States by NBC, the opening ceremony was credited with giving the Games a vitally successful start.

HISTORY OF EROS

“We also showed a couple enjoying their love of the Greek sea and each other. And we told the history of Eros, the god of love. Turning love, yearning and desire into a deity is an important part of our contribution to civilisation,” Angelopoulos said.

The FCC, whose authority only extends to U.S. media, has said it is looking into complaints, nine of which were listed on its Web site, but it was not clear whether a formal investigation would be launched.

Angelopoulos, who said the handful of U.S. complaints were dwarfed by the 3.9 billion people who watched the ceremony, had a blunt message.

“As Americans surely are aware, there is great hostility in the world today to cultural domination in which a single value system created elsewhere diminishes and degrades local cultures,” she said in her commentary.

“In this context, it is astonishingly unwise for an agency of the U.S. government to engage in an investigation that could label a presentation of the Greek origins of civilisation as unfit for television viewing.”

An FCC spokesman was not immediately available for comment on Monday, which is a public holiday in America.

Með fylgdu þessar myndir: 1, 2 og 3.

Uncategorized

Top Secret!

Það er svo að mín unga unnusta kynntist ekki því sama og maður gerði á sínum tíma. Árin fjögur sem skilja á milli skipta máli.

Því var það svo að í kvöld kynnti ég Sigurrós fyrir einni af mínum uppáhaldsmyndum fyrir tuttugu árum eða svo, Top Secret!.

Það er auðvitað ekki alveg eins að sjá hana fyrst núna eða að sjá hana með nostalgískum augum.

Uncategorized

Kasparov vs Pútín og Abu Ghraib

Kasparov berst nú ötullega gegn Pútín, hann er ekki sá eini sem hefur áhyggjur af einræðislegum (les: fasískum) aðgerðum hans heima fyrir (og það er ekki eins og að við séum alls ókunn þess háttar aðgerðum hér heima).

Iraqi detainees who were stacked naked on top of each other in a now infamous Baghdad jail were no worse off than performing cheerleaders, a US court heard yesterday.

Já, smá pyntingar og niðurlæging og svona, þetta er bara allt í gamni gert ha?

Uncategorized

1242 og stopp, mannanöfn

Mannanafnanefnd samþykkti 60 ný nöfn á síðasta ári en hafnaði rúmlega 20. Mun algengara er að nöfn séu samþykkt en að
þeim sé hafnað.

Kvenmannsnöfn sem samþykkt voru voru m.a. Aurora, Kirsten, Maj, Natalie, Nicole, Susan og Tanya. Karlmannsnöfnin voru Christian, Cýrus, Ebenezer, Patrick, Snævarr og Zophonías.

Karlmannsnöfnin sem hlutu náð fyrir augum nefndarinnar eru m.a.: Adel,
Aðalbert, Atlas, Bambi, Díómedes, Elvin, Fúsi, Gaui, Grímnir, Jónar,
Kakali, Mattías, Nóvember, Orfeus, Sigur, Skuggi, Svörfuður, Tindar, Váli, Vilbjörn, Vígmar og Ylur.
(Textavarp.is)

Veistu, mig langar að vita hvaða fasistar hanga ennþá í því að það sé þeirra að ákveða hvað fólk kallar sig og börn sín!

Mig grunar sterklega að þeir heiti til dæmis þingmenn.

Annars þá er það helst í fréttum að eftir 1242 daga þar sem færsla hefur birst á hverjum degi hjá mér, þá lauk þeirri hrinu með þriggja daga hléi fyrir þessa færslu. 1242 dagar eru annars tæplega þrjú og hálft ár. Ekki amaleg hrina en hlaut að enda einhver tímann.

Uncategorized

Ísl-enska

Í gegnum hvar.is raks ég á forn-enska textann THE ORIGINAL CHRONICLE OF ANDREW OF WYNTOUN, mjög áhugavert fyrir okkur sem erum ekki menntuð í málvísindum að skoða hvernig enskan leit út á þessum tíma, rétt um 1400 eftir Krist. Skemmtileg ísl-enska.

Uncategorized

Pílukast í stærðfræðikennslu

Það var eins og við höfum komist að sjálfir í vinnunni. Pílukast skerpir á stærðfræðikunnáttunni: Darts players ‘amazing at maths’. Vorum ekkert smá ryðgaðir fyrst að reikna út einfaldar summur og margfeldi en svo komst þetta í gang.

Í lokin er hérna svo tengill á dansandi vélmenni. Af því bara.

Uncategorized

The Incredibles

Kíktum í kvöld á The Incredibles. Fínasta teiknimynd sem er með góðri fullorðins undiröldu sem að krakkarnir taka ekki eftir.

Reyndar stóð þetta tæpt á tímabili þegar við komumst að því að vikugömul mynd var komin í kjallaraholuna í Háskólabíói, sem betur fer náðum við í tæka tíð til að sjá myndina í almennilegum sal í Mjóddinni.

Þessi fáránlega tilhögun kvikmyndahúsanna, að sýna sömu myndina í öllum sölum og skipta henni út eftir viku, gerir líkurnar á því að ég fari í bíó enn minni en ella.

Uncategorized

Banda Aceh og framtíðarsýnir fyrri tíma

Þessar myndir frá Banda Aceh (sem varð einna verst úti í flóðbylgjunni ógurlegu) sem sýna fyrir og eftir atburðinn gera manni ljóst hvers konar ógnarafl fór þarna um og hversu lítið stendur eftir. Fleiri álíka svakalegar myndir að finna á þessari síðu.

Las í dag Gateway eftir Frederik Pohl. Síðasta bókin í jólalesningu minni úr bókaflokknum Millenium SF Masterworks.

Bækurnar sem ég las að þessu sinni voru með margar sameiginlegar pælingar, offjölgun mannkyns, fæðuskortur og hvernig heilsuþjónusta er orðin einungis fyrir hina efnuðu.

Framtíðarsýn sem sífellt færist nær raunveruleikanum.

Uncategorized

Lord of Light

Litum í dag á litlu jólin hjá föðurfjölskyldunni.

Las svo í dag Lord of Light eftir Roger Zelazny. Mjög svo öðruvísi skáldsaga sem gerist í fjarlægri framtíð þar sem fyrstu landnemarnir á nýrri plánetu hafa náð að koma sér í guða tölu og sækja þar í rann indverskra trúarbragða.

Uncategorized

Lesefni á nýju ári

Þá fann maður loks skýringuna á því af hverju setningin “The quick brown fox jumps over the lazy dog” er alltaf í leturgerðadæmum. Ígildi setningarinnar “Salvör grét af því að úlpan var ónýt”, reyndar þyrfti að bæta smá við í hana þar sem hún var smíðuð til að innihalda alla séríslenska stafi.

BitTorrent er búið að heltaka Internetið, smá spjall við höfund þess í Wired.

Hamfarirnar við Indlandshaf voru grimmar, þessi maður missti 72 ættingja á einu bretti.