Monthly Archives: March 2003

Uncategorized

Sveiattans

Loksins kom eitthvað bitastætt í Survivor, 2 stúlkur fóru úr bolunum og girtu niðrum sig fyrir hnetusmjör og súkkulaðikex, og haldiði ekki að Kanarnir hafi blurrað allt nema axlirnar! Sveiattan.

Fór í próf í dag, held að það hafi gengið þokkalega.

Uncategorized

Miðaldir hinar seinni

Jújú.. það sem ég hef tautað undanfarna mánuði um að við upplifum nú nýjar miðaldir er sífellt að verða greinilegra.

Hermenn fá sendar bækur með bænum sem þeir eiga að fara með og eiga að biðja fyrir forseta sínum. Hinum megin víglínunnar biðja menn fyrir sínum forseta. Sonur prédikarans Billy Graham er í startholunum, tilbúinn að mæta með herskara kristniboða til Írak til að frelsa grey múslimina. Frakkar eru orðnir tákn hins illa af því að þeir fara ekki eftir því sem páfinn… afsakið.. forseti Bandaríkjanna segir. Páfinn er á móti stríðinu, kaþólska kirkjan aðeins að linast greinilega frá fyrri tíð.

Í Bandaríkjunum skrifar svo lítill strákur reglulega pistla þar sem hann segir frá hættulegum árásum frjálslyndra á amerísku fjölskylduna og að Frakkar séu “Such a morally repugnant and arrogant nation should be no friend of the United States.” (src). Verðandi forseti Bandaríkjanna?

Blöðin vestra hafa verið dugleg að kippa þeim burtu sem skrifa greinar gegn innrásinni, þetta er ekkert til að undrast þar sem að Bandaríkin hafa nú ekki verið þekkt sem lýðræðislegasta ríki heims hingað til, þó þau geri tilkall til þess titils.

The United States is far behind other Western countries, such as, Canada, Norway, Iceland, and France when it comes to press freedom
src

Örlítið léttari mál, sorpritið The Sun, sem er nota bene ákafur stuðningsaðili innrásarinnar, er með stuttfréttir á vefnum og í dag mátti lesa þar:

A FIRM in Southport, Merseyside, is supplying a plastic ice rink to Reykjavik, Iceland. Boss Bill Thorpe said: “It’s like sending coals to Newcastle.”

Þess má geta að Newcastle er mesti kolanámubær Bretlands.

Uncategorized

Áfram Færeyjar!

Í dag gafst manni enn einu sinni kostur á að fylgjast með tölvuleik í beinni. Þetta átti nú að heita landsleikur Skotlands og Íslands í knattspyrnu en eins og Atli hefur sýnt og sannað þá er hann að prufa sig áfram með hluti sem hann skilur alls ekki. Championship Manager 4 var að koma út núna og ég er tilbúinn til þess að kaupa handa honum eitt eintak gegn því að hann segi af sér sem landsliðsþjálfari. Hann er víst nokkuð góður að peppa menn upp og það sést stundum í byrjun seinni hálfleiks þegar hann hefur fengið að lesa yfir mönnum yfir hvað þeir áttu vondan fyrri hálfleik.

Það hvarflar ekki að honum að hann ber sökina á þessum hræðilegu leikjum sem Íslendingar hafa sýnt. Menn spila í bandvitlausum stöðum miðað við hvað þeir gera vikulega í leikjum og daglega á æfingum og svo er það auðvitað gullmolinn hans Atla. Að bakka með allt liðið, nema Eið Smára, fyrstu 30 mínútur hvers leiks til að þreyta andstæðingana og gera þá pirraða þegar þeim tekst ekki að skora.

Hingað til hefur voðalega lítið reynt á þetta þar sem öll alvörulið sem við höfum mætt hafa auðvitað tekið því fegins hendi að fá að liggja í sókn og skora snemma.

Ég nenni ekki að eyða fleiri orðum í Atla. Líklega fínn náungi en hann er bara ekki með það sem þarf sem stendur. Þjálfari sem er ekki með taktík á hreinu og stillir ekki upp í leikkerfi sem allir þekkja fyrr en fimm mínútur eru til leiksloka er ekki mikill þjálfari. Að sjálfsögðu eyði ég engum orðum í þulina sem míga í sig af spennu þegar að Ísland kemst að vítateig andstæðinganna, nokkuð sem á að vera eðlilegur hlutur en ekki sjaldgæfur eins og raunin er.

Ég held með Færeyingum í riðlakeppninni núna, það er útséð með að Ísland komist neitt með Atla við stýrið.

Í kvöld er matarboð hjá mömmu og Tedda. Líklega eitthvað gott í gogginn þar.

Uncategorized

Léttleikinn

Þar sem í dag var síðasti skóladagurinn og að auki föstudagur er ekki verra að létta sér aðeins upp. Pirringurinn yfir Írak, Kárahnjúkum og firringarstjórninni er vissulega til staðar en stundum verður að leiða það hjá sér.

Non Sequitur er skemmtilegt í dag.

Þeir sem eru leiðir á ruslpósti geta lesið um raunir þeirra sem að gera sitt besta til að minnka flauminn.

Áhugaverð tíðindi af heilsumálum, pattaralegum börnum er mun hættara við sykursýki en þeim sem eru minni um sig, þetta getur gjörbreytt núverandi ungbarnavísdómi þar sem áhersla er lögð á að hafa börnin mikil um sig fyrstu árin.

Uncategorized

Einkavinavæðingin

Á meðan að þeir efnamestu í þessu þjóðfélagi vilja einkavæða allt sem er í höndum ríkisins fáum við hvað eftir annað fréttir frá Ameríku, þar sem þegar er búið að einkavæða allt, af því hvernig græðgi þessara einkafyrirtækja veldur öðrum fyrirtækjum og almennum borgurum tjóni.

Greedy companies held California hostage through illegal manipulation. (src)

Það er margt sem ríkið á ekki að vasast í vissulega. En nokkrar grundvallarþjónustur verða að vera í höndum fólks sem að hægt er að treysta og svarar til saka gagnvart lýðræðislega kjörnum stjórvöldum. Lausnin á lélegri stjórnun ríkisfyrirtækja er sú að fá hæfa stjórnendur og greiða þeim mannsæmandi laun, ekki afdankaða flokksliða sem hafa ekkert betra gert en að vera vilhollir ráðandi öflum og ganga svo út með milljónir fyrir að gera ekki vinnuna sína.

Minnir endilega að Norðmenn séu einmitt í miklum vanda eftir einkavæðingu orkufyrirtækja. Vanda sem ekki var til fyrir einkavæðingu.

Innrásin í Írak stendur enn yfir, draumur minn að þetta gengi yfir á þremur klukkutímum talsvert fjarri marki. Ein vika komin og líklega annað eins eftir. Ekkert fréttist frá aðalbloggara Bagdad og heimurinn heldur í sér andanum.

Á CNN er svo að finna frétt sem greinir frá því að ár er síðan að Bush sagði að þeir ætluðu að kippa Saddam Hussein burtu. Þegar meira að segja CNN, sem hafa verið mjög leiðitamir forsetanum, segir frá svona hlýtur það að benda til þess að þetta eigi við rök að styðjast.

Annars var að berast sú frétt að Richard Perle, formaður nefndar sem að ráðleggur Donald Rumsfeld (varnarmálaráðherra BNA), hafi sagt af sér. Hann er einmitt einn helsti talsmaður New American Century sem vilja að Bandaríkin hagi sér eins og Rómarveldi og leggi heiminn undir sig.

Uncategorized

Frelsið í dag

Áhugavert er að fylgjast með Magnúsi í Afganistan en hann er þar staddur við uppbyggingarstarf. Ég væri til í að leggja mitt af mörkum en tölvuþekking mín er kannski ekki alveg það sem þarf þessa dagana þarna fyrir austan.

Á meðan slátrarar Bandaríkjamanna og Breta “frelsa” írösku þjóðina frá sjálfri sér er verið að taka fyrir mál samkynhneigðra í Texas en þar er BANNAÐ að eiga mök við aðila af sama kyni, hvort sem er í heimahúsi eður ei.

Það brýtur víst ekki í bága við þessa heilögu stjórnarskrá Bandaríkjanna að gera samkynhneigt kynlíf (ekki samkynhneigð, bara kynlífið sko… ) ólöglegt og handtaka fólk fyrir það á þeirra eigin heimilum.

Ég sá einmitt síðustu mínútuna af ræðu sem Bush hélt í dag á meðal hermanna, þar sagði hann frómlega frá því að frelsi væri ekki gjöf Bandaríkjanna til heimsins, heldur gjöf til mannkyns frá guði.

Ég ældi í huga mínum.

Bandaríkin eru “Land hinna frjálsu”, nema þú sért samkynhneigður, fátækur nú eða styður ekki ríkisstjórnina 100%. Þá ertu and-amerískur réttdræpur andskoti.

Sjónvarpsstöðin Al-Jazeera virðist vera vonarglæta í Arabaheiminum, hún pirrar bæði Ísraelsmenn, Bandaríkjamenn, Sádi-Araba og aðrar fúlmennskustjórnir og er því greinilega að gera eitthvað af viti. Kauphöllin í New York hefur hins vegar hent fréttamönnum hennar út, segir að það sé ekki lengur pláss fyrir þá. Einnig hafa tölvuþrjótar herjað á vefsetur stöðvarinnar og tekið þau niður auk þess sem hýsingaraðili enska hluta Al-Jaazera hefur sagt þeim upp, Bandaríkjamenn vilja ekki hýsa fjölmiðil sem dregur ekki taum Bandaríkjanna í einu og öllu og sýnir þá jafnvel í slæmu ljósi!

Þetta er frelsið í dag gott fólk. Frelsið til að hugsa eins og George W. Bush og Davíð Oddsson eða deyja smánardauða ella, hvort sem af völdum veikinda, fátæktar eða sprengikúlu.

Uncategorized

Vissulega

Vissulega er það misfátæklegt sem ég rita hér. Það lítur út fyrir að ég muni skera mig úr hópi margra annara og minnka efnið sem hér birtist á meðan að á prófum stendur. Almenna reglan virðist víst vera sú að færslutíðni aukist, mér tekst oftast að vera á skjön við almennu regluna.

Það var ströng törn tekin í kvöld í lærdómshópi. Þær eru nokkrar tarnirnar eftir.

Unnur skrifaði fína færslu í dag, ég skil reyndar ekki titilinn alveg.

Vissulega gáfu Earthling út snilldardisk sem var og er í miklu uppáhaldi hjá mér. Lagið Nefisa náði reyndar nokkurri útvarpsspilun á sínum tíma á X-inu (þegar það var besta útvarpsstöð sem uppi hefur verið á Íslandi). Hljómsveitin gaf aðeins út þetta eina meistaraverk áður en liðsmenn héldu á aðrar brautir.

Bush var að fara fram á aukafjárveitingu vegna stríðsins. Hann gerir það auðvitað EFTIR að hann fer í stríðið… þá er jú mun erfiðara að segja nei. Þessi skopmynd lýsir líklega líðan þeirra skattborgara sem nú eru beðnir um 6.000 milljarða króna. Þessi skopmynd er líka nokkuð góð.

P.S. Unnur kom með þýðinguna, Íslands hagsældar kex = Íslands farsældar Frón. Ég held að vinstra heilahvelið einoki mig þessa dagana, formúlur og útreikningar hafa slökkt að mestu á hægra heilahvelinu.

Uncategorized

Lesefni

Ekki vantar fróðlegt lesefni um stríðið í Írak sem er ekki framleitt af CIA … afsakið þetta heitir víst CNN.

The Agonist
Syria: U.S. Missile Hits Passenger Bus
Nokkuð góð skopmynd
Frontline:The Long Road To War

Uncategorized

Visitasía

Formúlan er að rokka feitt þessa dagana, í morgun unnu mínir menn hjá McLaren aftur sigur og nú var það Häkkinen yngri, hann Kimi Räikkönen, sem tók flaggið (eins og er víst sagt í formúlunni). Ég vaknaði rétt fyrir sjö en ákvað að ég væri of þreyttur til að drösla mér fram og missti því af því að sjá Michael Schumacher enda í sjötta sæti.

Miklu betri formúla í ár en í fyrra, fleiri lið í baráttunni.

Í dag fórum við svo í visitasíu til Selfoss þar sem við samfögnuðum mæðgunum Guðbjörgu og Karlottu en þær héldu upp á afmælin sín. Það eru nokkrir mánuðir síðan ég hitti fólkið hennar Sigurrósar og því ekki vanþörf á að sýna smettið svo maður gleymist ekki.

Uncategorized

Eldmessa frá Firringarlandi

Björn Bjarnason er að ég held örugglega eini þingframbjóðandinn sem fékk að halda sessi sínum sem reglulegur pistlahöfundur á Morgunblaðinu. Ellert B. Schram fór í framboð fyrir Samfylkinguna og var að sjálfsögðu beðinn um að láta af greinaskrifum.

Lesning á pistlum Björns er oft þungbær, mér finnst erfitt að sjá það að maður sem var ráðherra og er í dag þingmaður og borgarfulltrúi skuli hafa þvílíkan þankagang. Það er eins og maðurinn sé sex ára og sjái stríð fyrir sér sem tindátaleik. Í dag greinir hann frá “nýrri” hernaðarstefnu sem er komin frá Washington D.C. og nefnist “pre-emptive”, sumsé að ráðast á óvininn áður en hann ræðst á þig. Björn á í vanda með að finna íslenskt heiti yfir þetta en það er auðvelt að leysa. Þetta heitir einfaldlega innrás. Ekki ýkja flókið.

Það er svo annað mál að mér finnst það ekki vera verjandi að vera bæði borgarfulltrúi og þingmaður. Þeir eru því miður nokkuð margir þingmennirnir úr öllum flokkum sem eru borgar- eða bæjarfulltrúar eða sveitastjórnarmenn.

Bandarísk stjórnvöld eru hins vegar þessa dagana að stunda mikinn blekkingarleik og snúa öllum skilgreiningum á haus, þeir varpa sprengjum en samt er stríðið ekki hafið, þeir gera innrás til að vernda þjóð sem býr hinum megin á hnettinum, þeir myrða óbreytta borgara til að frelsa þá undan oki, þeir auka öryggi eigin landsmanna með því að fylgjast með því hvað þeir lesa á bókasöfnum og á internetinu og lesa einnig tölvupóst þeirra. Það er kannski ekki við öðru að búast frá ríkisstjórn sem hlaut færri atkvæði en andstæðingarnir á landsvísu en hagnaðist af aldagömlu og úreltu kerfi þar sem fjöldi atkvæða skiptir ekki máli heldur skipting þeirra. Annað hvort færðu alla fulltrúa eins ríkis eða engan. Land lýðræðisins gefur nefnilega lítið fyrir lýðræðið.

Morgunblaðið vitnar líka í The Times en þar er sagt frá því með miklum hneykslunartón að andstæðingar stríðsins sýni andstæðingum sínum ekki tilhlýðilega virðingu. Þeir skilja eftir fötur af kúaskít fyrir framan heimili stríðsglaðra þingmanna! Það sjá allir að það er argasta móðgun og gífurlega meiðandi fyrir virðingu þessara vammlausu þingmanna!

Það eru undarleg geðlyfin sem The Times útbýtir á morgnana til starfsmanna sinna fyrst að kúaskítur í fötu er alvarleg aðför að blóðþyrstum þingmönnum en stríð í Írak og fall óbreyttra borgara er eðlilegur hlutur.

Morgunblaðið vitnar auðvitað ekki í þau stórblöð Bretlands sem eru á móti stríðinu, það samræmist ekki ímyndinni sem á að gefa af sameinuðu Bretlandi. Morgunblaðið bætir svo um betur og segir að mörg rök séu fyrir því að forseti Íslands heimsæki ekki önnur ríki á “tímum sem þessum”. Við eigum víst að slíta sambandi okkar við öll önnur ríki þar til að búið er að tæta Írak aftur um 100 ár. Ég sé reyndar ekki ein einustu rök en ég er líka ekki að bryðja þessar pillur sem Morgunblaðsmenn hljóta að vera á.

Halldór Ásgrímsson segir svo að stríðsyfirlýsing Íslands gegn Írak í líki stuðningsyfirlýsingar við Bandaríkin sé smámál þar sem það skuldbindi ekki Alþingi til neins. Það er víst á hverjum degi sem Íslendingar lýsa yfir stríði gegn öðrum þjóðum.

Firring firring firring firring firring. Talað verður um Viðreisnarstjórnina áfram en þessi ríkisstjórn fer í sögubækurnar sem Firringarstjórnin. Af nógu er að taka og eru stríðsbröltið bara enn ein firringin sem ráðamenn vaða um í.

Rakst á þetta í dag:

The rule is, that all that was, is, and will be until the end of time is included in the Five Books of Moses…and not merely in a general sense, but including the details of every species and of each person individually, and the most minute details of everything that happened to him from the day of his birth until his death; likewise of every kind of animal and beast and living thing that exists, and of vegetation, and of all that grows or is inert! (src)

Einhver rabbíi fann sumsé út að í Mósebókunum er að finna allt sem hefur gerst og mun gerast og alla sem munu lifa og hafa lifað. Það sé bara dulmál í þeim sem þetta forrit frá Jewish Software getur ráðið. Hvað finnst mér? Best að hafa það ekki eftir.

Velkomin annars í lögregluríkið! Paranojan að éta skattpeninginn minn. Glæsilegt strákar! Bestu löggur í heimi!

Þetta er Jói sem segir bless frá landi firringarinnar.