Samfélagsvirkni

Athugasemd og ábendingar vegna ófullnægjandi kjörseðla

Ég fór í dag til að greiða atkvæði í forsetakosningunum 2020 og var alveg lokið þegar ég sá snautlegan kjörseðilinn sem var 10 sekúndna vinna í Word á bakvið að því manni sýndist.

Af því tilefni sendi ég þetta erindi á dómsmálaráðherra, dómsmálaráðuneytið, formenn yfirkjörstjórna og formenn kjörstjórna sveitarfélaga. Það nefnilega gætu ansi mörg atkvæði orðið ógild ef þetta er ekki tæklað á þann hátt sem virðir vilja kjósenda.

Athugasemd og ábendingar vegna ófullnægjandi kjörseðla (pdf)

OpenStreetMap Samfélagsvirkni Tækni

Mapillary vinnusmiðja

Vinnustofan fer fram sunnudaginn 17. september – nánari staðsetning auglýst síðar.

Nú í september mætir starfsfólk frá Mapillary til Íslands í vinnuferð. Í lok ferðar ætla þau að halda vinnustofu handa þeim sem eru áhugasamir um það sem þau bjóða upp á – áhugafólk um gervigreind, tölvusýn, götumyndir og samfélagsvirkni ætti að gefa þessu tækifæri.

Myndgreining Mapillary

Í grunninn er Mapillary þjónusta áþekk Google StreetView og 360° frá já.is – gallinn við þær þjónustur er hversu sjaldan myndir þar eru uppfærðar sem og að þær sinna bara þeim götum sem þeim þóknast.

Mapillary leysir þetta með því að almenningur getur sent inn sínar eigin myndir með staðsetningu og þannig kortlagt umhverfi sitt sem og breytingar þar í gegnum tímann. Myndirnar eru ávallt frjálsar til einkanota og fyrir hugsjónastarfsemi (non-profit). Göngustígar, hjólastígar, óbyggðaslóðir, almenningsgarðar – hvað sem manni dettur í hug auk gatnakerfisins.

Til dæmis er hægt að fara í siglingu til Viðeyjar og horfa í kringum sig þar frá útsýnisskífunni.

Myndirnar eru svo keyrðar inn í gervigreindarvél Mapillary sem lærir að þekkja þrívíddina í þeim – greinir hjól, byggingar, vegi, veglínur, umferðarskilti og fleira. Þau gögn geta fyrirtæki svo nýtt sér (til dæmis sem punktaský), til dæmis við þróun sjálfkeyrandi ökutækja – gögnin eru svo notuð til dæmis í OpenStreetMap við að kortleggja umferðarskilti og nota upplýsingar þar til að setja inn hámarkshraða, akstursstefnu og fleira.

Dæmi um tímaþáttinn er að geta séð þróunina við Dalveg þar sem nýlega voru sett upp umferðarljós. Þessar 5 myndir sýna þróunina, frá því að þar var gríðarleg slysahætta, yfir í framkvæmdir, gátljós og loks umferðarljós. Slík skrásetning getur verið gríðarlega mikilvæg þegar farið er yfir umferðarmál og aðgengismál og auðveldar að benda öðrum á þar sem misbrestir eru, á vettvangi sem allir hafa aðgang að.

Samfélagsvirkni

Hjólaþjóðleiðir

Miklar framfarir hafa átt sér stað í stígagerð undanfarið – bæði fyrir gangandi og hjólandi.
Sveitarfélögin sjá hvert um sig um utanumhald og uppbyggingu eigin stíga og með mörg
sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu auk Vegagerðarinnar, sem á margar af helstu umferðargötunum,
þarf umtalsvert samstarf þeirra til að skapa sem besta umgjörð. Að því samstarfi þarf svo
hjólareiðafólk að koma því að ekki er víst að ákvarðanir sem teknar eru nýtist hjólreiðafólki. Um
það eru þó nokkur dæmi.

Tengingar Kópavogs og Reykjavíkur fara batnandi, nýlegur stígur milli Lindahverfis og Mjóddar
var gríðarleg framför og tengingar við Suðurhlíðar og Fossvog hafa stórbatnað með stígagerð milli
Sæbólshverfis og Lundar. Hægt er að fara í lengri ferðir þar sem varla þarf að þvera götur. Þetta
gerir hjólreiðar enn aðgengilegri fyrir þá sem hafa hingað til ekki treyst sér í að hjóla á götum en
geta nú hjólað á öruggari stígum – sér til yndisauka sem og til að sinna erindum. Sannkallaðar
hjólaþjóðleiðir eru því að myndast.

Á móti kemur að tengingar við Garðabæ og í framhaldinu Hafnarfjörð eru illa aðgengilegar. Stígur
sem verið er að klára sem þverar Arnarnesið verður fyrsta alvöru leiðin til að tengja saman Kópavog
og syðri bæjarfélögin. Undirgöng sem koma áttu á kolli Nónhæðar nálægt Arnarsmára og þvera
Arnarnesveg voru á forræði Vegagerðarinnar sem ákvað að færa þau lengra til austurs þar sem engin
tenging er við stíga Kópavogsmegin. Fín undirgöng þar nýtast illa öðrum en vönu hjólafólki sem
heldur svo niður Hlíðarsmárann og yfir bílastæði Smáralindar og Smáratorgs niður að betri stígum
við Lindir.

Þetta er ekki leið sem maður færi með börnin og ekki leið sem óvant hjólafólk ætti að fara. Sár
vöntun er á tengingu í þessum hluta því að Garðabæjarmegin tekur við fínasti blandaði stígur. Þarna
er dæmi um ákvörðun sem átti að nýtast á teikniborðinu en virkar ekki í raun nema með enn meiri
framkvæmdum. Til að gera hjólreiðar aðgengilegar öllum þarf að hugsa um hjólaþjóðleiðir sem
nýtast líka þeim sem hægar og varlegar fara.

strava-thjodvegir

Helstu leiðir hjólafólks glóa hér bláar – glögglega sést að Arnarnestengingin er mun
fjölfarnari en aðrar og síðri tengingar norðurs og suðurs
Fengið af http://labs.strava.com/heatmap/#11/-21.96373/64.11555/blue/bike

English OpenStreetMap

Remote mapping – lets do more

Recent postings by Erica Hagen and Gwilym Eades about the colonialism of mapping places remotely have led to some discussion about OpenStreetMap going local only – eschewing remote mapping in all but very rare cases. I find this view of this incredible global project to be in error, furthermore I am creating tools that will make it even easier to find remote places to map – hopefully increasing the number of remote mappers and the amount of remote mapping work done.

 

Colonialism

I find the premise of these articles to be incredibly narrow, focusing on the emergency response aspect of the map and also somehow managing to make a polygon that represents a building into an imperial construct of oppression.

Now for those who belong to nations that were or are empires it is probably ingrained to be wary of becoming too imperial. For those of us that belong to former colonies no such mental barrier exists, we have been where many nations are currently, they are mere decades behind us in infrastructure and not centuries, as they are in comparison to the empires of past and present. We know the hunger that drives us to get better as quickly as possible, to build infrastructure that aids in the development of our nations and we had no or few adversaries then that tried to hold us back for cultural reasons, fearing we were overextending ourselves and losing ourselves in the process.

To be able to assist others to go further faster, that is something we would have liked to have (and did indeed sometimes receive such help) and so we are puzzled to be accused of imperial land grabs for our efforts.

The articles in question focus on the humanitarian mapping that has been in the news and manages somehow to present what was a boon to people in the field, both locals and those that arrived to lend aid, as an affront to locals and their culture.

The HOSM efforts and missing maps will end up, instead, homogenising that same map forever, westernising it, colonising it, and in effect coopting the last vestiges of autonomy in its creation that remain(ed).
Gwilym Eades

How do you manage to colonise a country by displaying its basic infrastructure on a map, a map that makes it easier for locals to get involved and add better local data? How can a building in Botswana be westernized when it is a polygon with the same values as a building in any other continent, if a local adds the detail of its material as mud or straw does it then become Africanized and no longer a colonial subject?

This premise of the articles is indeed the most imperialistic aspect. The self-expression mentioned sounds like any local is a noble savage, and the remote mappers are the decadent civilization encroaching on their territory.

 

The blank slate

One argument put forward is that by not presenting locals with a blank slate of their home we rob them of their self expression. That is a ridiculous notion as the map can be edited by anyone at a later date, it is also a total opposite of how most people interact with the digital world.

Through my work on OpenStreetMap I have been in contact with locals in many places, both in my native land and abroad. Presenting them with a blank map of their home and telling them they can map it now, using their “own expression”, has not given much result, the percentage of people that see a blank slate that then find the appropriate tool and read up on documentation and experiment is low, evidenced by the low number of original OSM mappers.

The best results in getting locals to contribute has been to map their area remotely and then get them to contribute data, it is easy for most people to see their village on a map and point to where the tavern, healthcare and shop are, they are not creating anything from scratch but adding details to a slate that makes it easier for them to lend their knowledge. By mapping remotely the map is given a leg up.

Some examples are Khawa in Botswana and Eilao in Spain, in both cases I was in contact with a local, showed them that it would be easy to map, got interest but no effort from them due to a technical barrier, mapped the place remotely and showed them again – then receiving feedback that allowed me to add details to the map.

 

Remote mapping works

The success stories from Liberia and Nepal and past global responses have been many, less known are the umpteen successes that occur every day with the aid of remote mappers on OpenStreetMap in conjunction with local people, foreign and native.

The Peace Corps have thousands of volunteers all over the world and they use OpenStreetMap and remote working to aid in their work as they aid in healthcare for example. An example is the Stomp Out Malaria program, one report detailed how a village in Botswana’s Chobe District was visited by volunteers who checked which houses had been sprayed by using a GPS device and handheld records, then using a base map from OSM to see which places had not yet been sprayed and then with this knowledge they managed to make a plan to revisit places to spray, thereby going from 61,4% coverage to obtaining the 80% threshold that is the minimum recommended coverage.

The base map had been created by remote mappers just days before the visit of the volunteers. This added procedure of mapping was found to be cost-effective and more vitally, enhance the odds of success in combating malaria, a disease that kills hundreds of thousands of people every year, mostly in sub-Saharan Africa and overwhelmingly young children. Just now task #1057 is finishing, Mapping Mosetse, with several benefits for the locals in aiding the locals.

 

The spirit of OpenStreetMap

More poetically perhaps, I also see maps as representations of who made them rather than a place per se.
Erica Hagen

I’m curious as to how remote mapping interferes in the expression of locals. For a map to be global some minimum standardization is required, we use a polygon in the outline of the building to mark it on the map, or a point. We put addresses as attributes of the polygons or as a seperate point inside, or without, a polygon. We do not generally mark addresses as a line between two points although that is possible.

The spirit of OpenStreetMap is not in my mind to stay in your own garden, to mind your own business and not aid in other areas. No project I have participated in has had that expectation of its volunteers, amongst them are Distributed Proofreaders, Project Gutenberg and various Wikimedia projects in a variety of languages.

The spirit of OpenStreetMap is to make a map of the world, including those places that are not commercially viable for other providers and whose population lacks the technology and monetary power to do it themselves. No village left behind.

 

The mobile world

The number of people that are reaching middle class status in the developing world has been growing and will grow further still, in tens of millions in the coming years. Most of these go mobile and mobile is where editing OpenStreetMap is very much lacking still – not to mention that data charges are still very expensive and lacking in distribution in the developing world, even the developed world.

Try drawing the outlines of buildings on a mobile editor, it will take you an order of magnitude longer to map a village on it rather than using a more powerful desktop editor. Adding smaller items is easier and less of a pain on mobile editors, being able to add points of interest is much more feasible. Totally eschewing remote mapping and telling locals they need to get by on their current hardware using their current connectivity is another example of imperialism in action – leaving the noble savages to fend for themselves.

 

Remote mapping made easier

I myself did what most others do when they discover OpenStreetMap, I first looked at my local area and improved it. Currently it is pretty much in maintenance mode only, adding or moving POI and on the lookout for buildings being built or torn down. Suddenly my hobby needed more outlets and so I expanded, and expanded more and now I’ve touched the map in dozens of countries.

That was all very random though, zooming in randomly onto the map to find something that was missing, blank slates often and adding something to them.

So I’m building a tool, Askja, that makes it easier to improve data where it is lacking. I split it up into two areas, remote and local. Remote mapping is traditional, roads and buildings – the base map. Local mapping is needed for addresses and street names, amenities, paths and Mapillary images.

For each country I add into the tool Overpass is used to get a list of all cities, towns, villages and hamlets. Those are then assigned to regions and subregions using Nominatim. Finally the quality of the current data is evaluated using Overpass and Mapillary APIs, the bot that runs the evaluation checks for roads, buildings, amenities, paths and Mapillary images and marks a scorecard for each settlement.

scorecard
Scorecard example

The scorecard has 4 different values generally, grey for unknown, red for absence, yellow for partial coverage and green for good coverage. The bot can upgrade network to green status and the others to yellow status automatically. To upgrade anything to green a human is needed to look the area over and pass its judgement. Imagery needs to be evaluated by humans at this point, perhaps that can be automated as well.

Some examples:

So how does it help us to have a list of places that are lacking data – or have data? It makes it easier for the community to find weak spots in their area of interest, whether it is nearby them or not.

The tool is in alpha status – many more features will be added to make it easier for new mappers to find suitable tasks and for niche mappers to find tasks that interest them. We have niche mappers that only like to do the road network, others prefer to map the streets of a village and yet others just want to add buildings or forests or trees.

In addition this approach makes it easier to find quality assurance problems, triplicate settlement nodes (imports gone wrong), settlements that lack names, similarly named settlements within a few hundred meters from each other and more. Not to mention places that are marked as villages but are a tourist campsite, a tavern or otherwise.

Good housekeeping is a part of making a map. Approaching the task of making a world map from many different angles makes the map stronger, it makes the map better.

 

Everyone needs a map

Today the Western world is used to maps being easy to come by in digital formats, they listen to their smart devices as they use location services from OSM, HERE, Google, TomTom and other providers. They are the base that companies like Uber and FedEx depend on.

The growth potential for communities who are lacking these maps is phenomenal, to withhold that power from huge areas of the world is colonialism, aiding them isn’t.

In addition the locals are not the only people who will need to use a map. Tourists, passers-by, people moving their goods or offering their services also need maps of places where they go. Everyone needs a map even if not everyone wants to make it or use it.

English Leikir

Cities:Skylines – the public transport system

My latest gaming fun is had in Cities:Skylines, by Colossal Order and published by Paradox Interactive. A very nicely done city simulation game where you build the infrastructure (roads, power, water) and amenities (school, police etc) and assign land use – hoping that residents will move in, build their business and enjoy what you have created for them.

Fantastic game

The game is fantastic, the support of 3rd party mods and assets is great and overall I highly recommend it.

Traffic Problems

Once my town hit 70.000 inhabitants I became fixated on fixing the mounting traffic problems, so I started to look at my public transport system in more detail. Noticing hundreds of people queuing up at some bus stops seemed like an impossible task to decipher, looking at random samples of the people to see where they were headed seemed inefficient. So when I learnt that I could assign different colors to different bus lines (and rename them) and see how the crowd split between those bus lines, by the color in transport mode, it was a game changer.

I started to create hubs, connected to other hubs with express buses or metro lines. At each hub there would also be local buses, trying to spread the load and make sure no stop had dozens of people that never got to take a bus (and despawned back to their homes after some time). Sometimes I’ve had to create a complementary line to aid a congested one, particularly where big tower flats are numerous.

cities-skyline-bus-system

I’ve by now spent hours on fine tuning the system to eliminate gridlocks, both in general traffic and at bus stations and metro stations. Things seem to flow nicely but I’m still missing several things that would make my life easier!

 

1. Bus stop information

I want to be able to name a bus stop and see which lines use it, how many people exit there and enter on average per bus. From this information screen I would like to be able to delete the stop from a line, using the current interface to do this is very hard as if several lines use the same stop there is no way to pick the correct one. Currently metro stations can be renamed but bus stops not – a generic Bus Stop 1 suffices for default values. My mockup is thus.

cities-skyline-bus-stop

2. Bus line information (and metro)

I want to be able to view the bus line (as is today) but with the stops added and there see average number of entries and exits (and maybe number of people left behind). Similar format for metro lines, although most of mine only go between 2 stops.

cities-skyline-busline

3. List of all bus lines, metro lines, metro stations, bus stations

A list of all metro stations for example and what lines they contain. I now have about 30 metro stations and 60 metro lines. Easy to lose track.

4. Name streets

Whilst I would probably not name every little residential street, for the main arteries of my transport system I would like to be able to add names, to aid the in the naming of bus stops, bus lines and metro stations. Again a simple Street 1 as default would suffice.

5. One other thing – the power grid fragmentation

I have an ample power grid now that I’ve got a nuclear plant in addition to the solar and wind gadgets. But a message informing me the power grid had fragmented was of a limited help as I could not see how much power each separate power grid had nor could I color code them to differentiate between them. This would be a welcome help because I’m pretty sure I’m overspending on electricity in some areas.

OpenStreetMap

Að sýna lífsmark kortagerðar

Það er lítið mál að sjá kort fyrir sér sem eitthvað sem breytist lítið, flest okkar áttum við kortabækur sem voru oft orðnar ansi rosknar og líklega má finna Austur-Þýskaland í mörgum bókahillum landsmanna.

Reyndin er allt önnur, byggingar og hverfi spretta upp eins og við þekkjum, nýjir stígar, brýr og auðvitað fyrirtæki sem birtast og hverfa. OpenStreetMap reynir að gera öllu þessu og fleiru skil. Ég ætla að reyna að taka saman mánaðarlega lífsmarkið sem er á Íslandskortinu.

Hérna má sjá þau svæði þar sem breytingar voru gerðar á Íslandskortinu í OpenStreetMap í september 2014.

Uppfærð svæði september 2014

Ekki tæmandi listi:

 • Akranes
 • Álfaborg
 • Ásbyrgi
 • Bakki
 • Blönduós
 • Bolungarvík
 • Borg í Grímsnesi
 • Borgarfjörður eystri
 • Borgarnes
 • Brynjudalur
 • Brúnavík
 • Dalabyggð
 • Dalvík
 • Djúpivogur
 • Dyrhólafjara
 • Eskifjörður
 • Eyjafjarðarsveit
 • Eyrarhús
 • Fimmvörðuháls
 • Fjarðabyggð
 • Fálki
 • Garðabær
 • Gufuskálar
 • Gæsavötn
 • Hafnarfjörður
 • Hafragil
 • Hnjótur
 • Holuhraun
 • Hvalvík
 • Hvítárvatn
 • Hólar
 • Höfði
 • Húsafell
 • Húsavík
 • Ísafjörður
 • Knarrarnes
 • Kópasker
 • Kópavogur
 • Langholt
 • Laugar
 • Laxamýri
 • Lárós
 • Mosfellsbær
 • Neskaupstaður
 • Norðausturvegur
 • Núpur
 • Ólafsfjörður
 • Reykjanesbær
 • Reykjavík
 • Sauðárkrókur
 • Selfoss
 • Siglufjörður
 • Skaftafell
 • Skagafjörður
 • Skógaeyrar
 • Skógar
 • Skútustaðir
 • Svarfaðardalur
 • Tjörnes
 • Upphérað
 • Valdasteinastaðir
 • Vatnsdalsvatn
 • Vesturbyggð
 • Vopnafjörður
 • Vík
 • Þingvellir
 • Þjófadalur
Samfélagsvirkni Stjórnmál

Litaveislan mikla í Kórnum

Þetta hljómaði eins og firrt framtíðarsýn (dystópía). Einkafyrirtæki lokaði af 2 af 5 hverfum Kópavogs og skipti í litasvæði. Aðeins þeir sem höfðu þessa liti máttu yfirhöfuð aka inn á svæðið og enginn akstur leyfður á milli litasvæða. Hugurinn reikaði til bókaflokksins The Hunger Games með svæðin þrettán og bókarinnar Shades of Grey eftir Jasper Fforde þar sem litnæmni augans flokkaði þig í þjóðfélagsstöðu.

Reyndin varð nú ekki eins firrt og þetta var auglýst. Í framkvæmd voru lokanir ekki eins grimmar og auglýst hafði verið, atvinnuhverfinu við Urðarhvarf var ekki lokað eins og auglýst hafði verið og íbúar Linda komust að mestu leiðar sinnar. Einstaka aðilar sem ekki höfðu bílapassa en gáfu gildar ástæður virtust fá að komast leiðar sinnar.

Sagan

Sagan hefst opinberlega hjá Kópavogsbæ 20. febrúar 2014 þegar frétt birtist á vef bæjarins um tónleikana og greint frá mikilli undirbúningsvinnu. Það er þó ekki fyrr en 16. apríl að bærinn veitir formlega leyfið á fundi bæjarráðs. Bæjarráð á eina viðkomu enn í málinu 15. maí þegar það samþykkir tímabundið áfengisleyfi.

Lögreglan vann skýrslu varðandi umferðina sem bar titilinn Tónleikar í Kórnum 2014, Umferðargreining þar sem lokanir voru engar í Linda- né Salahverfi heldur ekki fyrr en í Kórahverfi. Endanlegar lokanir sem urðu umfangsmeiri voru ákveðnar af Senu í samráði við verkfræðistofu. Sena hafði vald til þess að ákveða lokanir því að sveitarfélagið framselur rétt til umferðarstjórnunar til viðburðarhaldara. Almenningur verður var við það í kringum stærri atburði, til dæmis Menningarnótt í Reykjavík þar sem 4 þúsund íbúar lúta umferðartakmörkunum en þetta hefur aldrei verið svona stórt í sniðum áður, 10 þúsund íbúar voru settir undir umferðarstjórnun Senu.

Umferðarlíkan Senu voru líklega forsendurnar að því að íbúar sem bjuggu austanmegin við Kórinn fengu afslátt á tónleikana en þeir íbúar sem bjuggu næst Kórnum og voru þá vestanmegin fengu ekki afslátt.

Tónleikarnir voru auglýstir sem þeir stærstu innandyra á landinu með 16 þúsund miða selda, eldra fólk man þó eftir tónleikum Metallicu í Egilshöll 4. júlí 2004 þar sem 18 þúsund miðar voru seldir.

 

Framkvæmdin

Bílapassarnir sem gáfu íbúum réttindi til að keyra inn á sitt litasvæði komu í hús á föstudegi fyrir íbúa til að nota á sunnudegi.

Bílapassi – litasvæðin sýnd
Bréf til íbúa á bílapassa
Bréf til íbúa á bílapassa

 

Frumtilgangurinn að koma tónleikagestum fljótt og örugglega til og frá svæðinu virðist hafa gengið vel. Bílastæði við Smáralind voru þéttsetin og raðir í strætisvagna sem komu mjög ört að tímabundnu stoppistöðinni sem var komið upp þar. Strætisvagnasamgöngurnar virkuðu mjög vel og ferðatíðnin var mjög ör.

 

2014-08-24 19.14.20
Röðin í strætisvagna við Smáralind klukkan 19:15
2014-08-24 19.13.11
Varðstjóri Strætó og viðburðarvörður Senu stjórnuðu í röðinni

 

Litakortagæslan við Lindahverfið hófst við stóra hringtorgið þar sem þeir sem voru að fara upp Fífuhvammsveg voru beðnir um að sýna bílapassa sín eða snúa við ella. Þá gæslu sáu starfsmenn Senu um, þeir voru úr Hjálparsveit skáta í Kópavogi þegar ég átti leið sjálfur þar um á hjóli. Lögreglan var viðstödd en horfði eingöngu á.

 

Starfsmenn Senu skoðuðu bílapassa
Starfsmenn Senu skoðuðu bílapassa
Lögreglan fylgdist með
Lögreglan fylgdist með

 

Engin gæsla var við hringtorgið við Salaveg en tímabundin umferðarmerki voru til staðar. Næsti gæslustaður var hringtorgið á móti Fífuhvammsvegar og Arnarnesvegar. Enn voru merkingar við Sólarsali og Salaveg en næsti gæslustaður var svo sá sem lögreglan hafði séð fyrir sér, við hringtorgið Rjúpnavegi.

Hinum megin frá var fyrsti gæslustaður hringtorgið við Vatnsendahvarf og Vatnsendaveg. Þar var líka tímabundin stoppistöð og bílastæði sem voru notuð en þó nokkuð minna en í Smáralind. Göngustígur þar við var merktur tónleikunum fyrir þá sem ekki vildu taka strætisvagnana.

Talsverð umferð var á göngustígum, einkum Landamærastígnum svonefnda sem liggur milli Linda- og Salahverfa Kópavogs annars vegar og Seljahverfis Reykjavíkur hins vegar. Við Kórinn var búið að útbúa sérstakt hjólastæði úr lausu grindverki austanmegin en mun fleiri lögðu þó hjólum sínum vestanmegin þar sem þeir læstu við grindverk.

 

Röðin rétt fyrir klukkan 20 í salinn
Röðin rétt fyrir klukkan 20 í salinn

 

Umferð úr hverfinu að tónleikum loknum gekk greiðlega með aðstoð lögreglunnar sem stjórnaði umferð fyrir neðan Ögurhvarf þar sem umferðarljósin voru ekki nógu greiðvikin.

 

Eftirmálar

Tónleikahaldarar voru afar ánægðir og voru æstir í að endurtaka leikinn með aðra stórtónleika í Kórnum.

Gestir voru misánægðir, sviðið var ekki mjög hátt uppi og þeir sem voru á gólfinu sáu margir hverjir ekkert af tónleikunum sjálfum á sviðinu nema þeir kveiktu á símum sínum og horfðu á útsendinguna þar. Upplifunin þótti þó frábær og listamaðurinn stóð við sitt og rúmlega það.

Íbúar voru margir hverjir ánægðir með hversu greiðlega gekk að komast heim með bílapössum en eitthvað var um að íbúar kvörtuðu undan því á sunnudeginum að hafa ekki fengið bílapassa. Sumir urðu varir við það að bílum fjölgaði allhratt á bílastæðum fjölbýlishúsa rétt fyrir klukkan 16, tónleikagestir sem ekki tímdu að taka ókeypis strætisvagna þar á ferð.

Það er spurning hversu réttlætanlegt það er þó að setja ferðahömlur á 10.000 íbúa vegna tónleikaviðburðar. Eitt skipti er áhugavert en hversu oft getur þetta orðið. Eru tónleikar einu sinni á ári ásættanlegir? En tvisvar? En sex sinnum? Ef bara póstnúmer 203 lýtur lokunum þá fækkar íbúum með ferðahömlur í  7.000. Er það betri tala? Hversu oft?

Er Íslendingum treystandi til að nota almenningssamgöngur af bílastæðum án þess að grípa þurfi til svona lokana? Myndu stóratburðir í Kórnum virka ef sú aðferð væri reynd? Það væri óskandi og mætti hugsanlega þjálfa Íslendinga upp í því.

Fyrirspurnir varabæjarfulltrúans Sigurjóns Jónssonar komu skriðu á önnur mál. Svo virðist sem að ósk bæjarstjórans um boðsmiða fyrir aðalbæjarfulltrúa og maka þeirra sem og þeir sem þáðu þessa boðsmiða hafi gerst sekir um brot á siðareglum Kópavogsbæjar. Bæjarstjóri vildi ekki upplýsa leiguverðið sem bærinn fékk fyrir Kórinn þó að nýr meirihluti hafi samþykkt að opna bókhaldið í málefnasamningi.

Karen Halldórsdóttir bæjarfulltrúi birti ágætis pistil þar sem hún einblíndi meira á þau atriði sem hefur verið tæpt á hérna varðandi umferð og utanumhald en minntist ekki á opna bókhaldið.

Svarið fékkst þó að lokum og var áætlaður gróði af atburðinum 5,5 milljónir. Þetta er gróði upp á 550 krónur per íbúa sem voru litamerktir.

Þetta mál þarf að skoða aftur frá öllum hliðum. Kórinn er frábært mannvirki og það stórt að hann er enn ekki kominn í fulla notkun. En þetta er stórt mannvirki með sárafá bílastæði á vondum stað, umkringdur þéttri íbúabyggð fleiri kílómetra í hvora átt. Hvenær er réttlætanlegt að atburður einkafyrirtækis loki hverfum þar sem 10.000 íbúar búa? Hversu oft er hægt að réttlæta það? Er það sjálfsagt að það sé árlegur atburður? En fjórum sinnum á ári? Hvert er langlundargeð íbúa og annara sem ætla að nota þessar samgönguæðar?
[osm_map lat=”64.083″ lon=”-21.826″ zoom=”15″ width=”600″ height=”450″ ]

 

Stytt útgáfa af þessari færslu birtist í Kópavogsblaðinu 7. september 2014

Fótbolti Samfélagsvirkni

Kvótadúkka

Í dag birtist grein á knuz.is þar sem er talað um þau viðbrögð sem Margrét Erla Maack fékk fyrir að mæta í HM-stofuna til að tala þar um áhugaleysi sitt á fótbolta. Það er auðvitað stór skandall hvaða fúkyrðaflaum hún mætti fyrir að mæta þar sem kona og engum til sóma. Það er hins vegar ekki eini skandallinn.

Sjálfur hef ég ekki séð þáttinn né fúkyrðaflauminn nema það sem talað er um í greininni en ástæðan sem hún gefur upp fyrir að mæta, með semingi, er vond.

Tilvitnun er þarna úr Nýju lífi og þar segir

Ég hef margoft lent í þessu en nýlegasta dæmið var þegar ég var beðin um að vera gestur í HM-stofunni hjá Birni Braga en hann vildi taka viðtal við mig þar sem ég skil ekki fótbolta. Ég afþakkaði boðið því mér fannst þetta álíka asnalegt og að tala við fólk á kosninganótt sem hefur ekki áhuga á pólitík. Þegar hann hringdi aftur og sagði að ég yrði að koma því að þeir væru ekki að standa sig nógu vel í kynjakvótanum þá náði hann mér

[…]

Eins og ég hefði grátbeðið um að koma í þáttinn!

Þarna er ég fyllilega sammála fyrstu viðbrögðum Margrétar, að afþakka boðið enda ljóst að hún myndi litlu bæta við þátt um knattspyrnu – enda ekki hennar sérsvið. Hún er án efa frábær viðtals um margt annað en vissi takmörk sín og tók góða ákvörðun.

Það að þáttastjórnandinn sé svona ægilega illa að starfi sínu vaxinn að hann hringi aftur og þrábiðji og vísi í kynjakvótann er eitt. En að Margrét falli fyrir því og samþykki að mæta, í nafni kynjakvótans, er hinn skandallinn í þessu máli.

Ef hún hefði afþakkað aftur hefði Björn Bragi kannski þurft að vinna vinnuna sína og náð í annan kvenmann, nú einhvern sem hefur þekkingu á fótbolta. Sjálfboðaliðar spruttu strax upp á Twitter við lestur þessarar greinar á knuz.is og hefðu án efa boðið sig fram hefði Björn Bragi bara spurt eftir kvenfólki sem gæti mætt og orðið sér sjálfu til sóma í umræðum um knattspyrnu.

Með því að samþykkja boðið var því Margrét að gera kynsystrum sínum grikk. Það réttlætir ekki verstu viðbrögðin en það er óverjandi fyrir hana og þáttastjórnanda að hafa svona “kjósandi sem veit ekkert” stund, hvort sem umræðuefnið var fótbolti, tryggingakerfið, gjaldeyrishöft eða annað.

Konur, eða karlar ef þannig hallar á, sem samþykkja að mæta sem kvótadúkkan gera meira ógagn en gagn í jafnréttisbaráttunni.

Stjórnmál

Bæjarstjórnarkosningar í Kópavogi 2014

Uppfært 23. maí – kynjaskiptingu bætt við

Nú er rétt rúm vika í bæjarstjórnarkosningar 2014 í Kópavogi. Það er hægt að lesa yfir eldri kosningaúrslit á Wikipedia-síðunum sem ég setti saman fyrir hreppsnefndarkosningar og bæjarstjórnarkosningar. Nokkrir sögupunktar þar sem ekki allir þekkja.

Hverfi KópavogsÉg náði í framboðslistana á vef innanríkisráðuneytisins og smellti þeim saman í eina gagnagrunnstöflu (hér sem .xls skrá) og reiknaði þar út aldur frambjóðenda á kjördag og merkti inn kyn þeirra. Einn frambjóðandinn á einmitt afmæli á kjördag, hann Kristinn Sverrisson fótboltaþjálfari og kennaranemi sem verður 35 ára þann daginn. Ég notaði svo nýja hverfaskiptingu Kópavogsbæjar til að flokka frambjóðendur eftir hverfum.

Tölfræðin var tekin saman bæði fyrir listana í heild sem og fyrir 5 efstu frambjóðendur hvers lista, af könnunum er ljóst að Sjálfstæðisflokkur á einn von um 5, gæti reyndar náð 6 ef fylgi dreifist mikið á minnstu flokkana.

 

Aldur frambjóðenda

Meðalaldur allra frambjóðenda listanna er frekar svipaður í kringum fertugt, undantekningarnar eru Vinstri grænir og félagshyggjufólk sem eru eldri að meðaltali, yfir fimmtugt,  og svo Píratar sem eru mun yngri að meðaltali, tæplega þrítugir.

Meðalaldur allra frambjóðenda

 

Þegar við kíkjum á fimm efstu sjáum við áfram meðaltal um fertugt nema að Dögun er eilítið yngri, nær 35. Píratar skera sig svo gjörsamlega úr með meðalaldurinn tvítugt hjá efstu 5 á lista.

Meðalaldur 5 efstu frambjóðenda

 

 

Hverfaskipting frambjóðenda

Ný hverfaskipting Kópavogs hefur tekið gildi og þar sjáum við Kársnesið (Vesturbærinn), Digranes, Smárann (Smárar og Dalvegur), Fífuhvamm (Lindir og Salir) og Vatnsenda (Kórar, Hvörf og Þing).

Elstu hverfin hafa nokkra yfirburði, Digranesið eitt og sér með um 40% íbúa, enda þéttbýlt. Kársnes fylgir í humátt á eftir. Smárinn er fámennastur eins og má telja eðlilegt miðað við að vera það hverfi sem hefur fæsta íbúa.

Fjöldi allra frambjóðenda eftir hverfum

Ef við skoðum bara 5 efstu á lista sjáum við enn betur yfirburði Digraness. Gamli Austurbærinn ber þarna ægishjálm yfir öll hin hverfin á meðan að Vatnsendi rétt svo nær á blað.

hverfi-5efstu

 

Þá er næst að skoða hverfaskiptingu eftir flokkum. Gömlu hverfin eru greinilega mikið vígi Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar á meðan að Vatnsendi kemur sterkur inn hjá Framsókn og Sjálfstæðisflokki. Dögun er svo nær eingöngu á Digranesi, aðeins tveir aðilar á 11 manna lista þeirra eru í öðru hverfi, Næst besti flokkurinn er einnig með þungamiðju sína á Digranesi.

Fjöldi frambjóðenda eftir hverfum og flokkum

 

Að lokum er það svo hverfaskipting efstu 5 á lista hvers framboðs. Þá hverfur Vatnsendi nærri því af kortinu og yfirburðir Digraness sjást enn betur, Næst besti flokkurinn er þarna eingöngu í Digranesi og Dögun næstum því.

Hverfaskipting 5 efstu hvers flokks

 

Kynjaskipting frambjóðenda

Flestir listanna hafa 22 frambjóðendur (hámarkið þegar 11 bæjarfulltrúasæti eru í boði) en Dögun er með 11 (lágmarkið) og Píratar og Næst besti með 14 frambjóðendur. Nokkuð fleiri karlar eru í heildina í framboði en konur. Það er einn listi sem skekkir þessa mynd talsvert, Píratar sem eru næstum allir karlmenn.

kynjaskipting-allir

 

Ef við skoðum bara efstu sætin sést að oddvitastaðan er í höndum karlmanna hjá öllum nema Bjartri framtíð. Theodóra er eini kvenmaðurinn sem er í efsta sæti.

Kynjaskipting 5 efstu eftir sæti á lista

 

Alls eru þetta 40 manns sem eru í efstu 5 sætunum, fjöldi kvenna í öðru og þriðja sæti dekkar skekkjuna sem er í oddvitasætinu, alls eru 20 karlar og 20 konur í 5 efstu sætunum. Ef við kíkjum á flokkana skera tveir sig út úr. Næst besti er með karlmann sem oddvita en næstu sæti eru skipuð kvenmönnum, hjá Pírötum eru 4 efstu karlmenn en í fimmta sæti er eini kvenmaðurinn á lista þeirra.

Kynsjaskipting 5 efstu eftir flokkum

Ef við skoðum alla frambjóðendur þá sést að Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin hafa jafnt hlutfall kynja á sínum lista. Vinstri grænir eru eini listinn þar sem kvenmenn eru í meirihluta og Píratar eru sá listi þar sem kynjaskiptingin er ójöfnust, 13 karlmenn og 1 kvenmaður.

kynjaskipting-flokkar-allir

 

Samantekt

Fjölmennasta hverfið, gamli Austurbærinn Digranes verður með nóg af fulltrúum í næstu bæjarstjórn á meðan að önnur hverfi eru ekki öll örugg með að fá einu sinni inn fulltrúa. Hærri aldur Vinstri grænna og mjög ungur aldur á lista Pírata eru aðrar stærðir sem vekja athygli. Mikil kynjaskekkja á lista Pírata er það sem helst sker í augun sem og kynjaskipting oddvitasæta.

 

Kosningarétturinn hefur ekki verið sjálfsagður í sögunni og er það ekki enn á heimsvísu, ég hvet alla til að mæta á kjörstað og í versta falli að skila auðu ef enginn kostur er þeim þóknanlegur.

 

Hjólað í vinnuna

Hjólað í vinnuna

Ákvað í dag að sýna smá pepp fyrir vinnustaðinn sem er í harðri samkeppni við annan jafn stóran.  Við fengum hnakkhlíf og tvö lítil blikkljós fyrir þátttökuna og hnakkhlífina varð fyrir valinu sem fyrirsæta í dag.

Smellti myndum inn á Instagram, taggaði og tók yfir forsíðuna á hjoladivinnuna.is í einhvern smá tíma.

isbstaff-hjoladivinnuna