Monthly Archives: December 2006

Molasykur

Louis og Johnny

Maður vissi það ekki að Louis Armstrong hefði verið eitthvað í kántrí-tónlistinni. Stutt myndband segir frá þessu og í seinni hluta þess má sjá Johnny Cash og Louis Armstrong að sprella saman.

Molasykur Samfélagsvirkni

Ekki sitja beinn í baki!

Það er svo að maður hlustar oftar á líkama sinn en einhver boð og bönn. Ég hef stundað það að sitja langt í frá beinn í baki, og nýlegar niðurstöður staðfesta það að það er slæmt að sitja beinn í baki !

Stellingin sem ég hef verið í er mun betri fyrir líkamann, hættið nú að segja börnum að sitja bein í baki!

Molasykur

Endurfundirnir

Í nóvember mætti ég á endurfundi grunnskólahópsins míns. Þarna voru 80% meðlima Dead Sea Apple sem og fréttamaður, barnalæknir, húsmæður, gröfumaður, grafískir hönnuðir, tölvuleikjahönnuður og aðrir.

Skemmtileg kvöldstund og ég var hás af tali, lét mig svo hverfa þegar stefnan var sett á reykmettað veitingahús, astminn nógu slæmur í borgarloftinu þó svo ég tefli ekki í tvísýnu og reyni við reykjarmökk líka.

Fjölskyldan

Myndböndin komin

Fyrir rúmri viku bjó ég til notanda á YouTube sem við ætlum að nota í framtíðinni til að setja stutt fjölskyldumyndbönd á netið.

Í færslu Sigurrósar er nú hægt að sjá fyrstu sex, sem eru úr þrívíddarsónarnum.

Fjölskyldan

Ófædd Jóhannesdóttir

Eftir þrívíddarsónarskoðun dagsins virðist staðfest að væntanlegur frumburður er stúlka. Sjá færslu Sigurrósar og svo myndirnar . Er að reyna að pota myndböndunum inn líka…

Fjórvíddin er víst tíminn, það eru þrívíddarmyndir í tímaröð.