Stafræn yfirfærsla

Dreif mig loksins í það í gærkveldi að grafa upp snúru sem fylgdi með gömlu vélinni 1996. Hún kom sumsé með tveim hljóðkortum og snúru á milli. Núna er segulbandstæki ofan á fartölvunni (snúran er stutt) og ég er að taka upp á tölvuna efni af gömlum kasettum (sem eru orðnar margar mjög lúnar). Þá get ég ýmist brennt það á geisladiska eða gert að mp3-ur (og brennt þá).

Margar minningar sem nú er verið að bjarga frá glötun. Næsta skref er að tengjast plötuspilara (þeir eru víst orðnir fáir eftir).

Áhugavert:

  • Svöl vél
  • Comments are closed.