Við erum búin að vera dugleg að tékka á myndum eftir að við náðum heilsu.
Í kvöld var það Shrek 2 sem við fórum á.
Höfðum heyrt að hún væri jafnvel betri en fyrri Shrek myndin. Verð nú að segja að ekki get ég alveg tekið undir það. Á fyrri myndinni voru það þó nokkur atriði þar sem maður missti sig en í þessari mynd var maður að brosa út í annað og einstaka sinnum bærðust raddböndin.
Húmorinn er sums staðar falinn en þrátt fyrir að koma auga á hann var hann aldrei nógu beittur til að hrífa mig.
Fínasta mynd samt, en ekki snilld. Því miður.
Annars er þetta lag með Faithless alveg að hertaka mig í dag! Fínn texti og skemmtilegur taktur.