Monthly Archives: July 2004

Uncategorized

Shrek 2

Við erum búin að vera dugleg að tékka á myndum eftir að við náðum heilsu.

Í kvöld var það Shrek 2 sem við fórum á.

Höfðum heyrt að hún væri jafnvel betri en fyrri Shrek myndin. Verð nú að segja að ekki get ég alveg tekið undir það. Á fyrri myndinni voru það þó nokkur atriði þar sem maður missti sig en í þessari mynd var maður að brosa út í annað og einstaka sinnum bærðust raddböndin.

Húmorinn er sums staðar falinn en þrátt fyrir að koma auga á hann var hann aldrei nógu beittur til að hrífa mig.

Fínasta mynd samt, en ekki snilld. Því miður.

Annars er þetta lag með Faithless alveg að hertaka mig í dag! Fínn texti og skemmtilegur taktur.

Uncategorized

The 51st State

Klukkan var ekki nema hálf-sjö í morgun þegar við stukkum út á svalir í ofsaroki og slagviðri til að bjarga grillinu okkar sem ætlaði að taka flugið yfir vel metershátt grindverkið.

Það hefði verið löngu fokið yfir (ábreiðan virkaði sem segl) ef gaskúturinn hefði ekki verið tengdur og virkaði því sem akkeri. Náðum ekkert að sofna eftir þessi átök og dagurinn því tekinn (of) snemma.

Held að suddaveður undanfarinna daga lofi einstaklega blautri og tjaldlítilli verslunarmannahelgi. Enda verðum við að mestu í heimahúsum.

Kíktum í kvöld á The 51st State sem er svona la-la byssumynd. Eitthvað klunnaleg og persónusköpun bágborin. Þokkaleg þó.

Uncategorized

The Time Machine

Horfðum í kvöld á The Time Machine. Það er langt síðan ég las bókina og mig rámar bara óljóst í hana en fyrir utan samanburð á þeim tveim þá var þessi mynd ekki að vekja ofsalega lukku hjá mér. Leikur, leikstjórn og klipping frekar stirð. Þokkalegasta mynd þó en ekki mikið meira.

Tengill dagsins er á Freak Waves Are No Tall Tale.

Uncategorized

Kominn í gang! Star Wars, tyggjó og nekt!

Þá hef ég risið á ný og birt í dag færslur undanfarinna daga. Má ég kynna þessa færslu og þessa færslu og þessa færslu og þessa færslu og þessa færslu og þessa færslu og þessa færslu og þessa færslu og þessa færslu og þessa færslu og þessa færslu og þessa færslu og þessa færslu og þá er það upp talið!

Færsla dagsins í dag pælir hins vegar í undarlegum Star Wars atriðum, reiði Pútíns vegna bágrar frammistöðu knattspyrnulandsliðsins þegar þjóðsöngur er leikinn og síðast en ekki síst, kanadíska skrifstofumanninum sem datt í hug að skylda erlendar nektardansmeyjar til að senda inn nektarmyndir af sér til að sanna hæfileika sína á sviði og hljóta inngöngu í landið.

Uncategorized

Spider-man 2 og Hitchhikers Guide!

Magnað. Hitchhikers Guide bíómyndin er víst á fullum skrið! Handritshöfundur hennar tók viðtal við sjálfan sig þar sem hann pælir í því hvort að hann verði nokkuð maðurinn sem verði þekktur sem sá sem klúðraði þessu meistaraverki.

Samkvæmt “viðtalinu” virðist þetta líta vel út, við vonum hið besta!

Við skruppum í kvöld loksins í bíó og sáum Spider-man 2. Fínasta mynd, svolítið mikið tölvuleikjalegt stundum (sum CGI-atriðin) og “Jesú” atriðið var pínu pínlegt en bara fín skemmtun og góð mynd.

Uncategorized

Húsnæðismál á hreinu

Í morgun fórum við og gerðum aftur milljónaviðskipti. Þriggja og hálfs milljóna króna velta í dag sem er ekki slæmt. Soldið erfitt að skrifa samt undir debetkvittun sem er rúm milljón en sem betur fer all miklu lægri en síðast þegar það voru rúmar fjórar milljónir.

Öll mál vegna Flókagötu og Arnarsmára eru því leyst og við getum áhyggjulaus borgað stóran hluta launa okkar fyrir húsnæðið mánaðarlega.

Reyndar töpuðum við aðeins á viðskiptum dagsins vegna verðbólgu, á sex vikum hækkuðu lánin um 60 þúsund vegna vaxta og því fengum við minna en til stóð. Verðbólgudraugurinn farinn að rymja okkur til mikillar hrellingar.

Uncategorized

IKEA

Smelltum okkur í IKEA í dag og fengum okkur stóran bókaskáp í gestaherbergið. Sigurrós setti hann saman alveg ein og flutti úr litla gamla skápnum. Kjarnakona.

Uncategorized

Kaffiboð

Buðum okkar allra nánustu ættingjum í kaffiboð í dag. Svona til að fagna 25 ára afmæli konunnar minnar (á mánudaginn) og nýju íbúðinni.

Þar sem við vorum rétt búin að ná að koma okkur fyrir þegar við fengum gestina okkar og túruðum með þá um Suðurlandið þá hefur verið lítið um gestakomur. Sumir voru því að sjá íbúðina í fyrsta skipti, og allir hinir í fyrsta sinn fulltilbúna. Ekki er allt þó komið en þetta er næstum því komið!

Uncategorized

Vitiði að ég man bara ekkert hvað gerðist í dag, frekar tíðindalítill föstudagur!

Uncategorized

Svefnsófi mættur

Nýr eigandi gamla hjónarúmsins sótti það um daginn og í dag reddaði Sigurrós svefnsófa í þess stað í gestaherbergið.

Við erum því aftur fær til að fá næturgesti.

Bendi á nokkuð skondið myndband.