ASP

Ætlaði að vakna frekar snemma og læra áður en ég hitti hina drengina sem eru með mér í 25% verkefni í skólanum. Hins vegar var hrikalega erfitt að draga sig framúr, tókst ekki fyrr en um 10. Þá var það sturta, andlitsrakstur og hárklipping, svona til þess að gera mann sætan fyrir afmælið seinna um daginn.

Þegar í skólann var komið mætti Konni ekki, lá heima slappur eftir fyllerí. Ég ætla að setja hann í áfengisstraff þangað til að við höfum skilað af okkur verkefninu. Geiri lét hins vegar sjá sig þó vel þunnur væri. Við fórum aðeins í gegnum ASPið í svona rúma tvo tíma áður en ég hélt heim á leið.

Heima var mér skipað að skipta um föt til þess að vera sómasamlegur í afmæli Guðbjargar, systur Sigurrósar, sem að hélt upp á þrítugsafmælið sitt hérna heima (hún þjófstartaði afmælinu, enn nokkrir dagar í það) með kaffiboði.

Kaffiboðið var ágætt, og eftir það var það bara að reyna að gera sem mest í þessu ASP dæmi, ætlum að rumpa því af áður en að MFC-hlutinn verður tæklaður.

Comments are closed.