Í dag er ekki góður dagur, heimskir stjórnmálamenn vilja taka öðruvísi á glæp sem að er framinn með aðstoð tölvu en glæp sem að er framin án aðstoðar tölvu, jafnvel þó að brotið sé hið sama. Þannig að ef að þú rænir einstakling vopnaður hnífi, þá færðu líklega lægri dóm en ef þú rænir hann með því að nota VISA-kortið hans á Amazon eða brjótast inn á bankareikning hans á netinu. Bjarni spöglerar aðeins í þessu í dagbókinni sinni meðal annars.
Á sama tíma er Sólveig Pétursdóttir að íhuga það að skerða frelsi almennings í landinu til þess að eiga auðveldar með að taka á starfsemi hryðjuverkamanna. Eins og við vitum öll þá er hérna grasserandi hryðjuverkastarfsemi, hver getur gleymt því þegar að fáni Ísraels var brenndur 1996 af DJ Eldari og félögum, og þegar að eggjum var kastað í bandaríska sendiráðið. Mér er því mun rórra að vita að dómsmálaráðherra ætlar nú að skerða frelsi okkar til þess að hryðjuverkamönnum verði ekki óhætt hér á landi.
Það er ávallt eftir svona válega atburði að við fáum út úr skápunum fasistana sem að vilja ekki unna okkur persónufrelsi, eins og sést í Bandaríkjunum og jafnvel hér á landi. Þeir vilja að netþjónustuaðilar eigi afrit af öllu sem fer í gegnum þá, á þá póstþjónustan ekki að fara að opna öll bréf sem að hún sendir og ljósrita efni þeirra og troða í skjalaskápa? Þessir fasistar nýta sér tilfinningarótið sem er í hugum almennings og lofa þeim að skert frelsi hans muni gagnast í baráttunni gegn hryðjuverkum. Svona athæfi er í dómsmálum kallað að nýta sér á óviðeigandi hátt tilfinningalega nauð, og er til þyngingar refsinga. Þetta er náttúrulega ekkert annað en bull, þeir sem vilja fela slóð sína geta það auðveldlega. Þegar þessi réttindi hafa verið tekin af okkur með lögum þá verður það mörgum sinnum erfiðara að fá þau aftur. Nú bíð ég bara eftir því að hverjum og einum verði úthlutaður eftirlitsaðili sem að fylgir þeim eftir dag og nótt, og gætir þess að þessi almenni borgari aðhafist ekki neitt sem að gæti talist ef til vill mögulega ósiðsamlegt eða andfélagslegt.
Sjáum hvað George Bush segir um málið:
“My administration will not talk about how we gather intelligence, if we gather intelligence and what the intelligence says,” Bush told the media at Monday’s press briefing. “That’s for the protection of the American people.”
Stóri bróðir, þú ert 17 árum of seinn, en mér sýnist þú nú vera kominn.
Annað fasískt athæfi sem ég rakst á í dag var það að póstur sem að ég sendi í gegnum SMTP þjóninn sem að er á vélinni minni, var endursendur af póstþjóni Háskóla Íslands. Sá póstþjónn er nefnilega eins og nokkrir aðrir að fara eftir einhverjum fasískum reglum sem að einhverjir kerfisstjórar komu með og þær banna að taka við pósti sem er sendur beint af tölvum sem að eru ekki sítengdar við netið, sumsé ekki með fastar IP-tölur (þetta á við flestar einkatölvur). Þar sem að ég nota póst á tölvunni minni sem að ég sendi í nafni nokkurra léna í minni eigu þá verð ég að vera með minn eigin SMTP þjón keyrandi, þar sem Símnets SMTP þjónninn tekur bara við pósti sem er merktur frá @simnet.is (sem er líka frekar fasískt).
Þessar blessuðu reglur voru víst samdar til þess að minnka hættuna á ruslpósti, mér sýnist það ekki vera að virka og er alveg sammála því sem að efsti aðilinn á þessari síðu skrifar þessum hópi sem stendur að þessu, það að gera greinarmun á því hvort að vél sé sítengd eður ei er bara bölvaður fasismi, einkum í dag þegar flestir eru komnir með nettengdar tölvur heim til sín.
Til þess aðeins að létta lundina fórum við Sigurrós í Laugarásbíó og sáum Rat Race, sem að er mjög smellinn farsi, fullt af atriðum sem fá mann til að verkja í magann af hlátri.
Áhugavert lesefni: