Monthly Archives: December 2003

Uncategorized

Áramót á Selfossi

Við verðum yfir áramótin hér á Selfossi hjá tengdó.

Skaupið var í lélegri kantinum, söngatriði eru í 99% tilfella hundleiðinleg og léleg og erfitt að setja sig í spor þeirra sem finnst þau sniðug.

Annar ljóður á því var að síendurtaka sama dæmið aftur og aftur, ætli hertar aðgerðir Markúsar Arnar fyrir hægrivæðingu RÚV hafi átt þátt þarna í MARGendurteknum skotum á Össur og Ingibjörgu Sólrúnu? Eitt skipti er nóg, tvö sleppa kannski en þegar þetta eru orðin þrjú atriði eða fleiri um SAMA dæmið þá eru menn að þreyta alla óendanlega.

Annars varð ekkert af brennunni hérna á Selfossi, hífandi rok og varla stætt úti og því aflýst.

Uncategorized

Bush á 30 sekúndum

Hvet alla til að kíkja á þessa grein og auglýsinguna sem er nefnd í textanum.

Uncategorized

Þrefaldur bíll

Þegar ég lít út um gluggann og sé glitta í bílinn þá er eins og hann hafi bara þrefaldast að stærð, jafn hvítur og áður bara meiri um sig.

Það er víst snjórinn sem hefur valdið þessu, ógurlegur blindbylur verið í mestallan dag og ég sleppti því að fara í Skeifuna, við höldum okkur bara heima.

Það er við hæfi að óska hárlitlu fólki hins besta á nýju ári og vona að nýjar aðferðir muni koma sköllóttu fólki til hjálpar í nánustu framtíð.

Uncategorized

Ást reyndar

Við smelltum okkur í bíó í kvöld, fyrir valinu varð Love Actually. Fín mynd, smá formúlur en óskaplega vel leyst og Hugh Grant er bara að komast í uppáhald sem leikari!

Bresk mynd og því mun raunverulegri að mörgu leyti en ef hún væri frá Hollívott. Býst sterklega við lélegri endurgerð þaðan reyndar!

Uncategorized

EVE og CM

Dagurinn farið í hangs í tölvunni, algjört hangs. Búinn að koma Sheff Wed upp í 1. deild í CM og svo eitthvað dútlað mér í EVE. Meira var það ekki.

Uncategorized

Catan

Í gærkvöldi fékk Sigurrós loksins að spila alvöru Catan. Við höfum einu sinni prufað það bara tvö ein en það þarf helst að hafa 4 leikmenn til að spilið nái flugi.

Ragna og Haukur voru saman í liði og tóku okkur í nefið í fyrri leiknum. Í seinni leiknum var Guðbjörg eiginlega búin að vinna með 10 stig en við framlengdum í 12 og þá gátu bæði Ragna og Haukur sem og Guðbjörg framvísað 12 stigum í sömu umferð.

Við Sigurrós verðum greinilega að fara að æfa okkur í þessu.

Uncategorized

Á Selfossi

Í fyrra vorum við á Selfossi á aðfangadag, samkvæmt skiptikerfinu okkar vorum við því hjá mömmu í gær. Til þess að Sigurrós fengi nú að hitta ættingjana yfir jólin fórum við á Selfoss í dag og munum gista hjá móður hennar í nótt.

Amélie var áðan í sjónvarpinu, ég hef ekki séð hana síðan við fórum á hana í bíó og hún er enn jafn mikil snilld og þá. Það eru þó ekki allir sem “fatta” hana, það hryggir mig þeirra vegna.

Uncategorized

Jólasagan

Í gærkveldi litum við niður á Laugarveg og komum við í verslun Guðsteins svona til að tryggja að ég færi ekki í jólaköttinn. Sigurrós var þegar örugg eftir innkaup móður hennar. Fyrir utan Skarthúsið myndaðist röð karlmanna sem biðu fyrir utan á meðan að konurnar þeirra hoppuðu inn í þvöguna sem hafði myndast þar inni, ég gekk í lið með þeim á meðan að Sigurrós gulltryggði sig fyrir jólakettinum.

Þegar heim var komið var svo loksins komið að því að við horfðum á snilldina The Nightmare before Christmas, ég hef margoft séð hana en Sigurrós aðeins einu sinni áður á myndbandi. Við keyptum hana á DVD-disk fyrir margt löngu en ekki sest niður og horft á hana síðan. Tim Burton er argandi snillingur eins og stuttmyndirnar sem fylgja með á disknum sýna, þær Vincent og Frankenweenie. Strákurinn úr D.A.R.Y.L. leikur í hinni síðarnefndu, þar poppaði æskuminning upp.

Í kvöld vorum við á nýju heimili mömmu og Tedda, raðhús í Hraunbænum. Þangað mættum við allir bræðurnir sem og amma. Hugguleg kvöldstund með dýrindis hamborgarahrygg. Ég efast um að ég muni nokkru sinni slá metið sem ég setti ein jólin þegar ég át einn míns liðs um kíló af kjöti og all nokkra ananashringi með. Var mjög temmilegur í kvöld og át aðeins 2-3 sneiðar af kjöti, ég er hættur að troða mig út sama hversu góður maturinn er.

Ég sit nú og þarf að ákveða hvaða bók af þessum fimm sem ég fékk er fyrst undir augun. Diskarnir mínir þrír eru nærri alveg komnir í .mp3 form og því tölvutækir. Það saxast hægt og rólega á safnið mitt.

Meðal stórgjafa sem við fengum var raclette-grill sem litli bróðir splæsti í okkur. Hann er ágætur greyið 🙂

Pínufrétt dagsins er svo sú að þriðja knattspyrnustúlkan hefur neitað að ganga til liðs við Perugia í Serie A, karlinn í brúnni þar er voðalega spenntur fyrir því að verða fyrsta Serie A knattspyrnuliðið sem fær kvenleikmann.

Uncategorized

Hoppað ofan í hestaskít

Sigurrós fór í skötuveislu hjá stórfjölskyldunni sinni rétt eins og síðustu ár. Sjálfur læt ég ekki sjá mig nálægt svona viðbjóði, ég skal fara að gúddera að skötulyktin sé sniðug daginn sem það verður talið voða fínt og flott að rúlla sér upp úr hestaflór í sparifötunum klukkan 17 á aðfangadegi svo allir lykti frábærlega þegar sest er við matinn klukkan 18.

Uncategorized

Klámfengin sölukona, Nedved!

Kláraði í nótt að lesa Redemption Ark eftir Alastair Reynolds. Mikil hnullungur eins og fyrri bækur hans. Söguþráðurinn er áhugaverður en höfundurinn er stjörnufræðingur og því vanur stórum tímaeiningum, það pirrar mig aftur á móti þegar áratugir líða í sögunni í einni setningu. Þetta er alveg hellings tími!

Í Texas þá hafa fíknó víst það lítið að gera að þeir blekkja sölumenn til að selja sér titrara og kæra svo fyrir ósiðlega hegðun. Land hinna frjálsu hahahahahaha.

Minn maður, Pavel Nedved, er knattspyrnumaður Evrópu!