Monthly Archives: September 2004

Uncategorized

Mismunandi skilgreiningar

Varðandi Cat Stevens eða Yusuf Islam eða hvað hann heitir, þá studdi hann þennan sjóð en USA flokkar stuðning við hann sem hryðjuverkastuðning, þó hafa bresk yfirvöld rannsakað það mál og kveðið upp að það sé ekki rétt.

Bandaríkjamenn eru hins vegar tregari en andskotinn í þessu, þeir voru sjálfir gífurlega duglegir við að styðja starfsemi IRA og þykjast því þekkja hvaða sjóðir styðja hryðjuverk. Hræsni.

Þingmenn leggja sig fram þessa dagana um að brjóta stjórnarskrána, nýjasta útspil Framsóknar er ekkert smá vangefið svo maður orði það bara eins og fyrir liggur. Þingmenn eru eingöngu bundnir eigin sannfæringu en það hunsa flestir þingmenn stjórnarflokkanna og segjast vera í liði og þurfa að spila eftir því.

Vilhjálmur Egilsson sagði að hann væri að greiða atkvæði gegn eigin sannfæringu því að hann gerði það sem “liðið” hans ætlaðist til af honum. Dagný Jónsdóttir sagði að hún spilaði með liðinu og gerði eins og fyrirliðinn segði til um. Hvaða erindi svona liðleskjur og allar hinar sem gera hið sama, en játa það ekki frammi fyrir alþjóð, eiga á Alþingi veit ég ekki. Það er víst nóg úrval af já-fólki til þessa dagana.

Mér er spurn, er ekki hægt að lögsækja þingmenn fyrir að kjósa gegn eigin sannfæringu? Stjórnarskrárbrot af hálfu þingmanns er ekki alveg það sem ég myndi segja vera viðunandi, svo ég noti ekki sterkari orð.

Þingmenn skilgreina stjórnarskrána og sín eigin embætti öðruvísi en við hin.

Gleðilega þingsetningu, fólkið sem vantar bein í nefið (en otar því þó í hvers manns kopp) mætir loks til vinnu á morgun.

Uncategorized

Ökuníðingar

Það er nú orðið frekar leiðingjarnt að þusa vegna fífla í umferðinni en ökumaður jeppans SG 087 var einstaklega mikill fáviti í gær þegar hann svínaði fyrir okkur á beygjuakrein! Hann kannski tók ekki eftir skjannahvítum bíl okkar vegna þess að hann var önnum kafinn í símanum.

Á leiðinni heim var svo næstum alveg hliðstætt atvik þegar að bíll fór yfir á beygjuakrein, fór fram úr tveimur bílum og negldi sér svo inn án þess að hika beint fyrir framan mig þannig að ég þurfti að klossbremsa til að lenda ekki í árekstri.

Ótrúlega margir sem gera það annars, sjá metersbil á milli bíla (sem er eðlilegt) og stíma þangað á fullri ferð í von um að seinni bíllinn negli niður til að forðast árekstur.

Uncategorized

Hættulegar klippingar

Það er ekki öll vitleysan eins, í Nígeríu óttast menn að hárklipping knattspyrnumanna leiði til þess að ógnarlegur fjöldi ungra manna verði samkynhneigðir.

Uncategorized

Clough, vefstaðlar

Maður getur varla annað en tárast þegar maður les um hinstu kveðjur til Brian Clough, litríks framkvæmdastjóra og snillings sem er nýlátinn eftir mikinn vinskap við bokkuna.

Réttur í Bandaríkjunum hefur kveðið upp þann dóm að lög um aðgengi fatlaðra eigi ekki við vefi. Opinberar stofnanir eru skyldugar til að taka tillit til þess en einkaaðilar ekki, sem stendur. Þetta er alltaf mál sem þarf að skoða þegar vefir eru gerðir.

Uncategorized

Að hengja bolta fyrir þjóf

Nú um helgina kom Steve Bruce, núverandi framkvæmdastjóri knattspyrnuliðs Birmingham City, að þjófum sem voru að reyna að stela bifreið dóttur hans. Hann lenti í ryskingum við þá og var frekar skrautlegur á að líta þegar hann stýrði liði sínu.

Íslenskir íþróttafréttamenn hafa sjaldnast náð upp í þá gæðastaðla sem ég sjálfur hef ákveðið og séð marga erlendis ná upp í. Það kom mér því lítið á óvart þegar að Snorri Sturluson fór að fjalla um þetta atvik í tengslum við knattspyrnu, að þessi ljóti blettur sé alltaf á knattspyrnunni. Þarna var hann sumsé búinn að umbreyta þjófum í knattspyrnubullur, það er nú til slatti af þeim án þess að hann sé að bæta við með svona bulli.

Þetta er hrikalega pirrandi þegar að menn gera sitt besta til að sverta eitthvað með rangtúlkunum, hvort sem er í fótbolta eða öðrum málum.

Uncategorized

Gáfumenni

Það fyrirfinnast gáfumenni víða, þar á meðal þessi reykingakona sem hefur áhyggjur af heilsu barnsins… vegna hávaða frá vegaframkvæmdum. Reykingarnar styrkja væntanlega ónæmiskerfið?

Annars er gott að sveitarfélögin séu aðeins að minna á hvernig ríkið reyndi að sleppa billega:

Strandar kennaradeilan á ríkinu?
Fleiri þurfa að koma að kennaradeilunni en sveitarfélögin og kennarar segir Lúðvík Geirsson, bæjarstj. í Hafnarfirði. Ríkið þarf að gera upp skuldir sínar við sveitarfélögin segir hann en engir fjármunir séu til skiptanna hjá sveitarfélögunum til að mæta útgjöldum vegna samninga við kennara.

Samningaviðræður um tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga hafa staðið í 3 ár og miðar lítið segir Lúðvík. Hann segir að ríkið skuldi sveitarfélögunum miljarða kr. m.a. vegna tekjutaps sem sveitarfélögin hafi orðið fyrir vegna breytinga á skattkerfinu því þau hafi mun minni tekjur eftir að fólk fór í auknum mæli að stofna einkahlutafélög og húsaleigubóta sem þau þurfa á greiða
(www.textavarp.is)

Mér skilst að greinin þeirra Sigurrósar og Helgu hafi birst í Morgunblaðinu í dag. Stoltur af því hvað verkfallið hefur kveikt í konunni minni, enda hefur hún aldrei liðið óréttlæti.

Uncategorized

Neró og Jón Steinar

Kláraði í gærkvöld að lesa A Song for Nero sem er nýjasta sögulega skáldsagan frá Thomas Holt. Hann skrifar einnig léttari bókmenntir sem Tom Holt, þær eru keimlíkar Discworld en ekki eins. Sögulegu skáldsögurnar hans eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Neró greyið var vissulega bastarður og fauti en fær frekar ósanngjarna útreið, Rómarveldið var í flottum málum með hann við stjórn.

Ég hef einmitt spáð mikið í þennan punkt hér að neðan. Allt í einu er allt brjálað og alveg bráðnauðsynlegt víst að koma Jóni Steinari í hæstarétt, allir sjálfstæðismenn dregnir út og látnir hrópa hástöfum ágæti hans. Spurningin er sú… þegar hann dæmir í máli sem tveir lögmenn flytja og annar þeirra skrifaði undir áskorunina og hinn ekki… hvernig getur hann haldið fram því að það hafi engin áhrif á dóminn eða mat hans á sönnunargögnum og röksemdafærslum?

Skondið svo að nýi óreyndi dómarinn úr bláu handar klíkunni mæli sérstaklega með honum, hann sem skreið inn með minnsta reynslu umsækjanda.

Hæstiréttur: Undirskriftir tvíeggjaðar
Á annað hundrað lögmanna hafa skrifað undir áskorun til stuðnings Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni og umsækjanda um embætti hæstaréttardómara.

Gunnar Jónsson, formaður Lögmannafélags Íslands, telur óheppilegt að hópur hæstaréttarlögmanna standi fyrir slíkri undirskriftarsöfnun. Verði Jón Steinar skipaður dómari við hæstarétt hljóti að vakna spurningar um hæfi hans.

Gunnar hefur bent á að Eiríkur Tómasson, prófessor og umsækjandi um embætti hæstaréttardómara, hafi einnig mikla reynslu af lögmennsku.

Spurningin hvernig eigi þá að velja hæstarréttadómara er vissulega mikilvæg. Tregða dómara við að meta mannslíf meira en pappírspeninga er engum til sóma og þarf að breytast sem fyrst.

Uncategorized

Pre-emptive strike

Eight hundred years your people have been fighting wars, and every single one of ’em started because the Romans were afraid of somebody, some bunch of woolly-backed savages who were bound to come raping and pillaging throughout the empire unless they were smacked down first. Eight centuries of pre-emptive strikes, millions of people dead and mutilated, because you Romans reckon peace is a good idea

Uncategorized

Luke (ekki Skywalker) og CSI-efni

Las í gærkveldi Eight days of Luke, saga í styttri kantinum um ævintýri drengs sem óvart lendir í ævintýrum með goðunum.

Fínasta lesning, rétt tæpir tveir tímar hjá mér enda unglinga/barnabók.

Aðdáendur CSI og viðlíka efnis þar sem lík eru krufin ættu að kíkja á þessa grein.

Ég var annars ekki meðal þeirra sem borguðu stórfé fyrir DVD-útgáfu StarWars. Þetta var betra í minningunni þegar maður var krakki að sjá ævintýrin.

Uncategorized

Að finna ábyrgðarmenn

Eins og þessi grein bendir á hafa Mikka Mús lögin svokölluðu (sem lengdu þann tíma sem að hugverkaréttindi njóta höfundarréttar í 3 kynslóðir) gert það að verkum að listaverk sem enginn ábyrgðaraðili finnst fyrir er samt ekki hægt að gera aðgengileg almenningi.

Mál sem brennur svolítið á mönnum varðandi til dæmis vefi eins og timarit.is þar sem hægt er að fletta í eldri blöðum.

Það gengur nefnilega oft erfiðlega að finna einhverja sem báru ábyrgð á ýmsum útgáfum eða erfingja þeirra, sem þýðir að fjöldamörg fróðleg rit og annað morknar bara í geymslum en kemst ekki fyrir sjónir alþýðu. Varla nokkuð sem upphaflegir höfundar ætluðu sér.

Þetta á einnig við efni úr hirslum til dæmis Ríkisútvarpsins og -sjónvarpsins.