Monthly Archives: December 2004

Uncategorized

Ársyfirlit

Árið 2004 reyndist mjög viðburðaríkt bæði í einkalífinu og heiminum.

Ég ætla að renna lauslega yfir það, en sleppa neikvæðninni og minnist því ekki aukateknu orði meir á Íraksstríðið, fjölmiðlafrumvarpið og aðra skandala ríkisstjórnar, kennaraverkfallið eða fleiri skammarleg mál Íslendinga.

21. apríl settum við Flókagötuna á sölu.

4. maí var mér boðin ný vinna sem ég þáði og dró aðrar umsóknir til baka, enda sú sem mér fannst mest spennandi. 6. maí lauk ég loks námi í tölvunarfræði. 3 ára námi lokið á 5 árum.

27. maí festum við svo kaup á nýrri íbúð og seldum um leið á Flókagötunni. Þægilegt að gera þetta svona með klukkutímamillibili á sama stað. Það vantar ekki að við pössum upp á skipulagninguna.

6. júní mættum við svo í brúðkaup Óskars og Sóleyjar og 19. júní í brúðkaup Báru og Jóns Grétars.

Í millitíðinni hafði ég mætt í mína eigin útskrift og fengið þar plagg upp á B.Sc. gráðuna.

29. júní fluttum við yfir í Betraból útgáfu 2 þar sem við unum okkur vel í dag.

EM var á fullu þennan tíma og lauk svo 4. júlí með úrslitum sem skapraunuðu mér mjög.

5. júlí dúkkuðu hins vegar upp tveir Hollendingar sem við lóðsuðum um þvert yfir Suðurlandið. Indælis fólk og skemmtilegur tími með þeim. Við höfðum náð að klára Arnarsmárann áður en þau komu og þau fengu svo að sjá tóma Flókagötuna áður en við skiluðum Betrabóli hinu fyrsta.

Jolöndu grunaði ekki að Jeroen hefði haft leynilegt samráð við okkur og því kom bónorðið henni á óvart. Ég á enn eftir að klára myndbandið frá ferðinni og stóru stundinni og senda þeim.

Við tók svo ágætis tími í einkalífinu fram eftir árinu.

Ákvað að gamni að fá smá lista yfir þær kvikmyndir og bækur sem ég mundi eftir að rita í dagbókina og sá/las í fyrsta sinn í ár.

Svona var það!

Uncategorized

The Forever War

Las í dag The Forever War eftir Joe Haldeman. Nöturleg lýsing af hernaði og skriffinsku, stóri bróðir við völd og líf á jörðu frekar mér lítt að geði.

Bókin var skrifuð með Víetnam-stríðið í huga en á vel við í dag og því miður, líklega næstu aldirnar. Góð lesning.

Uncategorized

Hóst!

Virðist sem flensukríli hafi krækt í mig. Smá hiti en ekki mikill.

Uncategorized

Jólagjafir enn að berast

Sko til! Hvað hef ég ekki sagt um það þegar fólk fer lasið í vinnuna gegn mínum ráðleggingum!

Læknirinn segir að fólk eigi að halda sig heima á meðan þeir eru veikir bæði til að fara vel með sjálfa sig og ekki síður til að smita ekki aðra í kringum sig.

Sigurrós náði í dag að sækja á pósthúsið jólapakka sem tafðist í póstinum. Sem endranær pöntuðum við af óskalistum hvors annars hjá Amazon.co.uk, en vorum í seinna falli þetta árið.

Amazon klauf pantanir okkar beggja niður í tvær sendingar af einhverjum ástæðum, stærri pakkinn fyrir hana og minni pakkinn fyrir mig náðu í hús fyrir jól en það þýddi að stærri pakkinn fyrir mig og minni pakkinn fyrir hana voru enn á leiðinni.

Í stóra pakkanum sem ég fékk reyndist talsvert af góðgæti, ég byrjaði á því að fletta í gegnum The Art of the Discworld á meðan að From the Discworld hljómaði í græjunum.

Uncategorized

Goggi slær í gegn!

Aftur var Goggi settur í gang, að þessu sinni var það nauta-sirloin sem kom einnig afar vel út!

Snilldargræja. Poppvélin hefur nú verið nefnd Poppi og er gangsett daglega.

Uncategorized

Goggi formaður

Grillið sem við fengum (eftir pöntun) í jólagjöf kallast víst Goggi formaður (George Foreman) og var prufukeyrt í dag.

Algjör snilld! Kjúklingabringurnar voru heilsteiktar og safaríkar! Við höfum aldrei náð því almennilega á pönnu.

Uncategorized

Monstrous Regiment og Bikini Planet

Las til 5 í morgun í Monstrous Regiment og kláraði hana svo rétt upp úr hádegi. Sem endra nær fín bók frá Pratchett, að þessu sinni er það kvenfólkið sem er aðalfókusinn og barátta þess fyrir jafnrétti. Hann beinir ljósinu sérstaklega að því hvernig kvenfólk reynir að samsama sig reglum sem eru fyrir og hindra jafnvel aðrar konur í að ná langt af því að þær eru að spila eftir fordómafullum reglum.

Eftir kalt jólaborð hjá Guðbjörgu og Magnúsi héldum við í bæinn þar sem poppvélin okkar var prufukeyrð og stóð sig með prýði. Ég byrjaði á og kláraði Bikini Planet sem er þokkalegasti lestur, alvöru kiljubókmenntir.

Uncategorized

Til heimilisins

Sem endra nær, hinn fínasti aðfangadagur.

Meðal gjafa sem bárust voru heimilistæki (sérpöntuð reyndar af okkur) sem verður spennandi að prufa.

Að sjálfsögðu voru bækur meðal gjafa en reyndust þó eitthvað færri en til stóð þar sem helmingur Amazon-sendinganna var ekki kominn til landsins. Við eigum bara aukapakka eftir jólin!

Uncategorized

Humarsúpa

Eftir vinnu var stefnan sett á Árbæinn þar sem skipst var á jólagjafapokum.

Því næst lá leiðin á Selfoss þar sem við dveljum yfir jólin. Sigurrós greip með sér humarinn sem hefur legið í frystinum undanfarna mánuði og Ragna smellti honum í fiskisúpu sem var prýðiskvöldmatur!

Tengill dagsins er á The 10 worst films of the year. Hef aðeins séð Catwoman af þessum lista.

Uncategorized

Elmar atvinnumaður

Fyrir áratug og nokkrum árum betur kynntist maður dóttursonum Tedda. Í dag var einn þeirra að skrifa undir samning hjá Celtic, einu stærsta knattspyrnufélagi Bretlands. Brynjar litli bróðir hans er víst einnig að kíkja á ýmis lið.

Sá þá tvo í sumar í sextugsafmæli Tedda, frábært að draumar þeirra séu að rætast, fyndið að maður man eftir þeim bara sem pöttum.