Monthly Archives: September 2002

Uncategorized

Litla Kattholt

Dæmið um óréttlæti heimsins kristallast í jafnvel smámunum eins og þeim að á meðan að 3 bestu útvarpsstöðvarnar eru lagðar niður skilst mér að FM957 lifi ennþá.

Fór í próf í dag og kom því heim í hádeginu úr vinnunni, sá þá einn ógnarstóran kött, bolabítslegur kubbur frekar en feitt flykki, fyrir framan húsið. Þegar ég kom svo heim úr prófinu var hann farinn en tveir aðrir komnir í staðinn, annan kannast ég við, hann er fastagestur á tröppunum hérna, en hinn hef ég ekki séð áður. Fólkið á 1. hæðinni gefur köttunum nefnilega iðulega að drekka þannig að þeir leita alltaf aftur hingað. Ég vona að maður þurfi ekki að fara að vaða í gegnum kattasjó til að komast heim til sín.

Prófið gekk sæmilega, hefði örugglega getað fengið mun betra ef ég hefði asnast til að lesa bókina fyrr, ótrúlegt hvað maður skilur þegar maður les svoleiðis…

Áhugavert:

  • ‘Now after 18 years, Milan. It is better that I don’t see it’
  • Vatican Rips Berlusconi over Immigrant Death Quip
  • Uncategorized

    Pabbi að altarinu

    Karlinn er nú reyndar ekki að fara að gifta sig heldur mun hann leiða brúðina. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst honum aldrei að eignast stelpu, við urðum fjórir bræðurnir áður en mamma og pabbi gáfust upp á þessu. Því sá hann ekki fram á að fá að leiða brúði upp að altarinu fyrr en nú. Frænka okkar búsett í Svíþjóð ætlar að koma hingað heim og gifta sig með pompi og pragt og pabbi er búinn að vera að aðstoða hana við undirbúninginn.

    Ég er ekki á leið upp að altarinu enn, það eru svona 10-12 kíló í það.

    Dagurinn farið í lærdóm, einstaklega spennandi.

    Af Crymogaeu að frétta er það helst að fyrsta stjórnin hefur verið kosin með mig í forsvari. Ég tilkynnti okkur svo á opinberum umræðuþræði fyrir leikinn, svona til að allir hinir viti að rugludallarnir hérna fyrir norðan eru mættir með látum.

    Áhugavert:

  • Win-XP Help Center request wipes your HD
  • Uncategorized

    Forseti Crymogaea

    Dagurinn hefur farið í það að kynna sér fyrirlestrana sem að ég átti eftir í Java-námskeiðinu, hefði betur gert það fyrr upp á verkefnið að gera. Núna eftir helgi ætla ég að skipta niður í 80% vinnu svo ég geti tekið meira á í skólanum.

    Í kvöld var kosið um forseta og hermálafulltrúa Crymogaea. Ég get nú titlað mig sem forseta Crymogaeu, náði kjöri þar. Á morgun er svo kosið um síðasta embættið í stjórninni en tveir voru sjálfkjörnir í dag. Þetta er allt á góðri leið hjá okkur, verðum líklega í fínum málum þegar að leikurinn kemur loksins. Áhugasamir líti við og taki þátt í þessu með okkur.

    Áhugavert:

  • Færeysk mannanöfn
  • Klaufabárðarnir
  • Texas Man Charged for Using Stungun on Stepson
  • Uncategorized

    Næturvaktin

    RÚV sýndi óvenju góða mynd í kvöld, Taxi 2. Snilldarmynd frá Frökkum, áhugaverð bílaatriði (ég hef engan áhuga á þvílíku yfirleitt), mikill húmor og flott bardagaatriði. Ofurmódelið Emma Sjöberg er tær snilld í myndinni þar sem hún meðal annars berst með beran bossann við ninja-gaura.

    Nóttinni eyddi ég við að forrita í java, skilaði klukkan níu í morgun og fór heim að sofa.

    Í kvöld var það svo smá krukk í fartölvum, skipti hörðum drifum á milli tveggja HP OmniBook XE3 véla, þær eru orðnar aldurshnignar á tölvumælikvarða (2-3 ára) en brúklegar enn.

    Framboðsfrestur til embættis í bráðabirgðastjórn Crymogaea rennur út á miðnætti og kosið um helgina. Ég ákvað að skella mér í framboð eftir vandlega íhugsun.

    Áhugavert:

  • Hitler’s Best Friend
  • Doctors Advised to Stop Interrupting and Listen
  • A New Line of Work for the Tooth Fairy?
  • Does Saddam Have Three Doubles??
  • Uncategorized

    JavaTeiknir

    Edith Piaf hjálpaði mér í nótt þar sem ég sat og kóðaði. Alltaf hægt að treysta á hana.

    Setan heldur áfram, ég hef ákveðið að láta það sama yfir mig ganga og flesta aðra samnemendur og skila á morgun. Að auki hef ég gerst svo djarfur að nefna gripinn JavaTeiknir, sem allir sjá að er mun skýrara og betra en Teiknir.

    Mikið að gera í vinnunni, Hugvit var sjálft í dag meðal annars að opna nýja vefinn sinn sem virkar að sjálfsögðu eins í Mozilla, Netscape, Phoenix og Internet Explorer. Operu legg ég fæð á eftir að hún ákveður af og til að birta ekki stílsnið eða myndir og stundum alls ekki neitt.

    Áhugavert:

  • My hormones and my husband
  • Ladyshaver Sets Off Bomb Alert
  • Uncategorized

    Teiknir

    Fyrir átta mánuðum var það Teikniforritið Chagall sem ég gerði fyrir skólann, nú er það Teikniforritið Teiknir. Of tæpur á tíma til að gera eitthvað sniðugt úr þessu eins og ég gerði með Chagall á sínum tíma.

    Í kvöld og á morgun er það því javaforritunin sem að tekur allan minn tíma.

    Áhugavert:

  • Tacky Treasures
  • Alleged ‘Bumfights’ Video Makers Arrested
  • Eagle-Eyed Worker Unravels Toilet Roll Rip-Off
  • Jedi and Klingons Invade Dictionary, Muggles Wait
  • Coffee Can Kill Pain… but Only in Women
  • Scientist Seeks Body to Make New, Improved Human
  • No Bull, Some Believe This Magic Cow Cures the Ill
  • Uncategorized

    Verkáætlun

    Það er mikið að gerast í skólanum og vinnunni. Taktísk breyting í vinnunni, tilfærsla fólks á milli deilda til að bregðast við stærri verkefnum erlendis frá til dæmis, og því nýr nánasti yfirmaður.

    Í skólanum er nóg að gera, er að leggja lokahönd á verkefni fyrir morgundaginn, og svo er annað sem á að skila á fimmtudaginn. Í næstu viku eru svo miðannarpróf. Ég held ég fari að minnka við mig vinnu… þetta er orðið svolítið mikið allt saman.

    Crymogaea stækkar og stækkar, mikið líf á spjallþráðunum, sem ég hef engan tíma í að taka þátt í.

    Áhugavert:

  • Building the underground computer railroad
  • Miss Universe Fired, to Be Replaced by Runner-Up
  • FIFA sorry over ticket fiasco
  • FIFA rules immediate ban for red card
  • Uncategorized

    Crymogaea

    Í gær var stofnfundur hjá svokölluðu Player Association fyrir Star Wars Galaxies. Svona PA (eins og það er skammstafað) er svipað því sem aðrir þekkja sem “guild” eða klan. Enn eru nokkrir mánuðir í að leikurinn komi út en þegar eru til líklega hundruð svona PA.

    Þau hafa mismunandi markmið og lífslíkur, sum vilja leggja undir sig heiminn á meðan að önnur ætla að einbeita sér að framleiðslu og önnur að viðskiptum. Okkar PA hefur hlotið nafnið Crymogaea (tilvísun í skrif Arngríms Jónssonar um Ísland) og ég er búinn henda upp spjalli fyrir það á vef þess. Varðandi eðli og tilgang þessa félagsskapar vísa ég í stutta grein um þetta á Huga.

    Keypti í dag notaða HP OmniBook XE3 Celeron 550MHz, sem er 50MHz hægari en núverandi. Munurinn er hins vegar sá að þessi er með stærri skjá og DVD-drifi þannig að ég sætti mig við 50MHz skref niður á við. Helgin mun fara í tölvufikt vænti ég.

    Áhugavert:

  • High-Altitude Rambos
  • Latin Phrases and Words Used in English
  • Classics Technology Center
  • Uncategorized

    Javax.swing

    Merkilegt nokk en Swing er einmitt eitthvað sem ég er að gera slatta af þessa dagana, þetta Swing tengist þó ekki makaskiptum eða neinu þvílíku heldur forritun. Þetta er sumsé klasapakki fyrir gluggaforritun í Java.

    Titilinn “Þusari Íslands” fær Vilhjálmur Egilsson sem því miður er hægt að segja að sé þingmaður. Reyndar sem þingmaður braut hann stjórnarskrána þegar hann lýsti því yfir að hann væri að greiða atkvæði gegn eigin sannfæringu, en sem liðsmaður gegndi hann sínu hlutverki og greiddi atkvæðið eins og Davíð fyrirliði skipaði. Vilhjálmur ætti að átta sig á því að liðið sem hann spilar fyrir eru Íslendingar allir. Af hverju er ekki búið að lögsækja manninn?

    Þusaratitilinn fær hann annars fyrir ruglið sem að streymdi upp úr honum í Silfri Egils í dag þar sem hann sagði ekkert en fór í kringum allt sem hann var spurður og henti svo fram alls konar klisjum sem ekkert þýða. Undir hvaða pilsfaldi hann náði að smygla sér á þing veit ég ekki.. en sá pilsfaldur hefur verið stór og mikill til að hleypa svona gufumassa þar inn.

    Áhugavert:

  • More sex please, we’re Spanish
  • Iceland 5, Arpaio 0
  • Uncategorized

    KR meistarar

    Er Finnland súrt land og í sama flokki og alræðisríkin Kína og Norður-Kórea? Svo segir Pawel í grein sinni á Deiglunni. Sjálfur er ég ekki alveg sammála þessari greiningu á grey Finnunum.

    Þriðja árið í röð mistekst Fylki á lokadegi Íslandsmótsins í knattspyrnu að tryggja sér titilinn. Ég óska Willumi Þór til hamingju, þekki manninn og veit að meiri keppnismann hef ég ekki augum litið, smá fíflaskapur á körfuboltavelli er tekin af jafnmikilli hörku og úrslitaleikur.

    Réðst til atlögu við garðinn í dag, rakaði saman þeim laufum sem þegar voru fallin til jarðar og horfði illilega á þær þúsundir sem enn hanga á trjánum. Því næst var sláttuvélin dregin fram, hún stóð sína plikt í bakgarðinum en þegar að aðalgarðinum var komið fór hún að drepa á sér hvað eftir annað, kæfði sjálfa sig. Pabbi leit einmitt við og tækjakallinn hann benti á að hugsanlega gæti það verið möguleiki (kannski) að kertissnúran (eða hvað það heitir) þarfnaðist þéttingar við. Framgarðurinn er því með mjórri rönd af slegnu grasi. Framhald síðar með annari sláttuvél líklegast.