Monthly Archives: November 2005

Uncategorized

Sexföld Njála, tvöfalt afmæli

Í dag setti ég af stað prófarkalestur á Njálu á 6 tungumálum, íslensku, norsku, sænsku, frönsku, ensku og þýsku. Hægt er að komast í það á DP-Evrópu og leggja sitt af mörkunum þar.

Í kvöld fórum við svo í kaffiboð hjá pabba og svo hjá mömmu enda eiga þau bæði afmæli í dag. 

Uncategorized

Einstrengingsháttur

Forsetafrú Úganda ætlar núna á þing og hefur tilkynnt framboð sitt. Heyrði einmitt í henni á föstudagskvöldið síðasta á BBC þar sem hún prédikaði yfir ungmennum að smokkanotkun væri jafngild þjófnaði og morði, allt þetta sýndi skort á sjálfstjórn. Hennar lausn við eyðnivandanum sem er að kafsigla Úganda er skírlífi þar til eftir brúðkaupsdaginn. Bandaríkjastjórn mokar peningunum í þann málstað.

Hún bætti reyndar um betur og sagði að það væri hennar staðfasta trú að eyðni væri refsing frá guði og þeir sem fengju hana ættu það skilið.

Í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eru þeir ekki mikið betri. Þar handtóku þeir 11 pör samkynhneigðra sem voru að gifta sig. Þeir verða líklega skikkaðir í hormónameðferð til að "laga" þá auk fangelsis og hýðingar.

Uncategorized

Lúxussmábörn

Fórum í gær á Harry Potter og eldbikarinn. Völdum okkur lúxussal til þess að gera vel við okkur og til að sleppa við barnaskarann.

Það var hins vegar ekki betri áætlun en það að ein fimm ára stúlka var þarna, sem og ein átta ára stelpa og níu ára strákur eða svo.

Aldurstakmark í Lúxussal Sambíóanna er auglýst 16 ára, myndin sjálf er bönnuð innan 12 ára en aðspurðir sögðu foreldrar að miðasölustúlkur hefðu sagt þetta vera í lagi þar sem hún væri í fylgd fullorðinna, og miðavörslustrákarnir sögðu hið sama þegar ég spurði þá.

Þetta eru arfavitlausir viðskiptahættir og þjónustan er auglýst á fölskum forsendum þegar sagt er að 16 ára aldurstakmark er í salinn. Einnig kallað svik.

Hvað hátterni foreldranna varðar, að fara með smábarn á mynd með óhuggulegum atriðum, læt ég eftir sálfræðingum landsins. 

Uncategorized

Mamma Raymonds

Aðdáendur Raymond ættu ekki að missa af "mömmu" hans í þessari mynd.

Tveir ólíkir menn létust síðustu klukkutímana.

George Best var náttúrubarn í knattspyrnu en drakk sig ekki bara í hel tvisvar (lifrarígræðsla gaf honum tækifæri á að gera það aftur) heldur sóaði hæfileikunum eftir aðeins 10 ára feril.

Pat Morita var hins vegar leikari sem vann sig upp úr miklum veikindum sem barn (sem útskýra að stórum hluta til smæð hans) og í hjörtu áhorfenda, einkum sem karatekennarinn Miyagi.

Uncategorized

Vænn fengur!

Ég þekki þó nokkrar konur sem hefðu gjarnan viljað landa þessum feng sem sjómennirnir náðu.

BBC eru að hefja sýningar á nýjum náttúrulífsþáttum, um hryggleysingja. Ótrúlegar myndir sem þeir ná eins og sjá má!

Uncategorized

Nokkur myndbönd

Jólahúsið
Ég myndi ekki vilja hafa jólaskreytingu eins og þetta fólk er með, en ég er agndofa yfir því hvað þetta er frábærlega útfært!

Píanóleikarinn
Jahá. Ég kann varla að spila á píanó með puttunum, hvað þá með boltum!

Uppáhaldsfugl Sigurrósar
Fuglinn sem gengur á tunglinu!

Öll myndböndin eru frá MyPartyPost.com [1][2][3] en hýst á vefþjóninum mínum til að flýta fyrir.

Uncategorized

Úr skjalasöfnunum

Gaman að sjá tillögurnar að merki Kópavogsbæjar sem var valið 1965.

Sean Connery fær nú tugmilljónir fyrir hvert hlutverk en byrjaði hins vegar starfsferilinn með 21 skilding á viku.

Skjalasöfn og gagnasöfn er frábær.

Uncategorized

Bókagjöf og Syndaborg

Í dag fórum við á Bókasafn Kópavogs með enn eina gjöfina. Tugir kiljubóka og slatti af geisladiskum, allt í prýðisstandi.

Bækurnar sem ég gaf úr mínu safni og ættu því að vera gestum aðgengilegar eru:

Eftir Tom Holt
Djinn Rummy
Expecting Someone Taller
Falling Sideways
Faust Among Equals
Grailblazers
Here Comes the Sun
Little People
My Hero
Nothing But Blue Skies
Odds and Gods
Only Human
Overtime
Paint Your Dragon
Snow White and the Seven Samurai
The Portable Door
Wish you were here

Eftir Triciu Sullivan
Dreaming in Smoke

Eftir Sharyn McCrumb
Bimbos of the Death Sun

Eftir Bernard Werber
Empire of the Ants

Eftir David Garnett
Bikini Planet

Að auki bækur úr safni Sigurrósar og svo allir diskarnir, einnig úr hennar safni.

Í kvöld horfðum við svo á Sin City. Helmingi heimilismanna Betrabóls líkaði myndin en hinum helmingnum ekki. Mér fannst hún góð.

Uncategorized

Græni gripurinn (uppfærður)

Já, það er aldrei skortur á vanvitum sem vilja skipta heiminum í þá sem eiga það skilið að vera efnaðir og þá sem eiga það ekki skilið að geta menntað sig. Greinarhöfundur telur sumsé að búið sé að sanna það að ríkt fólk sé gáfaðra en aðrir, börn þeirra erfi gáfurnar og því eigi bara að sleppa því að veita öllum tækifæri á menntun, óháð efnahag.

Það minnir mig á grein í Fréttablaðinu í gær (bls. 56) eftir Þórð Pálsson, forstöðumann greiningardeildar KB banka, þar sem arðsemi námsins er hinn heilagi sannleikur. Ég held að við færum illa út úr því ef að heil kynslóð útskrifaðist sem lögfræðingar og viðskiptafræðingar. Það vill nefnilega svo til að mörg verðmætustu störf þjóðfélagsins eru með neikvæða arðsemi, kennarar, hjúkrunarfólk og aðrar mannauðsstéttir sem eru hverju þjóðfélagi lífsnauðsynlegar. Nei, heilagi sannleikurinn er arðsemi sem er mæld í krónum. Þess vegna er ekkert mál að hækka skólagjöld og minnka skólagöngu og "gagnslaus" bókleg fög sem koma menntun ekkert við eins og bókmenntir og listasaga. Heimskur er heimaalinn maður sagði einhver staðar, hluti atvinnulífsins lítur greinilega svo á að öll menntun umfram reikningshald og skrift sé óþarfi. Þarna sést í forpokuðu stórbændurna sem vildu ekki að lýðurinn menntaði sig, það væri óþarfi sem skilaði ekki neinu í gogginn.

Sem betur fer eru fæstir svona þenkjandi. Í gær var verið að kynna fartölvu sem beðið hefur verið eftir, hún er ætluð börnum í þróunarlöndunum og mun kosta um $115 eða um 7 þúsund krónur. Eins og sjá má af myndunum er hún litrík og fjölhæf. Já, fyrir þá sem eru að velta því fyrir sér þá er sveifin á henni aflgjafi. Með því að snúa henni í eina mínútu er hægt að hafa hana í gangi í rúman hálftíma.

Í framhaldi af mynd gærdagsins um fasisma þá benti D10 mér á þetta myndband. Samtökin sem minnst er á þarna er að finna hérna. Svo ég vitni í stórmenni bókmenntasögunnar, þá er þetta fólk klikk, held ég hafi áður andvarpað yfir því að þetta lið er á góðri leið með því að gera draum sinn að okkar martröð.

Uncategorized

Lesa lesa horfa

Enn á ég P.G. Wodehouse til að grípa í, nú síðast hef ég lesið smásagnasafnið Death at the Excelsior og The Coming of Bill, sem reyndist vera gamaldags rómans.

Flash-myndin 14 Characteristics of fascism sýnir að Bandaríkin eru á slæmri leið sem stendur, eitthvað sem við vissum svo sem.