Af Textavarpinu:
Hæstiréttur styttir fangelsisdóm
Hæstiréttur hefur stytt fangelsisdóm yfir manni sem ákærður var fyrir tilraun til manndráps, úr fimm árum og sex mánuðum í tvö og hálft ár. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa ráðist á fyrrverandi sambýliskonu sína á heimili hennar og slegið hana margsinnis í höfuðið með felgulykli.
Hæstiréttur fellst ekki á röksemdir héraðsdóms um að um tilraun til manndráps væri að ræða. Ekki væri hægt, af áverkum konunnar að dæma og aðstæðum á vettvangi, að fullyrða að maðurinn hefði ætlað sér að ráða konunni bana. Maðurinn var því dæmdur fyrir stórfellda líkamsárás. Auk þess hann þarf að greiða konunni 700.000 krónur auk málskostnaðar beggja aðila.
Nei auðvitað er maðurinn ekkert að reyna að drepa þegar hann ber með felgulykli í hausinn, þetta var bara smá bank!
Hæstiréttur hefur ítrekað létt dóma vegna ofbeldisbrota, bæði líkamsárasa og nauðgana. Þeir draga úr alvarleika brotanna og koma með svona fáránlegar röksemdir eins og hér að ofan. Hæstaréttardómarar ættu að skammast sín ofan í tær fyrir að meta mannslífið og mannslíkamann minna en ávísanahefti.
Svei ykkur.