Undanfarnir dagar hafa verið sérdeilis prýðilegir. Brosið varla farið af manni.
Í dag komu fréttir af prófinu ógurlega og útkoman var mun betri en ég þorði að búast við! Það lítur því allt út fyrir útskrift án endurtektarprófa, tvennar niðurstöður enn eftir en það yrði meiri háttar klúður ef ég hef fallið í öðru hvoru þeirra.
Svolítið síðan að ég tengdi út í lönd, bæti aðeins úr því.
Hjá Wired.com má lesa að búið er að finna fræðileg takmörk þess hversu hratt er hægt að skrifa gögn á tölvudiska, sem betur fer er það þúsund sinnum hraðara en bestu diskar í dag þannig að þetta er ekki alveg að fara að plaga okkur strax.
Þar má einnig lesa um hvernig fátækir eru að verða stór markaður í Afríku varðandi netið og upplýsingatækni. Þarna er til dæmis sagt frá internetinu í formi pínulítils minniskubbs sem svo er hjólað með í næsta bæ til að tengja þar í nettengda tölvu, og svo heim aftur. Gagnaflutningshraðinn nokkuð seinn en mun betri en aðrar aðferðir sem hafa verið prufaðar.
Svo má ljúka deginum með því að sjá nakið fólk stilla sér upp til að skrifa nafnið manns eða önnur orð (íslenskir stafir virka ekki).