Monthly Archives: February 2005

Uncategorized

Frelsarinn Bush… setur bæ í herkví

Tight security around the president’s stop in Mainz, a medieval city on the Rhine River where he held talks with Chancellor Gerhard Schroeder, did little to endear Bush to residents there. Kindergartens were shutdown and river traffic was halted, local authorities said by telephone. Garbage bins were hauled away and 1,300 manhole covers were welded shut because of fears of bomb threats.

The city was under what one newspaper called “house arrest,” and people were advised not to peek out their windows at Bush’s motorcade. (src)

Já, hann er svo mikill alþýðumaður hann Bush. Og vinsæll. Og virtur.

Eða þannig, með réttu.

Bær settur í herkví af því að dauðyflið skankaðist þarna um á fundi. Ekki horfa út um gluggann! Er þetta Beirút fyrir áratug eða Írak nútímans eða Mainz dagsins í dag?

Uncategorized

Ááááááiiii

Fréttavaktin áframsendi þessi tíðindi af föstudeginum 13. á mig.

Hins vegar rakst ég óvart sjálfur á fréttina um velska manninn sem skar af sér eistun eftir að hafa lagt þau undir í veðmáli um úrslit rúgbýleiks Wales og Englands þar sem Wales vann.

Uncategorized

Da Vinci code

Sigurrós kláraði að lesa The Da Vinci Code í gær og fékk mér til lestrar.

Ég las hana í nótt og fór afskaplega seint að sofa. Áhugaverðar pælingar í henni, og ef eitthvað þá eru svona aumingjaleg og illa ígrunduð andmæli bara til þess að gefa höfundinum meira vægi.

Uncategorized

Í augnablikinu getur verið…

Það er einhver hiksti hlaupinn í beininn (router) sem stýrir netsamskiptum Betrabóls við umheiminn. Svo virðist sem að við sveiflumst inn og út þessa dagana.

Ekki var þessi morgun glæsilegur, erum rétt komin frá heimilinu þegar bíllinn leikur á reiðiskjálf og undarlegir skruðningar berast, þjösnaðist í gegnum Kópavogsgjána og fór svo loks út í kant þar sem færi gafst og ég var ekki fyrir umferðinni, Sigurrós náði sér í leigubíl og hélt í vinnuna.

Aðstæður til dekkjaskipta voru ömurlegar og því hringdi ég í Vöku og pantaði bíl til að sækja mig og minn. Rétt eftir að ég er búinn að hringja sé ég tvo bíla frá Krók birtast í 10 metra fjarlægð, hinum megin við eyjuna. Þar er víst aðstaða þeirra. Sat þó og beið áfram.

Við rúntuðum svo með bílinn í Skipholtið þar sem Toyotunni var skilað alveg upp að dyrum og björgunaraðgerðir hafnar. Pabbi mætti á svæðið en hann hafði ætlað að stússast aðeins í Toyotunni og hafði farið fýluferð upp í vinnu á meðan að ég rúntaði um með bílinn á pallinum.

Í ljós kom að Vökumaðurinn var náfrændi minn, en við sjáumst svo sjaldan að við vissum ekkert hver hinn var. Pabbi lánaði mér svo sinn bíl og fór í stússið með Toyotuna. Glæsilegt alltaf að eiga hann að.

Úr umferðinni í gær er það annars að frétta að aftaníossi dagsins var ökumaður jeppans PN 923. Fær litlar þakkir fyrir það.

Uncategorized

Lífsmark og mikið í gangi!

Já, lesendur gætu hafa tekið eftir því að loks brast stífla hjá mér, 1242 færslur í röð, ein á dag, og svo bara ein og ein á stangli síðan þá.

Á bak við tjöldin hefur þó verið ýmislegt að gerast, meira gott en slæmt. Pabbi fékk að kynnast heilbrigðiskerfinu af eigin raun og þar er margt sem maður er ósáttur við.

Gleðilegri tíðindi eru þó þau að við Sigurrós höfum nú fengið kirkju, prest og fleira og munum gifta okkur í júlí. Tæknilega smáatriðið varðandi trúleysi mitt er yfirstíganlegt.

Uncategorized

Heilsan, bara fyrir hina ríku…

Eins og ég hef ítrekað minnst á þá er mér einstaklega illa við þá þróun sem er farin í gang hér á landi, þar sem efnaminna fólki er gert sífellt erfiðara fyrir að halda heilsu sem verður því einkaréttur hinna ríkari.

Þetta hefur grasserað í Bandaríkjunum, sem af mörgum er víst ótrúlega nokk talið fyrirmyndarríki. Rannsókn hefur nú sannað það sem margir hafa varað við: Study finds medical woes at root of many bankruptcies. Ef einhver verður fyrir slysi eða fær illvígan sjúkdóm er greinilega hægt að kveðja hugmyndir um sæmilegt líf nema maður sé þeim mun ríkari. Heilsuna eða peningana!

Uncategorized

Of augljóst fyrir ungt fólk?

Þetta er nú eitthvað sem mann grunaði: Old People See Big Picture Better.

Ungt fólk á betra með að nota viðmót sem er frekar einsleitt og smágert á meðan að eldra fólk vill frekar viðmót með miklum andstæðum.