Monthly Archives: July 2003

Uncategorized

Coalition of the Homophobic

Jæja þá eru páfinn og búskurinn búnir að lýsa því yfir að hjónabönd samkynhneigðra séu helsta ógn (vestræns) mannkyns.

Þessi mynd og þessi mynd gefa til kynna hvernig sagan mun höndla Bush yngri.

Ameríski herinn vill annars halda piltunum sínum frá syndabælum Evrópu og er því að setja upp leikjatölvur og vilja efna til keppna milli herstöðva.

Þetta er svo hræðilegasta SQL (fyrirspurnarmál fyrir gagnagrunna) sem ég hef séð (via Kidda).

Uncategorized

Foundation’s Edge

Kláraði Foundation’s Edge, 4ju bókina í Foundation seríunni, um daginn. Hún er skrifuð nokkrum áratugum á eftir þeim fyrstu þrem. Margir sem telja að Isaac Asimov hefði átt að láta það vera að halda áfram svona mörgum áratugum seinna.

Mér fannst hún bara sæmilegasta lesning, ekki stórvirki þó.

Uncategorized

Hnífur á vondum stað

Áááái. Maður sem hafði verið stunginn með hníf í hausinn beið í 6 tíma á meðan að læknar voru að meta hvernig best væri að ná hnífnum út.

Í Ameríkunni er búið að opna fyrsta skólann fyrir sam- og tvíkynhneigða. Joseph Farah hinn forpokaði verður auðvitað að skammast yfir þessu. Þetta sé akkúrat bein afleiðing af því þegar það var staðfest að stjórnvöldum kemur ekkert við hvoru kyninu fólk hefur mök með, næst verði það staðfest sambúð og Ameríka mun hrynja eins og Sódoma og Gómorra! Kaldhæðni að hann tilkynni það einmitt að hann hafi tekið við útvarpsþætti af Oliver North (Íran-Kontra hneykslið) sem nær um öll Bandaríkin. Svona menn eru hættulegir samfélaginu.Minnir mig reyndar á ónefndan íslenskan tugthúslim.

Uncategorized

Getum ekki beðið eftir sönnunum!

Setning áratugarins:

I think the lesson of Sept. 11 is that you can’t wait until proof after the fact.
Deputy Defence Secretary Paul Wolfowitz (src)

Já andskotinn hafi það að maður púkki upp á sannanir!

Menn skulu sko ekki handteknir til að vera leiddir fyrir dómstóla heldur eru þeir skotnir niður með eldflaugaárásum (synir Saddams) og lýst eftir mönnum lifandi eða dauðum. Vestramyndirnar hafa mikið á samviskunni fyrir að hafa alið upp svona fólk.

Uncategorized

Friður saminn

Já ekki fór þetta nú þannig að stærri orrusta yrði í dag. Vopnahlé í gangi og samningaviðræður og fleira. Það er bara næst!

Uncategorized

Stórorrusta

Í kvöld tók ég þátt í líklega stærstu orrustu sem hefur verið í EVE frá útgáfu.

Forsagan er sú að nokkur fyrirtæki (félag/klan í EVE) reyndu að ná stjórn á svæði sem margir aðrir eru á, skutu á fólk til að bola því í burtu.

Margir brugðust reiðir við og söfnuðu saman liði.

Uncategorized

Fáorður

Já, sumir dagar eru svona.

Frá Ammríkunni.. hvor er meiri lygalaupur, Clinton eða Bush?

Uncategorized

Nýjar græjur

Þetta var fínn dagur í græjuheiminum, fyrst fékk ég Armageddon orrustuskip í EVE og síðan fengum við Sigurrós stafræna myndavél sem lengi hefur verið á dagskrá hjá okkur. Búast má við einhvers konar myndaflóði eftir þetta.

George Orwell virðist hafa verið bloggari á sinni tíð, sama má segja um fjöldamarga sem hafa skrifað eða flutt reglulega pistla í hina ýmsu fjölmiðla.

Þetta er líklega með sjaldgæfustu dauðdögum veraldarsögunnar, sorglegt slys.

Sem oftar þá eru það fréttir að vestan sem nóg er að finna um, þar má nefna það að þingmenn vilja fá hjólreiðamenn aftur í bílana, vörur með innbyggð strikamerki sem valda mörgum áhyggjum og rannsókn sem ber saman íhaldsmenn ýmiss konar, þeirra á meðal Reagan, Hitler og Stalín.

Uncategorized

Náfölur

Í dag var minnst á það í vinnunni hversu náfölur ég væri. Metsól hefur ekkert í smá veikindi og innivinnu að gera.

Mikill fjöldi kvenna kannast við PopCap Games þó ekki nema óbeint sé. Það fyrirtæki býr til heilan helling af þrautaleikjum sem eru gríðarlega vinsælir. Það stendur víst einna best að vígi af litlu leikjafyrirtækjunum sem eru að höfða til þeirra sem að eru ekki mikið fyrir skotleikina sem eru vinsælastir.

Fræðimaður í Bandaríkjunum auglýsir hér verk sín og segir lestrarkennslu hafa verið á villigötum undanfarin 80 ár.

Uncategorized

Náin kynni af salerni

Já… klukkan fimm í nótt fór ég í ofboði á salerni heimilisins og var þar í klukkutíma. Heilsan var ekki mikið skárri þegar ég vaknaði stuttu síðar til að mæta í vinnu, ég var því heima við í dag en gerði mitt besta til að redda málum í vinnunni með því að liggja í símanum.

Sigurrós var ekki mikið skárri sökum hita en mætti þó til vinnu.

Gullkorn dagsins er:

We have a unique form of government where we recognize our rights do not come from a king or a ruler but from God

Þetta segja mennirnir sem ætla að setja “In God We Trust” á opinberar byggingar. Þeir kannast ekki alveg við það hvernig aðrir valdhafar, þar með taldir flestir kóngar, segjast hafa þegið vald sitt einmitt frá Guði. Snillingar þessir nýíhaldsmenn.