Monthly Archives: January 2004

Molasykur

Flautukall, Nígeríusvindl og LEGO

Ég bendi á alveg magnað myndband sem sýnir þvílíkan listamann að spila á flautur.

Hollendingar voru að nappa svona Nígeríuhring sem er búinn að pretta fólk með tölvupóstum og föxum þar sem þeir lofa gulli ef maður gerist milliliður. Þetta streymir samt áfram til mín.

Fyrir einhverju síðan benti ég á LEGO sem voru að leita að nýjum LEGO-meisturum í skemmtigarða sína. Úrslitin eru ljós og þrjú voru svo heppinn að láta draum rætast og vinna nú hjá LEGO við að kubba. Vel þess virði að skoða myndir af verkum þeirra.

Molasykur

Barn drekans

Tími fyrir nokkra magnaða tengla:

Uncategorized

Spaaaam

Svona lítur mitt heimskort út. Ekki hef ég nú farið til margra landa ennþá.

Ég er annars að drukkna í víruspóstum, tilkynningum um vírusa og tilkynningum frá póstþjónum sem halda ranglega að ég sé með vírus.

Uncategorized

Nintendo rokk

Nintendo rocks! Þetta eru gaukar sem spila tónlist úr Nintendo-tölvuleikjum…

Uncategorized

Ljótleiki

Þykjustuverðlaun dagsins fær þessi þýðingarvél sem snaraði setningu úr íslensku yfir á þessa ensku: “myself silk-stocking : extremely”. Ég læt ekki uppi frumsetninguna en hún var ósköp eðlileg íslenska.

Horfðum á Litla lirfan ljóta sem Sigurrós var að kaupa á DVD. Nokkuð nett.

Uncategorized

Sundance Sci-Fi

Úrvalið í sci-fi geiranum virðist gott á Sundance-kvikmyndahátíðinni. Hver er þessi Marteinn Þórsson annars?

Uncategorized

Hún springur!

Dagurinn fór í mælingar á SQL server 2000. Vei.

Titill dagsins fylgir þessari frétt.

Uncategorized

PHPað

Dagurinn farið aðallega í smá vefþróun. Næ vonandi að skutla því út á morgun.

Tengill dagsins er um rafrænar kosningavélar.

Uncategorized

Heimur farfuglanna

Við skruppum í bíó í kvöld. Fyrir valinu varð náttúrulega Heimur farfuglanna.

Ég sá í fyrra minnir mig trailer (myndskot?) úr myndinni sem að fékk mig til að gapa. Myndatakan var þvílík að maður trúði henni vart.

Myndatakan í myndinni sjálfri er algjör snilld. Mig dauðlangar að sjá heimildamyndina um gerð heimildarmyndarinnar! Hún er víst á DVD disknum, á einhver hann? Það er fátt sagt í myndinni en myndirnar eru margar þrungnar merkingu. Iðnaðarhverfið í Evrópu líktist einna helst Uruk-hai verskmiðju Sarúmans.

Reyndar grunar okkur þó að heimildamyndin um skordýrin sé enn áhugaverðari.

Eitt sem truflaði okkur. Gamla danska konan fyrir aftan okkur sem var svo spennt yfir myndinni að hún lýsti stórum hlutum hennar fyrir alsjáandi syni sínum (höldum við) sem sat við hlið hennar og gat fullvel séð þetta sjálfur. Þetta var fyrst pínu sætt en fór að taka á taugarnar. Við höfðum það þó ekki í okkur að snúa okkur við og segja þeirri gömlu að þegja. Þetta gerist víst þegar fólk sem er vant að lýsa öllu sem gerist í sjónvarpinu heima kíkir í bíó einu sinni á ári. Sætt en verulega pirrandi.

Uncategorized

Dót dagsins

Leikur dagsins: Pingvin (flash)

Niðurstaða dagsins: Does a good sleep make you smarter?