Nú var ég snöggur að redda mér og mínum, leysti þetta vandamál á örskotsstundu með því að smella inn PHP 4.1.2 á vefþjóninn, aleinn. Því minna sem ég þarf að bögga Egil því ánægðari erum við báðir. 🙂
Sissi er nú orðinn líkamsræktargoð íslenskra bloggera, hann er búinn að ná þrusuárangri á nokkrum vikum og sökum mikilla óska ætlar hann að smella upp leiðbeiningum fyrir okkur sem að erum að slást við nokkur aukakíló. Ég er að taka þetta núna hægt og rólega með því að breyta mataræðinu smám saman, en bíð spenntur eftir ráðum frá Sissa.
Svo er í dag víst síðasti dagurinn sem að Björgvin bloggar, … í bili. Okkar menn eru ekki að gera góða hluti í ár, frekar en síðustu 6 eða svo. Við Björgvin Ingi erum samt áfram harðir stuðningsmenn, það er víst svoleiðis að maður skiptir ekki um lið í fótboltanum, öðruvísi en í flestum öðrum málum.
Áhugavert: