Wesley Clark sem sækist eftir tilnefningu sem forsetaframbjóðandi demókrata er handviss um það að það hlýtur að vera hægt að slá ljóshraðamúrinn. Það væri svo sem ekki verra en er verulega ólíklegt.
Óheppinn maður lenti í því að ruslpóstari falsaði lénsnafnið hans á ruslpóstinn sinn. Greyið fékk því þvílíkan haturspóst en náði þó að finna hvaðan ruslpósturinn kom raunverulega og náði að loka á það í bili. Það er vonandi að lénið manns verði ekki svona fórnarlamb.
Efni sem notað er í bleyjum meðal annars er svo hugsanlega næsti bjargvættur bóka sem lenda í vatnsbaði. Virðist nokkuð magnað!
Fór ekki í skólann í dag, var heima að vinna að verkefni sem skila skal á morgun og að auki er ég búinn að vera undarlegur síðustu daga. Verkur sem byrjaði í taug eða vöðva í hálsinum hægra megin hefur fært sig ofar og það er eins og ég sé að fá eyrnaverk og hausverk hægra megin af og til. Afar pirrandi en virðist mikið til fara eftir hreyfingum og stellingum sem ég er í?
Endurgreiddi LÍN í dag rétt tæpar 40 þúsund krónur sem þeir segja að hafi verið mistök að láta mig fá og það hafi verið mér í óhag að fá þær? Ég sendi þeim póst þar sem ég fór fram á að endurskoða þetta fáránlega orðalag, það væri greinilega mér í óhag að þurfa að auka yfirdráttinn til að borga námslán sem er ekki einu sinni gjaldfallið.