Monthly Archives: March 2007

Tækni

Póstlistar hikstuðu, Windows læstist

Póstlistar sem eru hjá betra.is duttu niður í sólarhring eftir að rafmagn fór af og póstlistaforritið keyrði ekki sjálfkrafa upp aftur. Þetta hefur verið lagað.

Annars fór heimilistölvan mín endurbætta illa út úr þessu rafmagnsflökti… nú hangir hún í 20 mínútur eftir að MUP.SYS skráin er lesin inn áður en hún hleypir manni inn í Windows… um daginn þurfti ég að hringja út til Microsoft til að endurnýja windows-leyfið mitt af því að ég skipti nokkrum diskum á milli kapla í tölvunni… þar áður þurfti ég að setja Windows upp aftur þar sem ég uppfærði móðurborð og örgjörva, sem leiðir til bláskjás í Windows en Linuxinn hins vegar var voða svalur á því og sagði að það væri ekkert mál.

Hvaða Microsoft-snillingi datt í hug að gera stýrikerfið svona ofboðslega tengt vélbúnaðinum, að það keyrir ekki einu sinni upp ef skipt er um móðurborð…

Fjölskyldan

Ragna Björk Jóhannesdóttir

Heitir barnið eftir ömmum sínum. Í daglegu tali Ragna Björk, notum tvínefnið. Sigurrós er með myndir og fleira í sinni færslu .

Tækni

Nýr póstþjónn

Nú um miðnættið, eftir að hafa brunað í apótek til að kaupa þar Minifom fyrir gubbandi dóttur okkar, skipti ég loks á milli póstþjóna.

Notendur þurfa að gera eina breytingu í póstforriti sínu, sjá leiðbeiningar hér að neðan.

Enn fremur fá sumir þeirra ný lykilorð þar sem ég man ekki þau gömlu og er ekki með þau skrifuð niður (eins og vera ber). Í fyrramálið, laugardagsmorgun, sendi ég út SMS til allra póstnotenda betra.is með nánari upplýsingum.

Kerfið gæti hikstað aðeins fyrstu dagana, en enginn póstur ætti að týnast og gamli póstþjónninn er enn í gangi með þau gögn sem þar er að finna. Ég vakta kerfið og athuga hvernig það reynist.

Breyting vegna nýs póstþjóns
Breyta þarf innskráningarnafni, fyrir aftan það bætist nú við @betra.is. Til að breyta þessu í Thunderbird er eftirfarandi gert:

Póststillingar 1
1. Hægri smellt á efstu línuna í hliðarglugganum (þarna gæti staðið Local Folders eða netfangið þitt) og valið að fara í Properties.

Póststillingar
2. Farið í Server settings, og þar bætt við @betra.is í reitinn eins og sést. Aðvörun sem birtist skiptir ekki máli. Smellið á OK hnappinn.


3. Nú getið þið náð í póstinn ykkar, smellið á þann takka, nú birtist gluggi sem vill fá lykilorðið ykkar. Skrifið inn það sem þið fenguð í SMS og hakið við Use password manager svo þið þurfið ekki að slá það inn í hvert sinn.


4. Ef að heitið birtist undarlega í hliðarvalmyndinni (til dæmis tvisvar @betra.is) þá lagið þið það með því að hægri smella aftur á, velja Properties, og breyta þessari línu sem hér sést, takið út aftari @betra.is textann.

 

ATHUGIÐ!
Þeir sem athuga póst fyrir fleiri en eitt @betra.is netfang þurfa að gera þetta fyrir hvert netfang, ferlið er nákvæmlega það sama, nema hvað hægri smellt er á viðeigandi netfang.

Fjölskyldan

Stúlka Jóhannesdóttir

10. mars 2007 klukkan 15:31 fæddist okkur dóttir.

Skilja má eftir kveðjur á síðu móðurinnar, þessa dagana einbeitum við okkur að því að aðlagast þessu nýja fjölskyldumynstri og koma skikk á venjur dótturinnar.

Sagan í kringum fæðinguna kemur síðar á vefinn ásamt fleiri myndum og hvað eina!