Monthly Archives: August 2004

Uncategorized

Borðið fundið

Jæja, borðið fannst. Það hafði lent í garðinum (3 hæðir niður) og var frekar aumlegt á að líta. Verð að fara með það í Sorpu við tækifæri.

Næst kaupum við veglegra borð eða geymum það eins og við höfum stundum gert, á hvolfi, á meðan það er ekki í notkun.

Uncategorized

Fljúgandi húsgögn

Í dag þegar ég kom heim frá vinnu var hífandi rok og nágrannakonan að færa barnavagnana af svölunum. Ég heyrði einhverja smelli frá okkar svölum og ákvað því að líta á grillið, bjóst nú við að allt væri með felldu enda komnar þrjár teygjur á það til að festa kyrfilega svo það tækist ekki aftur á loft (eins og gerðist um daginn).

Svo reyndist nú ekki alveg vera, teygjurnar höfðu færst til og lokið á grillinu small aftur og aftur og aftur og var á góðri leið með að brotna af. Því hoppaði ég út á svalir, safnaði saman teygjum og ábreiðu og færði grillið á annan stað á svölunum þar sem ég súrraði það kyrfilegar niður.

Í hamaganginum tók ég ekki eftir því að plastborðið sem var á svölunum var horfið.

Uncategorized

Boltagláp

Svo sem ásættanlegt að á meðan maður slæpist um pirraður og veikur sé boðið upp á fullt af fótbolta og svo að auki Ólympíuleika. Eitthvað fyrir mann að gera.

Uncategorized

DVD gláp

Í gær horfðum við á 50 First Dates og Shallow Hal sem komu mér bara nokkuð á óvart.

Voru ekki eins mikið rugl og ég hélt og meira að segja ákveðin undiralda í þeim sem maður býst ekki alltaf við frá svona ærslaleikurum.

Þess utan hef ég bara slæpst um enda frekar pirraður á meðan að ég bíð eftir að lyfin og allt það virki.

Uncategorized

Kävepenin

Ég bryð nú Kävepenin af miklum móð, 1g töflur sem eiga að slá á tannrótarbólguna. Fékk þetta í gær eftir heimsókn á læknavaktina.

Í dag leit ég svo við hjá tannlækninum sem staðfesti það að um væri að ræða tannrótarbólgu og holaði tönnina því næst að innan og krukkaði í henni. Engrar deyfingar þörf, þetta var eina rótarfyllta tönnin mín.

Uncategorized

Medallion

Ég er að breytast í The Godfather hægra megin, kinnin öll að blása út og ég orðinn frekar aumur.

Kíktum í kvöld á The Medallion úr smiðju Jackie Chan. Eitthvað var söguþráður og leikur í slappari kantinum og frekar fá bardagaatriði frá karlinum. Slöpp mynd en Jackie er alltaf jafn viðkunnanlegur.

Uncategorized

m0o

Jú jú, þá er maður genginn til liðs við blóðþyrstustu ribbalda sem um getur í EVE.

Uncategorized

Lokað og læst rúm

Tengill dagsins er á rúm sem líkist meira öryggisskáp en svefnstað.

Uncategorized

The Wee Free Men

Kláraði að lesa fyrstu bókina af þeim fjölda sem ég fékk í afmælisgjöf. Þetta var The Wee Free Men, Discworld bók frá meistara Terry Pratchett. Hann smellir góðum skammti af þjóðfélagsádeilu og góðum punktum (af hverju gerum við X svona þegar hægt væri að gera það öðruvísi og betur). Hann er skarpur karlinn og bókin er góð.

Merkt sem barnabók og það er hið besta mál ef börn lesa svona bókmenntir sem fá þau til að velta hlutunum aðeins fyrir sér. Plummar sig vel sem fullorðins lesefni líka.

Uncategorized

Geltir ólympíukeppendur

Æ hvað þessir ímyndarfræðingar og allt þetta dæmi með að selja réttinn á efnissýningu getur verið erfitt. Það nýjasta var að íþróttamenn á Ólympíuleikunum mega ekki segja frá reynslu sinni á vefnum nema þeir hafi þegar verið með bloggsíður fyrir leikana.

Er ekki hægt að aðeins lækka græðgisþörfina?