Í dag þegar ég kom heim frá vinnu var hífandi rok og nágrannakonan að færa barnavagnana af svölunum. Ég heyrði einhverja smelli frá okkar svölum og ákvað því að líta á grillið, bjóst nú við að allt væri með felldu enda komnar þrjár teygjur á það til að festa kyrfilega svo það tækist ekki aftur á loft (eins og gerðist um daginn).
Svo reyndist nú ekki alveg vera, teygjurnar höfðu færst til og lokið á grillinu small aftur og aftur og aftur og var á góðri leið með að brotna af. Því hoppaði ég út á svalir, safnaði saman teygjum og ábreiðu og færði grillið á annan stað á svölunum þar sem ég súrraði það kyrfilegar niður.
Í hamaganginum tók ég ekki eftir því að plastborðið sem var á svölunum var horfið.