Monthly Archives: January 2007

Tækni

Orðabókarárás

Ekki var ég fyrr formlega hættur sem starfsmaður Landsbókasafns Íslands en ég varð fyrir orðabókarárás.

Orðabók þessi var reyndar rafræn og náði að smeygja sér inn á gamalt og ónotað notandanafn á vefþjóninum og setti þar upp veiðisíðu sem þóttist vera Bank of America. Þetta hékk inni í um 12 tíma eða þangað til aðili út í bæ lét mig vita af þessu.

1. janúar fór því í það að henda þessu og fylgifiskum þess út, finna hver stóð fyrir þessu og koma þeim tölum áleiðis og svo að loka og læsa öllu sem hægt var til að tryggja að svona árás, og aðrar óskyldar, nái ekki í gegn aftur.

Næsta mál á dagskrá er að aðstoða heimilisfólk Betrabóls við að minnka fjölda ruslpósta sem læðast inn í gestabækur og orðabelgi þeirra. Fjölmargar tölvur eru á bannlista en það dugir ekki til, né að nota tilvísunartækni til að athuga uppruna sendinga. Næsta skref er því að leggja fyrir gestaþrautir fyrir notendur og vona að ruslvélarnar séu illa að sér í þeim.