Monthly Archives: April 2002

Uncategorized

Verkefni verkefni

Þá er ég komin í frí frá vinnu í tæpar tvær vikur, nú mun verkefnið fljúga áfram.

Áhugavert:

 • Frumur forritaðar
 • Uncategorized

  Hæ, ég heiti Jia Zhanhan

  Í Kína gæti ég verið kallaður Jia Zhanhan, skrifað


  JiaZhanhan

  Eftirnafnið merkir “profound writing”. Ég læt lesendur um að dæma sannleiksgildi þess. (Ég er eins og flestir misgáfulegur eftir dögum)

  Áhugavert:

 • Lentum í svipuðu á leiðinni París – Lyon
 • Your Chinese name
 • Uncategorized

  Ég og Gandhi

  Tek nú sjaldan svona próf þó það gerist af og til, þetta var skondið þannig að ég tékkaði á því og í ljós koma að ég er….

  Þú ert Bre

  Þú hefur yndi af löngum stundum fyrir framan tölvuskjá fullan af óskiljanlegum perl galdraþulum og fílar að deila því með umheiminum hvað þú ert klár tölvukall.

  Taktu hvaða bloggari ert þú prófið hér!

  Fyndið! Til að standa undir nafni tékkaði ég svo á því á mjög einfaldan hátt hvaða bloggarar voru í boði þarna, það voru víst Ágúst Flygenring, Arnar Ar, Ása Ein (ekki nagportal, þekki ekki), Björgvin (hættur að blogga), Bjarni, Geir Ág, Gummi Joh og Katrín.

  Svona fyrst að ég byrjaði í þessu prófadóti tók ég þetta Political Compass próf, þar sem kom í ljós að ég er:
  Economic Left/Right: -5.38
  Authoritarian/Libertarian: -4.97

  Þetta segir mér ekkert svakalega mikið, en ég er ánægður með það að þetta virðist vera á svipuðu róli og Gandhi! Ekki leiðum að líkjast, sá sem að ég er fjærst frá á þessu er víst Thatcher gamla og geggjaða. Út úr þessu má lesa að ég virðist vera bullandi vinstrimaður. (Ég tek það fram að ég er fyrrverandi meðlimur í SUS, sem að hljómar æ líkara SS)

  Mitt eina komment á það er að samfélagið hefur grunnskyldum að gegna, og á að gegna þeim, það er fjarri því að ríka Ísland sinni þegnum sínum samkvæmt mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Öryggi, heilsa og menntun eru mannréttindi. Svo má markaðurinn bjóða í rest.

  Áhugavert:

 • A law to protect spyware
 • Ég er sammála þessum nafnapistli
 • Uncategorized

  Í dag var laugardagur

  Í dag var laugardagur, horfði með öðru auganu á Ólaf Stefánsson og Alfreð Gíslason verða Evrópumeistara í handknattleik og á Leverkusen gera titilvonir sínar hæpnar.

  Í dag hélt ég svo áfram að vinna í lokaverkefninu, kemst þó hægt fari.

  Í dag vann ég ekki í Lottóinu, tók þátt núna og í síðustu viku. Einhver vann þó 80 milljónir, vonandi einhver sem þurfti á þeim að halda.

  Uncategorized

  Bull og vitleysa

  Tengdó var að segja mér að einhver sérfræðingaþáttur var í gangi á Rás 2 og þar var víst “tölvukall” að segja að menn mættu ekki nota forrit sem þeir hafa keypt á heimilistölvuna á fartölvunni sinni eða sumarbústaðartölvunni (flottheit eru það).

  Mig minnir endilega að þetta stríði gegn íslenskum neytendalögum… ég heyrði þetta ekki sjálfur en mig grunar endilega að hann hafi verið að lesa upp viðskiptaskilmála Microsoft, en eins og allir ættu að vita eru þeir ólöglegir og brjóta í bága við íslensk lög .

  Áhugavert:

 • Spyware vs. Ad-Aware
 • Uncategorized

  Open Source is just another name for Communism

  Ásamt Nagportal eru RSS.Molar.is aðalleiðin að þönkum íslenskra vefritara.

  Rakst áðan á færslu frá Snæuglunni þar sem hún vísar í argandi vitleysing sem á þessa frábæru setningu:

  “new Macs are based on Darwinism! While they currently don’t advertise this fact to consumers, it is well known among the computer elite, who are mostly Atheists and Pagans. Furthermore, the Darwin OS is released under an “Open Source” license, which is just another name for Communism. They try to hide all of this under a facade of shiny, “lickable” buttons, but the truth has finally come out: Apple Computers promote Godless Darwinism and Communism.”

  Ég myndi brosa að þessu nema að mig grunar endilega að George W. Bush sé sammála þessum manni.

  Deiglan er enn einn miðillinn sem að áfellist Arafat fyrir að taka ekki Camp David sáttmálanum. Enn einn miðillinn sem að áttar sig ekki á að Camp David var svo gott sem uppgjafarsáttmáli, ég man ekki prósenturnar en samkvæmt Camp David þá áttu Palestínumenn að fá 22% af 43% Palestínu… það er að segja bara brotabrot af því sem Palestína var. Góðir samningar það.

  Uncategorized

  Himnaríki, mínútu í senn

  Skondið að það þarf ekki meira en smá logn og smá sól og þá er eins og maður sé í himnaríki hér á Íslandi. Því miður er þessi samsetning mjög óhefðbundin hér og nú þegar er komið rok, paradísin endist ekki lengi en það er alltaf jafn gaman þegar hún lætur sjá sig.

  Gærdagurinn var mun betri en mánudagurinn, gekk ágætlega að klára sum verkefnin sem voru á borðinu í vinnunni og við byrjuðum að forrita í lokaverkefninu.

  Áhugavert:

 • Musician to Napster judge: Let my music go
 • Dýr klósettferð
 • Prúðuleikararnir voru á undan með geimhænsni
 • Uncategorized

  Nagportall

  Egill er búinn að vera voða duglegur og nú er ofanritaður kominn á Nagportal, með ofanritaðri fyrirsögn. Passaði mig á því að halda Agli góðum með því að senda bara einu sinni póst og biðja um skráningu (fyrir löngu síðan en Egill er upptekinn mjög). Þá sem langar að komast á Nagportalinn bendi ég á að skráningarform er að fara í gang hjá honum. Nagportal státar núna af því að vera í útgáfu 4, síðan fyrir nokkrum mínútum síðan. Samferða mér á Nagginn núna eru þeir Geiri og Stefán Pálsson sem ég hef einmitt átt í samskiptum við undanfarið. Ísland síminnkandi fer.

  Þetta er nú meiri móðursýkin sem er í gangi út af kosningunum í Frakklandi. Hvernig getur lýðræðið tapað í lýðræðislegum kosningum? Þó að mönnum sé almennt uppsigað við Le Pen þá fékk hann þessi atkvæði með hefðbundnum aðferðum stjórnmálamanna, með því að segja það sem kjósendur vildu heyra. Er það bara ég eða eru fjölmiðlamenn almennt gaggandi hænur sem að elta næsta hanarassgat sem að þær sjá í leit að “the next big thing”?

  Góðar fréttir fyrir fótboltann! Gullmarkið verður lagt niður í Evrópu. Mikið var segi ég.

  Áhugavert:

 • Redneck Neighbor
 • Robert Fisk: Fear and learning in America
 • Uncategorized

  Stress

  Einstaklega óáhugaverður dagur, mikið stress í vinnunni að klára það sem er á borðinu (og hefur snarfjölgað) áður en ég fer í frí í næstu viku (klára sumarfrí síðan í fyrra, nýtist í verkefnavinnunni).

  Eftir stutta viðdvöl uppí skóla fór ég heim og las þar yfir þarfagreiningarskýrsluna okkar. Horfði svo á vitleysingana í Survivor þar sem að nokkurn veginn allir sem að hefðu getað talist eðlilegt fólk hafa verið kosnir í burtu. Mig er farið að gruna að mesti skíthællinn muni vinna þessa keppni.

  Áhugavert:

 • Digitally Imported
 • Hundi bjargað, þúsundir manna deyja
 • Uncategorized

  Brunasár

  Mætti rúmlega 10 í morgun í skólann og var þar til að verða 11 að kveldi. Við erum aðeins á eftir miðað við verkáætlunina sem við gerðum, en hún var líka mjög stíf, við settum viljandi mikla pressu á okkur.

  Kom heim að fórnarlambi bruna, Sigurrós hafði brennt sig klukkutíma áður og kælt brunann án afláts síðan þá en samt sveið hrikalega þannig að ég fór með henni á slysadeildina. Eftir klukkutímabið var loks farið að kíkja á hana og sá dómur kveðinn upp að þetta væri 2. gráðu bruni og umbúðir settar. Klukkan var hálf-tvö þegar við héldum heim á leið.

  Af uppáhaldsútlandinu mínu er það helst að frétta að Le Pen er kominn í seinni umferð forsetakosninganna. Mér fyndist reyndar skuggalega kómískt ef að hann ynni, þá væri kannski kominn einhver forseti sem að Bush gæti samsamað sig við.

  Sheffield Wednesday náði svo að hanga í 1. deildinni, hefðu getað fallið í aðra deild núna í síðustu umferðinni ef þeir hefðu stórtapað og Crewe unnið stórsigur. Svo fór ekki þannig að niðurlæging stórveldisins á sér einhver takmörk, í bili.