Monthly Archives: January 2002

Uncategorized

Heimilislaus

Rétt fyrir 14.00 kom tengdó heim og tilkynnti að hún hefði tekið einu (af nokkrum) tilboði í heimilið. Hún er að flytja á Selfoss í raðhús (sem er í byggingu) í júní/júlí, afhending hérna er 20. júní.

Við Sigurrós erum því eins og er heimilislaus (eftir 20. júní). Við erum búin að sækja um á stúdentagörðum, en fáum ekki að vita með það fyrr en í júlí að ég held, tveir aðrir möguleikar eru í skoðun. Við teljum okkur ekki vera tilbúin að fara að kaupa fyrr en eftir rúmlega ár (það var reyndar planið) þannig að við þurfum að redda okkur einhvern vegin þangað til.

Skilaði Chagall inn í kvöld, hann má nálgast hér.

Keypti nýja diskinn með Chemical Brothers í kvöld, ætla aðeins að melta hann.

Að lokum þá er auðvitað ekki annað hægt en að dást að því hvað landsliðið er orðið gott og spilar góðan handbolta, ég er ekki mikill áhugamaður en það er gaman að sjá alvöru þjálfara breyta liði í alvöru lið.

Áhugavert:

 • Ford loses hyperlink battle
 • Þegar kynlífsfræðsla fer ekki fram…
 • Uncategorized

  Bush o(f)sama-ður

  Bush yngri hélt víst svaka ræðu í gær, þar sem hann sagði meðal annars að “The United States will not permit the world’s most dangerous regimes to threaten us with the world’s most destructive weapons” og átti þar við Írak, Íran og Norður-Kóreu. Er það bara ég eða eru USA ekki sjálfir orðnir “the world’s most dangerous regime” svo ekki sé minnst á það að þeir eiga án vafa “the world’s most destructive weapons”. Þeir eru alls ekki barnanna bestir þarna í Írak, Íran og Norður-Kóreu, en ég sé ekki að stefna Bush sé það heldur. Hverjir ætli pirri Bush næst? Eigum við að prófa að skjóta eins og einn hval og athuga hversu langan tíma það tekur að stimpla okkur hryðjuverkamenn fyrir nýtingu náttúruauðlindar, bara af því að það samræmist ekki skoðunum Bandaríkjamanna?

  Áhugavert:

 • Virtual Bloody Sunday
 • Uncategorized

  Chagall skríður áfram

  Chagall skríður áfram, í gærkvöldi fóru 2 tímar í rugl út af einfaldri #include villu… ég bara sá hana ekki þó ég færi yfir allt fimm sinnum. Lokahnykkur á morgun fyrir dæmatímann, vonandi klára ég þetta þá (kannski snurfus á fimmtudeginum áður en ég skila…).

  Áhugavert:

 • Q-HTML
 • Uncategorized

  Survivor

  Þá kláraðist Survivor endanlega hérna heima, hjá okkur ríkti mismikil spenna, ég gat aðeins verið spenntur fyrir því að sjá hverjir urðu í 2., 3. og 4. sæti þar sem að AOL höfðu verið svo hrikalega sniðugir að segja mér að Ethan hafi unnið. Reyndar fannst mér hann síður verðskulda það en Lex. Lex og Colby (úr seríu 2) voru báðir yfirburðamenn og unnu fjöldann allan af challenges, þeir voru alvöru Survivors. Ethan virðist vera svakalegur mömmustrákur, gömlu konurnar allar að faðma hann og hann leitaði í barm þeirra af og til. Hann þykir víst alveg hrikalegt sætabrauð af kvenþjóðinni.

  Punktaði niður stutta grein á huga – matargerð um pizzur og piparsteikur.

  Áhugavert:

 • Mig hefur einmitt langað svolítið í svona turn
 • Cheney neitar öllu og engu
 • Heart’s Ease
 • Uncategorized

  Chagall

  Kláraði að lesa það sem sett var fyrir í gluggaforritun 1. MFC er ljótt á að líta.

  Dagurinn farið í tölvuleiki og MFC-forritun, Chagall 1.0 á að vera tilbúinn á fimmtudaginn.

  Uncategorized

  Lífsnautnaseggir

  Fyrri hluti dagsins fór í að redda tölvunni hans Kára, en aflgjafinn í henni var ónýtur. Í fjöldamörg ár hefur ekki einn einasti aflgjafi klikkað í neinni af fjölmörgum tölvum sem að ég hef komið nálægt, og svo allt í einu andast tveir nýlegir með stuttu millibili? Furðulegt.

  Grein í mogganum um “grænan” akstur, ökumaður KH 674 þyrfti að kynna sér svoleiðis, hann var ekki að fatta það á Sæbrautinni að ef hann gaf í þegar að það kom grænt, þá lenti hann á rauðu næst, á meðan að ég sem var fyrir aftan hann kom alltaf að á grænu. Að fatta þetta ekki eftir 5 ljós í röð…

  Í kvöld gerðumst við Sigurrós lífsnautnaseggir hinir mestu:
  Forréttur: cantaloupe-melóna
  Aðalréttur: piparsteik með bökunarkartöflum, rauðvín drukkið með
  Hlé: tja, sko það varð að vera
  Eftirréttur: desert með kirsuberjabragði frá Ostahúsinu, aðeins of væmið reyndar fyrir okkur.

  Horfðum á Austin Powers: The spy who shagged me á DVD, aukaefnið er stór kostur við DVD. Fínasta skemmtun að þessari vitleysu, mikið fyrir augað. Með myndinni var svo snakk og rauðvín, og undir lokin bættist all nokkuð nammi við.

  Uncategorized

  LAN #3

  VIT LAN #3 var haldið í kvöld, spiluðum 9 fyrsta klukkutímann en eftir það vorum við 8, spilað eitthvað aðeins á milli 18 og 19 (matartími rétt fyrir 19) en svo var stanslaus keyrsla til 00:30. Mikið gaman, mikið fjör.

  Áhugavert:

 • Scientists cross pigs with spinach
 • In the belly of the Enron beast
 • Skotar óhræddir
 • Burley: Beware Iceland
 • Uncategorized

  Þúsöld

  Kom í Þúsaldarhverfið í dag í fyrsta sinn, skutlaði Sigurrós í Ingunnarskóla þar sem hún er í áheyrn (sem að kennaranemar fara í áður en að þeir byrja í æfingarkennslu) í morgun. Skólinn er samansafn skúra á svæði sem er í fullri byggingu, lóðin er holótt stórgrýti og umhverfið allt hið nöturlegasta fyrir krakkana sem hvergi geta leikið sér. Ingunnarskóli er annars efst á hæðinni, 30 metrum frá hitaveitutönkunum.

  Grafarholtið, eins og þessi staður heitir landfræðilega, er ekki að byggjast jafn hratt upp og reiknað var með. Það var líka með ólíkindum hvernig að þessu var staðið. Einstaklingar gátu ekki ráðið neinu, búið var að teikna upp allt hverfið, hvert einasta hús og hvert einasta herbergi ásamt því að búið var að ákveða litina (held ég svei mér þá) áður en svo mikið sem fyrsta grafan mætti á staðinn.

  Fyrir utan það að þetta er rokrassgat mikið (og það er eitthvað sem að fólk pælir í á þessu skeri) þá var þarna gert út um það að einstaklingar gætu aðlagað tilvonandi heimili að eigin þörfum, því kemur það ekki á óvart að ásóknin í að búa þarna hefur verið dræm. Svo hafa götuheitin ekki ýkja mikið aðdráttarafl. Þarna er allt morandi í dæmum um að mannlegi þátturinn hafi illa mikið gleymst (og reyndar málfræðin hvað “þúsöld” varðar).

  Skrifaði enn eina greinina á Huga í dag, hana má lesa hérna.

  Áhugavert:

 • Iceland places trust in face-scanning
 • Buy DVDs and games abroad – and break the law
 • South Korea to cheer for all in World Cup
 • Uncategorized

  Teikniforritið Chagall

  Fann í dag skemmtilegan XML-staðal sem er innbyggður í PHP, nefnist WDDX. Gæti vel nýtt mér hann í framtíðinni.

  Í skólanum byrjaði ég á fyrsta skilaverkefni annarinnar, það gildir 15% og á að vera teikniforrit og skilast fyrir miðnætti 31. janúar. Ég er svo duglegur við nafngiftir að í stað þess að nefna forritið Teiknir eins og kennari nefnir sem dæmi og margir nota, þá leyfi ég mér að nefna forritið Chagall. Svo sem ekki uppáhaldslistamaðurinn minn, en nafnið fannst mér bara henta svo vel.

  Svona til þess að láta undan fjöldanum hef ég fengið mér MSN Messenger, þó tregur hafi verið til. Hægt að adda mér á contact lista með því að leita að messenger@totw.org. Það skondna er að ég get ekki breytt profile hjá mér þar sem að ég þarf að vera a.m.k. 13 ára til þess. Bravó! Microsoft tókst að yngja mig upp um meira en helming! Gargandi snillingar.

  Áhugavert:

 • Coins of the Realm (part 2)
 • Uncategorized

  Kuldakast er þetta

  Hrikalega kalt í dag, fengum okkur kvöldmat á Subways í Borgartúni og sáum á hitamæli þar að það væru -9°C úti við.

  Á flakki á vefnum rakst ég á myndir af þeim stúlkum sem ljá þeim Powerpuff Girls raddir sínar (á ensku, íslenska talsetningin hljómar illa það sem ég hef heyrt af henni), Tara Strong talar fyrir Bubbles, hægt að lesa meira um þær stöllur á mjög áhugaverðum vef um raddleikara (voice actors), sjá þessa síðu þar um Töru og þessa síðu með lista yfir raddleikarana í Powerpuff Girls.

  Áhugavert:

 • Capitalist Pigs
 • Software can spot digital deceivers
 • How Microsoft drove me to Linux
 • Örgjörvatími í þágu læknisfræða
 • Pope loves, fears the Internet