Monthly Archives: November 2001

Uncategorized

Allt þá þrennt er…

Svo vona ég í bili. Fór snemma í morgun aftur vestur, sæmilegasta veður mestalla leið en um leið og ég fór í gegnum hliðið (checkpoint) varð skyggnið ekkert, enda er herstöðin ofan á hól í algjöru berangri. Sá ekki kennileitin sem ég hef ratað eftir til þess að fara í vöruhúsið (sem ferð minni var núna heitið á) þannig að eftir að hafa villst um í engu skyggni náði ég að fá leiðbeiningar hjá Keflavíkurverktökum sem þarna eru með mikla starfsemi. Þessari síðustu kennslustund lauk svo um hádegi og ferðin austur (því ekki fer maður norður til höfuðborgarsvæðisins.. er það?) gekk vel.

Í kvöld er svo mikil ládeyða í mér að ég hef ekki hugmynd um hvað ég á af mér að gera.

Uncategorized

Á veginum aftur

Skrapp aftur á herstöðina með viðbætur og til að kenna nokkrum aðilum á kerfið okkar. Fínt veður á leiðinni vestur (hvernig fær fólk út að þetta sé að fara “suður”?) en á leiðinni til baka var mjög hvasst, nokkuð sem að hristir svona létta og háa Yarisa pínulítið of mikið.

Gjörsamlega að deyja úr þreytu, búin að vera ágætis törn undanfarið.

Uncategorized

NAS og sending

NAS er lénið sem við vorum að logga okkur inná í dag uppá Keflavíkurvelli í dag, vorum með lappa sem við þurftum að tengja við lénið og sem vænta mátti var slatti af öryggisatriðum. Þegar að loksins grey vélin var tengd við lénið tók það hana 3 mínútur eða svo að lesa allar öryggisreglurnar sem að eru á léninu, hvað hún mætti og mætti ekki gera. Uppsetningin á kerfinu gekk vel annars.

Í kvöld var svo pakkinn sem Amazon.co.uk sendu af stað á laugardaginn að koma í hús, 4 dagar sem þetta tók, ekki slæmt það. Frá Bandaríkjunum á maður ekki að panta nema maður panti jólagjafirnar í júní… skelfileg þessi bandaríska aðferð að senda póst til útlanda einmitt þangað… og þá skiptir ekki máli hvert útlandið er, um leið og pakkinn er farinn út fyrir Bandaríkin eru þeir lausir við hann. Þannig geta pakkarnir manns farið til Grikklands, þaðan sem þeir verða svo að þræða Evrópu áður en þeir komast til Danmörku og þaðan til Íslands. Einn galli raunar, það vantaði eina litla kilju sem ég pantaði, nú er bara að komast að því hvort að Amazon hafi gleymt að setja hana í (hún er þó á kvittuninni) eða hvort að tollararnir hafi gleymt að setja hana aftur í við skoðun.

Uncategorized

Fínn dagur í vinnunni

Gaman þegar að svona gerist, engin vandamál fyrir utan að ein vélin fékk vægt hjartaáfall (réttara sagt netkortið hennar) og er því í smá dái þangað til að ég skipti um netkort.

Skoðaði phpDig betur í dag og verð að segja að þetta lítur virkilega vel út. Prufaði að indexa nokkra vefi, bæði mína eigin og annarra og þetta ætla ég sko að setja upp. Mér líst svo vel á þetta að ég ætla að gera mitt besta til að hjálpa til í þessu verkefni, svo skemmir ekki að þetta er Frakki sem er með þetta, en Frakkland er í mínum góðu bókum (þeir reyndar eru alveg ómögulegir í að skrifa orðin eins og þau eru sögð…).

Uncategorized

phpDig

Er búinn að velta því fyrir mér hvernig væri best að koma upp leitarvél á vefsetur, núverandi kerfi hjá mér er frekar frumstætt. Fann þessa frábæru leitarvél sem heitir phpDig og líst mjög vel á.

Dagurinn og kvöldið fóru annars í vinnu… stóra verkefnið er á leiðinni í uppsetningu von bráðar.

Uncategorized

Allir vinna

Lazio komnir í betri mál en áður með 1-0 sigri á Juventus. Bara þrjú stig í topplið Chievo. Svo unnu Uglurnar Stockport 5-0 og Lyon unnu Auxerre 3-0. Það koma svona einstaka helgar sem að allt gengur upp í boltanum, verst reyndar að lesa það að Björgvin hafi stjórnað Leeds til árangurs í CM, ég hef stjórnað mörgum liðum en Leeds snerti ég ekki!

Áhugavert lesefni:

 • New tree found in Vietnam
 • Uncategorized

  Sekt uns sakleysi er sannað

  Kanarnir slökkva bara á internetinu í Sómalíu vegna gruns um tengsl við hryðjuverk. Öll þjóðin líður fyrir það, bankafærslur, sími og netaðgangur hefur verið rofinn.

  Stjórnmálamenn eru oft þeir sem ekki ættu að hafa völdin, enda oft svoleiðis að þeir sem sækjast eftir völdum eru síst hæfastir til þess að fara með þau.

  Uncategorized

  Póstur, götur og wGetGUI

  Þegar ég ók upp Nóatúnið í morgun varð ég fyrir því að aka á tæplega 50 km hraða ofan í smáskurð sem þar hafði verið skorinn þvert yfir götuna. Ég giska á að hann hafi verið um 20 cm á breidd og 5 cm djúpur, en það sem var aðalhættann var skörp malbiksbrúnin sem þarna var. Engar merkingar voru til þess að vara við þessum skurði, og ef ég hefði verið á meiri ferð hefði örugglega geta farið verr fyrir dekkjunum mínum. Ég sendi bréf því á gatnamálastjóra þar sem ég lýsti yfir hneykslun minni á því að merkingar vantaði. Hann svaraði mér:

  “Þarna var grafinn skurður á seinni part dags á miðvikudegi og til stóð að malbika hann í gær sem ekki gekk eftir vegna veðurs.Eins og lýsing þín bendir til hefur af sömu ástæðum skolast úr yfirborði hans og myndast brúnir við malbik. Fyllt hefur verið í skurðinn að nýju og fylgst verður með ástandi hans en gert er ráð fyrir frágangi á mánudag.”

  Hins vegar kom ekkert þarna fram um hvort að merkingar yrðu bættar…

  Komst að því mér til mikillar ánægju að Símnet eru búnir að breyta stillingum SMTP-þjónsins síns, spurning hvort að það hafi gerst núna síðustu daga, eða þá (sem er líklegra) þegar þeir skiptu alveg um póstkerfi fyrir nokkrum vikum síðan. Ég get sumsé sent póst án þess að hafa hann með Reply-To: notandi@simnet.is. Mínusinn sem Símnet hafði fyrir lélega SMTP-þjónustu sína fyrir nokkrum mánuðum er því strokaður út.

  Er búinn að vera kátur yfir því undanfarið að finna wget fyrir windows (dos), fór svo að spöglera í því að æfa mig í gluggaforritun fyrir windows með því að búa til GUI útgáfu af wget. Fann ég þá ekki einhvern sem var þegar búinn að því, wGetGUI. Ætla aðeins að krukka í kóðann og athuga hvort ég geti eitthvað bætt þetta, eða lært af þessu.

  Áhugavert lesefni:

 • Bill Gates Gives Open Source a Boost
 • Uncategorized

  Dagbók komin á koppinn

  Þá er dagbókarfítusinn sem ég er að búa til kominn á lappir og á koppinn. Á eftir að vinna úr valmöguleikum til birtingar og þá ætti allt að vera orðið voða fínt. Þennan módul verður svo hægt að nota í ótrúlegustu hluti í Vefkofanum og fleiru. IE eingöngu þó… eins og er.

  Missti af frönskutímanum í dag, í fyrsta sinn. Var frekar slappur og búinn að vera stórundarlegur í maganum áfram…

  Gaman að sjá að páfi er ekki algjör afturhaldsseggur.

  Uncategorized

  Það er allt í músinni

  Spilaði í dag loksins með réttri músarstillingu í Counter-Strike, henni var breytt um daginn þegar að einn vinnufélagi fékk að spila í fjarveru minni. Ég er búinn að vera að spila ömurlega síðustu 2 vikur, og held að aðalástæðan sé þessi stilling, ég var ekki að hitta stóra feita kalla þó að ég stæði ofan á þeim. Var kannski ekki alveg brilljant í dag en gekk mun betur. Byrjaði að skipuleggja næsta LAN í vinnunni, ætlum að hafa það daginn fyrir jólahlaðborðið.

  Kláraði Psychostore í kvöld, ágætis lesning en kannski ekki tær snilld.

  Áhugavert lesefni:

 • Stop Policeware