Monthly Archives: January 2002

Uncategorized

Ljóta ruglið

Sá áðan á Skjá Einum þátt úr CSI þáttaröðinni. Ég hef séð þessa þætti af og til með öðru auganu og fundist þeir svona lala, en þessi var aftur á móti alveg í sérflokki. Meira rugl hef ég ekki séð á skjánum síðan að ég sá óvart 2 mínútur af Steinunni Ólínu og sullumbullinu hennar á RÚV. Það eru margar góðar ástæður fyrir því að þau fáu skipti sem ég horfi á sjónvarp þá er það ekki á neina íslenska afþreyingarrás. Eina undantekningin er sápuóperan Survivor sem að er alltaf jafn skondin.

Náði mér í demó af Empire Earth (frá einum aðalhöfundi Age of Empires) í dag og prufaði aðeins. Leist ekki nógu vel á þetta, allt of mikið af einhverju fancy þrívíddardæmi og óþarfa, held mig við Age of Empires II, kannski ég fái mér bara uppfærsluna (þar sem þegnarnir eru loksins ekki alveg eins vitlausir).

Áhugavert:

  • Generation X
  • Uncategorized

    HM 1998

    Fyrri hluta dags dundaði ég mér við að setja aftur á vefinn myndirnar frá HM98 ferð minni og þriggja félaga minna. Myndirnar var upphaflega að finna á www.totw.org þegar það var upp á sitt besta fyrir 3 árum, en þegar að ég kippti því úr loftinu eftir að www.worldfootball.org fór í gang þá var þær hvergi að finna á netinu.

    Þar sem að myndir.betra.is var komið í gang þá notaði ég tækifærið og smellti myndunum aftur á netið, þær er að finna á myndir.betra.is/france98.

    Þetta var stórskemmtileg ferð og ekki er verra að hún var seinna meir lykilþáttur í kvennaveiðum mínum :p

    Í kvöld er ég búinn að vera með annað augað á Eurosport þar sem að Búrkína Fasó tók Suður-Afríku hressilega fyrir í fótbolta, en náðu samt ekki að skora, 0-0 fór það, og hitt augað á tölvunni þar sem ég er að vinna í þemavali fyrir þennan vef, fyrra augað sveiflaðist svo eftir fótboltann yfir á Discovery Channel þar sem tveir mjög áhugaverðir þættir um múmíur voru.

    Uncategorized

    Vefþjónn snýr aftur

    Vefþjónninn sem fór í viðgerð um miðjan desember er núna búinn að keyra hikstalaust í viku í prófunum, þannig að ég ákvað að færa vefina aftur yfir á hann. Yfirfærslan gekk mjög vel fyrir sig, tók innan við klukkutíma að færa gagnagrunna yfir og breyta IP-tölum.

    Notaði tækifærið og setti upp Myndir.betra.is, sá vefur er reyndar galtómur eins og er, en þarna ætla ég að henda inn einhverju af þeim myndum sem ég á. Uppsetning á þessu gekk mun auðveldar fyrir sig á linux en hún hafði gert á Windows.

    Uncategorized

    Evolution

    Ég er svanur hvað kynlífið varðar, Sigurrós er koala. Áhugavert að vita það, hvað ert þú?

    Skruppum á Laugarásvídjó eftir matinn (ég sá um hann í þetta sinn, þar sem hamborgarar eru svona með því fáa sem ég get eldað eins og er), sáum þá að þeir eru loksins fluttir í nýja húsnæðið (og gerðu það víst í gær) sem er aðeins í 300 metra fjarlægð frá gamla staðnum. Stórt og gott húsnæði og DVD-myndirnar þekja heilan vegg. Tókum Evolution á DVD, stóð vel undir væntingum og meira en það, fínasta grínmynd.

    Uncategorized

    Dómarar

    Það eru ekki bara stjórnmálamennirnir sem eru vandamálið hvað íslenskt dómskerfi varðar, þeir setja jú refsiramma en það eru dómararnir sem að eiga að vera hlutlausir og kveða upp dóma. Þeir eiga að halda sig fjarri atburðum samfélagsins virðist vera, og þeir hafa sett sér þá reglu að sambærileg brot hafi í för með sér sambærilegar refsingar. Þetta hefur fært þá fjær og fjær raunveruleikanum, 12 ár fyrir smygl, 3 ár fyrir hættuleg rán svo ekki sé minnst á nauðgunarmálið illræmda.

    Íslenskir dómarar eru lágt skrifaðir með réttu, þegar að ofbeldisglæpir hafa í för með sér vægustu refsingarnar þá er mikið að gildismati þeirra. Ef einn dómari í fyrndinni dæmdi vægt í máli nauðgara, eiga þá allir dómarar nútímans að fylgja því vonda fordæmi? Blindur leiðir blinda.

    Uncategorized

    Skóladagur

    Svolítið hefðbundinn háskóladagur í dag, þar sem að ég tek mér nú frí frá vinnu á miðvikudögum (er því í 80% vinnu þessa dagana).

    Vaknaði 9, 9.10, 9.20, 9.30, 9.40, 9.50, 10.00, 10.10, 10.20 og 10.30 þegar ég loksins náði mér á lappir. Eins og sést er ég mjög góður í að slá á “snooze” takkann.

    Horfði og hlustaði á fyrirlestra úr skólanum í dag og mætti svo loks í tímann klukkan 18.00. Ætla að reyna að halda mér almennilega að náminu í vetur, hugsanlegt að ef að álagið eykst muni ég minnka vinnu enn meira. Á morgun er tími í Stýrikerfi 1, sem betur fer slapp ég við að kaupa bækur fyrir 12 þúsund krónur fyrir það fag, fékk aðra bókina lánaða hjá vinnufélaga, og hin er víst ekki til og verður ekki til þannig að við fáum bara ljósrit frá kennara.

    Uncategorized

    Javaskrifta

    Tóti fyrrum vinnufélagi og núverandi fjarvinnufélagi bað mig um smá javaskriftu í dag til þess að skipta út texta eftir völdum tengli. Ég sendi honum smá dót sem að virkaði bara í IE5+. Ég var ekki nógu sáttur við það að dæmið virkaði ekki í Netscape 6 þannig að ég fiktaði mig áfram þar til að dæmið virkaði bæði í IE5+ og NS6+ og mér til furðu líka í Operu 5+. Langt síðan að ég hef séð javaskriftu sem að virkar í öllum þremur, þetta er svo sem frekar einföld skrifta en samt gaman að hún virki. Alltaf gaman að gera hluti sem virka.

    Uncategorized

    Vínstandur

    Eftir vinnu í dag gerðist ég voðalega heimilislegur (á minn mælikvarða) og kíkti í IKEA til að leita að vínstandi. Eini vínstandurinn þar var eitthvað viðarspjald sem að var frekar óhrjálegt. Ég skrapp því heim og lagði til við Sigurrós að við skryppum í Kringluna, sem vænta mátti fannst henni það frábær hugmynd. Þar skoðuðum við ýmsa vínstanda áður en við sáum einn sem að okkur leist ekki bara vel á, heldur var líka í þeim verðflokki sem við höfðum hugsað okkur. Við keyptum því í Duka lítinn vínstand á fæti fyrir 3 vínflöskur, vonandi þýðir þetta að við lendum ekki aftur í veseni með þurra korktappa eins og hefur gerst síðustu skipti.

    Núna er hægt að sjá breska þingið (þingin) á netinu, á http://www.parliamentlive.tv/, engin útsending í gangi akkúrat núna reyndar, en það var skondið að heyra muninn á þulunum hjá House of Commons og House of Lords sem að segja “House of Commons/Lords sound”. Önnur greinilega yfirstéttarpía. Hvor haldiði að það hafi verið?

    Áhugavert:

  • Bandaríkjaforseti vs. saltkringla
  • Microsoft samir við sig
  • Uncategorized

    Ísland eitt

    Ætluðum að hittast í kvöld og taka einn leik saman, gömlu TFC-hundarnir í klönunum VIT og gRiD. Byrjuðum smá upphitun en með hverri mínútunni varð netsambandið verra og verra, og á endanum var ákveðið að fresta leiknum um tæpa viku eða svo.

    Ísland virðist alveg sambandslaust við umheiminn eins og er, ekkert netsamband til útlanda, alltaf jafn magnað og þreytandi hvað við getum orðið gjörsamlega sambandslaus af og til.

    Áhugavert:

  • Human Life – but not as we know it
  • Uncategorized

    Eftirlifandinn

    Survivor. 3. Ég veit hver vann. Ég vildi ekki vita það. Ég ætla ekki að segja frá því, því ég vil ekki eyðileggja fyrir öðrum. Eftir að hafa passað mig vandlega á því að lesa ekki neitt Survivor tengt (einhver á hugi.is póstaði hverjir færu næstir eitt skiptið og eyðilagði 3 þætti fyrir mér) þá fæ ég auglýsingaglugga í andlitið með mynd og nafni viðkomandi.

    Ég var sumsé að reyna að laga vélina hjá Kára, og tengdi mig við netið, nema hvað að þá poppar ICQ upp (ræsti sig sjálfkrafa við nettengingu) og með því auglýsingaglugginn sívinsæli. Í honum var flennistór fyrirsögn þar sem sagði “(nafni leynt) wins Survivor!” og mynd af (nafni leynt) fyrir ofan. Meira vil ég ekki segja því að ég vil ekki skemma fyrir öðrum.

    Ljósir punktar í dag, sá Newcastle vinna óþokkana í Leeds, og flísin náðist út, umvafin siggi. Hélt sér þarna inni í mánuð óbermið.

    Sigurrós las óvart í DV hver vann Survivor 2 en hélt því að sjálfsögðu leyndu. Ég mun gera hið sama. Eftirfarandi bréf sendi ég svo á ICQ idjótana:

    =x=x=x=x=x=x=x=x=x=
    To: support@icq.com
    Subject: Survivor 3: Advertising window for users in other Countries

    Today while trying to fix a computer I allowed it to dial-up so I could fetch updates.

    To my surprise ICQ then became active (not my computer, but I have disabled this functionality now) and there in a big advertising window I could see a picture of the Survivor 3 winner along with his name.

    WHY ON EARTH do you do such idiotic things? Survivor depends on people not knowing the results, I assume that the final show was yesterday or something in the US, and so about everyone there that WANTED to know knows, but ICQ is used all over the world and at this time there are still 6 people left on the show here in Iceland. I REALLY detest you now, I’ve gone considerable lenghts in avoiding to hear any rumours about the winner, but then you put a big window with the persons face and name and announce it as the winner.

    I’m sure that all your customers which are not based in the USA are just thrilled to know who won it, that means they no longer have to tolerate the excitement and participate in discussions on “who is going to win it” with those that are not ICQ users. I hope you understood this sentence in the sarcastic tone it was intended.

    Those who wanted to know about the winner have always been able to go the the official website and learn it from there, I fail to see what gain you think you are giving to your audience, those who taped the show might yet not have seen it and so this is a nasty surprise for them as well.

    A very bad move ICQ.
    =x=x=x=x=x=x=x=x=x=