Eftir vinnu í dag gerðist ég voðalega heimilislegur (á minn mælikvarða) og kíkti í IKEA til að leita að vínstandi. Eini vínstandurinn þar var eitthvað viðarspjald sem að var frekar óhrjálegt. Ég skrapp því heim og lagði til við Sigurrós að við skryppum í Kringluna, sem vænta mátti fannst henni það frábær hugmynd. Þar skoðuðum við ýmsa vínstanda áður en við sáum einn sem að okkur leist ekki bara vel á, heldur var líka í þeim verðflokki sem við höfðum hugsað okkur. Við keyptum því í Duka lítinn vínstand á fæti fyrir 3 vínflöskur, vonandi þýðir þetta að við lendum ekki aftur í veseni með þurra korktappa eins og hefur gerst síðustu skipti.
Núna er hægt að sjá breska þingið (þingin) á netinu, á http://www.parliamentlive.tv/, engin útsending í gangi akkúrat núna reyndar, en það var skondið að heyra muninn á þulunum hjá House of Commons og House of Lords sem að segja “House of Commons/Lords sound”. Önnur greinilega yfirstéttarpía. Hvor haldiði að það hafi verið?
Áhugavert: