Vefþjónn snýr aftur

Vefþjónninn sem fór í viðgerð um miðjan desember er núna búinn að keyra hikstalaust í viku í prófunum, þannig að ég ákvað að færa vefina aftur yfir á hann. Yfirfærslan gekk mjög vel fyrir sig, tók innan við klukkutíma að færa gagnagrunna yfir og breyta IP-tölum.

Notaði tækifærið og setti upp Myndir.betra.is, sá vefur er reyndar galtómur eins og er, en þarna ætla ég að henda inn einhverju af þeim myndum sem ég á. Uppsetning á þessu gekk mun auðveldar fyrir sig á linux en hún hafði gert á Windows.

Comments are closed.