Evolution

Ég er svanur hvað kynlífið varðar, Sigurrós er koala. Áhugavert að vita það, hvað ert þú?

Skruppum á Laugarásvídjó eftir matinn (ég sá um hann í þetta sinn, þar sem hamborgarar eru svona með því fáa sem ég get eldað eins og er), sáum þá að þeir eru loksins fluttir í nýja húsnæðið (og gerðu það víst í gær) sem er aðeins í 300 metra fjarlægð frá gamla staðnum. Stórt og gott húsnæði og DVD-myndirnar þekja heilan vegg. Tókum Evolution á DVD, stóð vel undir væntingum og meira en það, fínasta grínmynd.

Comments are closed.