Dómarar

Það eru ekki bara stjórnmálamennirnir sem eru vandamálið hvað íslenskt dómskerfi varðar, þeir setja jú refsiramma en það eru dómararnir sem að eiga að vera hlutlausir og kveða upp dóma. Þeir eiga að halda sig fjarri atburðum samfélagsins virðist vera, og þeir hafa sett sér þá reglu að sambærileg brot hafi í för með sér sambærilegar refsingar. Þetta hefur fært þá fjær og fjær raunveruleikanum, 12 ár fyrir smygl, 3 ár fyrir hættuleg rán svo ekki sé minnst á nauðgunarmálið illræmda.

Íslenskir dómarar eru lágt skrifaðir með réttu, þegar að ofbeldisglæpir hafa í för með sér vægustu refsingarnar þá er mikið að gildismati þeirra. Ef einn dómari í fyrndinni dæmdi vægt í máli nauðgara, eiga þá allir dómarar nútímans að fylgja því vonda fordæmi? Blindur leiðir blinda.

Comments are closed.