Ljóta ruglið

Sá áðan á Skjá Einum þátt úr CSI þáttaröðinni. Ég hef séð þessa þætti af og til með öðru auganu og fundist þeir svona lala, en þessi var aftur á móti alveg í sérflokki. Meira rugl hef ég ekki séð á skjánum síðan að ég sá óvart 2 mínútur af Steinunni Ólínu og sullumbullinu hennar á RÚV. Það eru margar góðar ástæður fyrir því að þau fáu skipti sem ég horfi á sjónvarp þá er það ekki á neina íslenska afþreyingarrás. Eina undantekningin er sápuóperan Survivor sem að er alltaf jafn skondin.

Náði mér í demó af Empire Earth (frá einum aðalhöfundi Age of Empires) í dag og prufaði aðeins. Leist ekki nógu vel á þetta, allt of mikið af einhverju fancy þrívíddardæmi og óþarfa, held mig við Age of Empires II, kannski ég fái mér bara uppfærsluna (þar sem þegnarnir eru loksins ekki alveg eins vitlausir).

Áhugavert:

  • Generation X
  • Comments are closed.