Javaskrifta

Tóti fyrrum vinnufélagi og núverandi fjarvinnufélagi bað mig um smá javaskriftu í dag til þess að skipta út texta eftir völdum tengli. Ég sendi honum smá dót sem að virkaði bara í IE5+. Ég var ekki nógu sáttur við það að dæmið virkaði ekki í Netscape 6 þannig að ég fiktaði mig áfram þar til að dæmið virkaði bæði í IE5+ og NS6+ og mér til furðu líka í Operu 5+. Langt síðan að ég hef séð javaskriftu sem að virkar í öllum þremur, þetta er svo sem frekar einföld skrifta en samt gaman að hún virki. Alltaf gaman að gera hluti sem virka.

Comments are closed.