Svolítið hefðbundinn háskóladagur í dag, þar sem að ég tek mér nú frí frá vinnu á miðvikudögum (er því í 80% vinnu þessa dagana).
Vaknaði 9, 9.10, 9.20, 9.30, 9.40, 9.50, 10.00, 10.10, 10.20 og 10.30 þegar ég loksins náði mér á lappir. Eins og sést er ég mjög góður í að slá á “snooze” takkann.
Horfði og hlustaði á fyrirlestra úr skólanum í dag og mætti svo loks í tímann klukkan 18.00. Ætla að reyna að halda mér almennilega að náminu í vetur, hugsanlegt að ef að álagið eykst muni ég minnka vinnu enn meira. Á morgun er tími í Stýrikerfi 1, sem betur fer slapp ég við að kaupa bækur fyrir 12 þúsund krónur fyrir það fag, fékk aðra bókina lánaða hjá vinnufélaga, og hin er víst ekki til og verður ekki til þannig að við fáum bara ljósrit frá kennara.