HM 1998

Fyrri hluta dags dundaði ég mér við að setja aftur á vefinn myndirnar frá HM98 ferð minni og þriggja félaga minna. Myndirnar var upphaflega að finna á www.totw.org þegar það var upp á sitt besta fyrir 3 árum, en þegar að ég kippti því úr loftinu eftir að www.worldfootball.org fór í gang þá var þær hvergi að finna á netinu.

Þar sem að myndir.betra.is var komið í gang þá notaði ég tækifærið og smellti myndunum aftur á netið, þær er að finna á myndir.betra.is/france98.

Þetta var stórskemmtileg ferð og ekki er verra að hún var seinna meir lykilþáttur í kvennaveiðum mínum :p

Í kvöld er ég búinn að vera með annað augað á Eurosport þar sem að Búrkína Fasó tók Suður-Afríku hressilega fyrir í fótbolta, en náðu samt ekki að skora, 0-0 fór það, og hitt augað á tölvunni þar sem ég er að vinna í þemavali fyrir þennan vef, fyrra augað sveiflaðist svo eftir fótboltann yfir á Discovery Channel þar sem tveir mjög áhugaverðir þættir um múmíur voru.

Comments are closed.