Á Selfossi

Í fyrra vorum við á Selfossi á aðfangadag, samkvæmt skiptikerfinu okkar vorum við því hjá mömmu í gær. Til þess að Sigurrós fengi nú að hitta ættingjana yfir jólin fórum við á Selfoss í dag og munum gista hjá móður hennar í nótt.

Amélie var áðan í sjónvarpinu, ég hef ekki séð hana síðan við fórum á hana í bíó og hún er enn jafn mikil snilld og þá. Það eru þó ekki allir sem “fatta” hana, það hryggir mig þeirra vegna.

Comments are closed.